Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.

Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
Staðdeyfing Hryssurnar eru fylfullar við blóðtökuna enda er það meðgönguhormón sem er verið að sækjast eftir til framleiðslu frjósemislyfs í svína-, fjár-, geita- og nautgripaeldi. Merarnar eru settar í sérstakan blóðtökubás, þær bundnar, staðdeyfðar og úr þeim teknir allt að fimm lítrar af blóði vikulega í allt að átta vikur. Mynd: Ísteka

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir að sér hafi þótt óþægilegt að heyra að átta fylfullar hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtökur á vegum fyrirtækisins í fyrra. Til samanburðar hafi um 4-5 hryssur drepist að meðaltali síðustu ár. „Þetta er því frekar mikið,“ segir hann en bendir á að sé dauðsföllunum deilt í heildarfjölda mera sem nýttar eru séu afföllin um 0,17 prósent. „Þannig að þessi afföll eru ekki há í samhengi hlutanna og miðað við margan annan búskap. En verkefni okkar er náttúrlega að lágmarka þetta hlutfall eins og hægt er.“

MAST sendi Samtökum um dýravelferð á Íslandi samantekt um eftirlit sitt með starfseminni nýverið. Þar kom fram að sjö hryssur hefðu drepist í tengslum við blóðtöku en Arnþór leiðrétti það í samtali við Heimildina og sagði þær hafa verið átta.  Í 2-3 tilfellum urðu frávik í blóðtökunni sjálfri sem benda sterkt til orsakasamhengis milli dauða og blóðtöku, segir hann. „Í öðrum tilfellum er tengingin veikari eða ekki til staðar. Drepist hryssa á dögunum eftir blóðtöku er það skráð til bókar hjá okkur.

Hann telur þennan fjölda tilkynninga til MAST ekki skýrast af auknu eftirliti og ítarlegri skráningum. „Ég mundi frekar halda að þetta væri einhvers konar óbein afleiðing af þessum skjálfta sem varð,“ segir hann og vísar þar til mikillar og neikvæðrar umfjöllunar og gagnrýni á starfsemina síðustu misseri, m.a. eftir að heimildarmynd sem unnin var af þýskum dýraverndunarsamtökum, var birt. Stór dýralæknastofa hafi hætt að vinna fyrir fyrirtækið í kjölfar umræðunnar og ráða þurfti nýja dýralækna. „Við leituðum hófanna fyrst hér á landi,“ segir hann. „Það fannst einn nýr íslenskur dýralæknir sem var klár í þetta“ auk þess sem aðrir og reynslumeiri gátu bætt við sig. Engu að síður þurfti að leita út fyrir landsteinana til að manna stöður dýralækna sem vinna við blóðtökur fyrir Ísteka. „Þannig að mér finnst líklegast að rekja megi þessa aukningu [á dauðsföllum] til þess,“ segir Arnþór.

Dýralæknar frá Póllandi

Þrír nýir dýralæknar voru ráðnir frá Póllandi. Og líkt og MAST bendir á höfðu þeir ekki reynslu í blóðtökum úr fylfullum hryssum. „Það er ekki víða í heiminum tekið blóð í þessum tilgangi og á mjög fáum stöðum í Evrópu – og ekki í Póllandi að mér vitandi. Þannig að dýralæknar frá Póllandi hafa eðlilega ekki reynslu í þessu þegar þeir koma hingað.“

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.

Arnþór segir að pólsku læknarnir, sem og nýi íslenski læknirinn, hafi þó fengið þjálfun við að taka blóð úr merunum.

En samt er þetta niðurstaðan, átta hryssur drápust?

„Niðurstaðan er samt sú að þetta er heldur hærra hlutfall en áður,“ svarar Arnþór. „En á öllum tímum má búast við einhverjum afföllum. Og ef ég á að finna einhverja ástæðu fyrir því að hlutfallið er heldur hærra er það helst reynsluleysi.“

Þrjú dauðsföll urðu á einum og sama bænum. Bóndinn tilkynnti svo það fjórða töluvert síðar en tengsl þess við blóðtöku hefur ekki verið samþykkt af Ísteka. Yrði það gert væri heildarfjöldi dauðsfallanna kominn í níu hryssur. Sömu dýralæknar voru þar við störf en Arnþór vill taka fram að þeir fóru á sex aðra bæi og þar urðu engin dauðsföll. Hin dauðsföllin fimm urðu á öðrum bæjum og hjá öðrum dýralæknum.

Alvanalegt að hross drepist

Hann segir ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað olli dauða hverrar hryssu. „Það er alveg alvanalegt í öllum hrossarekstri að hross drepast. En þetta er hins vegar greinilega hærri tala en síðustu ár.“

Í einhverjum tilfellum sé sterkur grunur um hvað varð þess valdandi að hryssurnar drápust. „Líklegasta skýringin er að nál hafi aflagast og farið í nærliggjandi vefi.“

Og hvað gerist þá?

„Þá getur skepnunni blætt út eða hún kafnað.“

Ein merin drapst fljótlega eftir að henni var sleppt út eftir blóðtökuna og á meðan dýralæknir sá ennþá til hennar.

Til að bregðast við hefur Ísteka nú tekið upp formlegt þjálfunarferli fyrir nýja dýralækna. „Ég vona að þetta leiði til þess að engin augljós slys verði. En ég get ekki frekar en nokkur annar lofað því að aldrei komi neitt upp aftur.“

Mótstaða við myndavélaeftirlit

Arnþór segir að myndavélaeftirlit við blóðtöku, sem fagráð um velferð dýra hafi lagt til í fyrra, hafi hljómað vel í sínum eyrum og Ísteka gefið það út fljótlega eftir að „þessi stormur kviknaði“ að því yrði komið á. En af því hefur þó ekki orðið nema á nokkrum bæjum, m.a. þeim sem eru í eigu Ísteka. „Þegar á reyndi var mótstaða og spurningar um persónuvernd bæði bænda og dýralækna meiri en svo að við gætum komið þessu á alls staðar.“

Hann segist fagna auknu eftirliti en að starfsfólki Ísteka finnist stundum „svolítið óréttlátt“ hvernig um starfsemina sé rætt og fjallað. „En ég hef á því nokkurn skilning,“ heldur hann áfram. Starfsemi Ísteka sé ný af nálinni á meðan hefðbundnari greinar í búfjárhaldi hafi verið stundaðar í aldir og hluti af menningu samfélagsins. Við slíkt séu settar færri spurningar. „Og fleira kemur til sem skýrir gagnrýnina. Við erum að tala um hross sem eru gæludýr – og ekki bara það heldur eru merarnar fylfullar. Svo fer blóð aldrei vel í fólk. En ég tel að hin endanlega notkun framleiðsluvörunnar séu góð fyrir menn og dýr.“ 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.
Átta fylfullar hryssur drápust í tengslum við blóðtöku
FréttirBlóðmerahald

Átta fylfull­ar hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku

Sér­greina­dýra­lækn­ir hrossa hjá MAST seg­ir það „enga kat­ast­rófu“ þótt átta fylfull­ar hryss­ur hafi dá­ið eft­ir blóð­töku á veg­um Ísteka síð­asta sum­ar. Stað­fest þyk­ir að að minnsta kosti ein hryssa dó vegna stung­unn­ar og blæddi út og telja bæði MAST og Ísteka reynslu­leysi dýra­lækn­is­ins mögu­lega um að kenna. Hinar fund­ust dauð­ar 2–3 dög­um eft­ir blóð­tök­una.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
5
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
10
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár