Þeim fjölgar nú ört, flækjusögugreinunum mínum, sem ég er búinn að lesa inn sem hlaðvarp hér á Stundinni.
Og hérna eru svo greinarnar geymdar á Spotify.
Nú verður málum háttað svo á næstunni að klukkan 11 á hverjum þriðjudegi og föstudegi, þá verður ein af eldri greinum birt — byrjað allt aftur í árdögum þegar greinarnar hófu göngu sína í Fréttablaðinu 2013 en fluttust svo tveim árum seinna yfir í Stundina.
Og á föstudögum, hálfsmánaðarlega, þá birtist líka nýjasta greinin — sú sem birtist í pappírsútgáfu Stundarinnar viku áður.
Í dag má til dæmis lesa um Sansíbar og Tansaníu í tilefni þess að nýr Nóbelshöfundur í bókmenntum — Abdulrazak Gurnah — er þaðan.
Hvaðan? Ja, það er nú málið. Hlýðið bara á, saga Afríku er flókin.
Og þarna á hlaðvarpssíðuna eru nýkomnar allar greinarnar frá í fyrra, þegar ég rifjaði upp helstu atburði ársins 1920.
Þið lítið á þetta — og hlustið — og hafið vonandi gaman af!
Athugasemdir