Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Blóðmeramál aftur á borð lögreglunnar

Mat­væla­stofn­un hef­ur eft­ir frum­rann­sókn á nýrri heim­ild­ar­mynd um blóð­mera­hald vís­að mál­inu til lög­reglu. Í mynd­inni sést m.a. spark­að í hryss­ur og þær ít­rek­að stungn­ar í háls­inn í leit að æð til að taka blóð­sýni.

Blóðmeramál aftur á borð lögreglunnar
Skelfing Í heimildarmyndinni er að finna myndefni sem tekið var á tveimur blóðbæjum. Á öðrum þeirra er komið fram við hryssurnar af hörku, í þær sparkað og þær ítrekað stungnar með nál í háls í leit að æð til blóðtöku. Mynd: AWF og TSB

„MAST gerði frumrannsókn á myndbandinu en vísaði málinu svo til lögreglunnar. Málið er því á borði þeirra,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), spurð um viðbrögð stofnunarinnar við nýrri heimildarmynd dýraverndunarsamtaka um blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Myndin sýnir illa meðferð á hryssum, að í þær sé sparkað og þær ítrekað stungnar með nál í háls í leit að æð til blóðsýnatöku. Þá sést að þeim er smalað á bíl og legið á flautunni sem hræðir þær. Skelfingarástand skapast í kjölfarið í gerði sem merunum er smalað inn í ásamt folöldum sínum sem skapar hættu á meiðslum.

Myndefnið var tekið upp á tveimur bæjum nú í ágúst þar sem blóðmerahald er stundað. Á öðrum þeirra eru hryssurnar meðhöndlaðar af yfirvegun en sýna engu að síður margvísleg hræðslumerki. Á hinum bænum er komið fram við þær af kaldlyndi og hörku.

 Þýsku og svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation og Tierschutzbund Zürich (AWF og TSB) hafa nú í fjögur ár rannsakað blóðmeraiðnaðinn á Íslandi. Fyrri heimildarmynd þeirra var frumsýnd í nóvember árið 2021 og vakti mikla reiði í íslensku samfélagi sem og út fyrir landsteinana. Í henni sást að merar voru lamdar, stundum með bareflum. Þá mátti sjá hvernig höfuð þeirra voru bundin upp, reigð aftur, og til þeirra slegið ef þær reyndu að losa sig, án þess að eiga þess nokkurn möguleika. 

SpörkBrot úr heimildarmynd AWF og TSB þar sem sést hvernig farið er með hryssur á einum blóðbænum.

Ísteka, fyrirtækið sem kaupir merarblóðið og selur það til Evrópu, aðallega Þýskalands, til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir búfé, aðallega til svínaræktar, brást við með því að segja upp samningum við þá tvo blóðbæi sem myndefnið var frá. MAST hóf rannsókn á málinu og vísað í því í kjölfarið til lögreglunnar á Suðurlandi sem felldi rannsókn þess niður nú í byrjun árs. Var það sagt vegna skorts á gögnum, þar sem AWF og TSB hefðu neitað að afhenda myndefni. Það var rangt líkt og rakið var í frétt Heimildarinnar í sumar.

Blóðtakan heyrir undir reglur um tilraunadýr

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði starfshóp til að fjalla um lagalega umgjörð blóðmerahalds. Sú umgjörð var vægast sagt veik og eftir að starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í fyrrasumar setti Svandís sérstaka reglugerð um blóðiðnaðinn. Hún var þó ekki lengi í gildi, aðeins í 15 mánuði, þar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi stjórnvöldum áminningarbréf og taldi að starfsemin ætti að falla undir reglugerð um vernd dýra sem notuð séu í vísindaskyni. Á það féllst ráðuneytið og reglugerð Svandísar var brottfelld nú í byrjun nóvember.

„Umsókn fyrirtækisins verður hins vegar bara metin út frá núgildandi reglugerð og ekkert hægt að segja til um hvernig sú umfjöllun endar.“
Hrönn Ólína Jörundsdóttir,
forstjóri Matvælastofnunar

Það að iðnaðurinn falli nú undir fyrrgreinda reglugerð um dýr sem notuð eru í vísindaskyni ætti að breyta öllu að mati AWF og TSB. Þannig þurfi MAST nú að skoða hvort að hægt sé að nota önnur efni eða aðrar leiðir en meðgönguhormón úr fylfullum hryssum til að auka og samstilla frjósemi búfénaðar. Samtökin telja hiklaust að svo sé, á markaði séu fjölmörg lyf sem hafi sambærileg áhrif og að auki sé hægt að ná tilætluðum áhrifum með náttúrulegum leiðum. Það hafa m.a. svissneskir svínabændur margir hverjir gert eftir að notkun á hormónalyfinu var bönnuð þar í landi.

Hver blóðbóndi þyrfti að sækja um starfsleyfi

Heimildin spurði forstjóra MAST hvað þessi breyting á regluumhverfi blóðmeraiðnaðarins gæti þýtt. Hún segir að nú þurfi Ísteka að sækja bæði um starfsleyfi og leyfi til tilrauna. „Eins og með aðrar umsóknir til tilrauna þá er það á höndum Matvælastofnunar að meta umsóknina og eftir atvikum að veita framangreind leyfi eftir að fagráð um velferð dýra hefur fjallað um hana og veitt umsögn,“ heldur Hrönn áfram. Hún bendir á að MAST hafi áður gefið út leyfi til blóðtöku á hryssum til lyfjaframleiðslu á grundvelli þágildandi reglugerðar um dýratilraunir, nr. 279/2002, síðast árið 2016 og gilti það leyfi út árið 2019.

„Umsókn fyrirtækisins verður hins vegar bara metin út frá núgildandi reglugerð og ekkert hægt að segja til um hvernig sú umfjöllun endar,“ segir Hrönn. „Ef leyfi verður veitt til Ísteka, þá munu ákvæði um velferð hryssna við blóðtöku sem áður voru í reglugerð [Svandísar] halda gildi sínu sem verklagsreglur Matvælastofnunar, enda er engin sambærileg ákvæði að finna í reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Ef leyfið verður veitt munu bændur verða skilgreindir sem birgjar samkvæmt reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni og þurfa að sækja um starfsleyfi sem slíkir. Matvælastofnun metur umsóknir og veitir starfsleyfi eftir atvikum til birgja.“

Hér að neðan er að finna nýju heimildarmynd AWF og TSB. Í myndinni sést ill meðferð á dýrum.

HeimildarmyndDýraverndunarsamtök hafa gefið út nýja heimildarmynd um blóðmeraiðnaðinn á Íslandi. Í myndinni er ennfremur áhersla lögð á í hvað meðgönguhormónið sem unnið er úr blóðinu er notað.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.
Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
ViðtalBlóðmerahald

Ísteka: Reynslu­leysi dýra­lækna lík­leg­asta skýr­ing­in

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.
Átta fylfullar hryssur drápust í tengslum við blóðtöku
FréttirBlóðmerahald

Átta fylfull­ar hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku

Sér­greina­dýra­lækn­ir hrossa hjá MAST seg­ir það „enga kat­ast­rófu“ þótt átta fylfull­ar hryss­ur hafi dá­ið eft­ir blóð­töku á veg­um Ísteka síð­asta sum­ar. Stað­fest þyk­ir að að minnsta kosti ein hryssa dó vegna stung­unn­ar og blæddi út og telja bæði MAST og Ísteka reynslu­leysi dýra­lækn­is­ins mögu­lega um að kenna. Hinar fund­ust dauð­ar 2–3 dög­um eft­ir blóð­tök­una.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
8
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
3
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
6
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár