Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er eina þriggja flokka rík­is­stjórn­in til þess að lifa af heilt kjör­tíma­bil. Rík­is­stjórn þessi varð til í stormi stjórn­mála og hún boð­aði stöð­ug­leika en spurn­ing­in er hvort henn­ar verð­ur minnst sem stjórn stöð­ug­leika eða sem stjórn mála­miðl­un­ar.

Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
Sögulegar sættir Í fyrsta sinn mynduðu Vinstri græn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og það eftir afgerandi yfirlýsingar annars efnis. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á bak við hverja ríkisstjórn er forsaga, aðdragandi eða sögusvið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur varð til í kjölfar storms stjórnmálanna, hvirfilbyl ef svo má segja, og var myndun hennar svo umdeild að ein forystukonan þurfti að biðla til flokksmanna með orðunum: „Ekki fara.“

Sagan sem hér verður sögð byrjar á stjórnmálamanni sem hrökklaðist úr embætti, ráðherra meira að segja, forsætisráðherra, hvorki meira né minna.

Árið er 2016 og í ljós hefur komið að forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði átt duldar eignir í skattaskjóli í Panama, um hálfs milljarðs króna kröfu á þrotabú íslensks banka. Raunar kom einnig í ljós að fjármálaráðherra landsins, Bjarni Benediktsson, hafði einnig skráð smærri eign í skattaskjóli í félagi við aðra.

Þrátt fyrir viðleitni sína til að halda embætti hrökklast Sigmundur úr því og ríkisstjórnin sem hann fór í forsvari fyrir sprakk með þeim afleiðingum að kalla þurfti til kosninga haustið 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár