Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingkona, segir að fjölskyldan sé rót hamingju í lífi hennar, en einnig að taka meðvitaðar ákvarðanir.
„Ég held líka að það sé ákvörðun eða allavega upplifi ég það þannig að maður geti ákveðið hvað maður vilji leggja áherslu á í lífinu. Ég hef stundum lagt niður fyrir mig kosti um hvað ég vilji gera á næstu árum; hvernig ég vilji haga lífi mínu og reynt einhvern veginn að ná fram eins mikilli lífsfyllingu og hægt er. Ég gerði það satt að segja í janúar og febrúar en þá var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara aftur út í stjórnmál. Þar spilaði inn í að mig langaði að eignast annan hund, vil geta verið bíllaus og borðað kvöldmat með manninum mínum. Ekkert af því samrýmist þingmennsku vel. Ég held að maður geti fundið leiðina að hamingjunni þegar maður fer að hugsa …
Athugasemdir