Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er eina þriggja flokka rík­is­stjórn­in til þess að lifa af heilt kjör­tíma­bil. Rík­is­stjórn þessi varð til í stormi stjórn­mála og hún boð­aði stöð­ug­leika en spurn­ing­in er hvort henn­ar verð­ur minnst sem stjórn stöð­ug­leika eða sem stjórn mála­miðl­un­ar.

Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
Sögulegar sættir Í fyrsta sinn mynduðu Vinstri græn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og það eftir afgerandi yfirlýsingar annars efnis. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á bak við hverja ríkisstjórn er forsaga, aðdragandi eða sögusvið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur varð til í kjölfar storms stjórnmálanna, hvirfilbyl ef svo má segja, og var myndun hennar svo umdeild að ein forystukonan þurfti að biðla til flokksmanna með orðunum: „Ekki fara.“

Sagan sem hér verður sögð byrjar á stjórnmálamanni sem hrökklaðist úr embætti, ráðherra meira að segja, forsætisráðherra, hvorki meira né minna.

Árið er 2016 og í ljós hefur komið að forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði átt duldar eignir í skattaskjóli í Panama, um hálfs milljarðs króna kröfu á þrotabú íslensks banka. Raunar kom einnig í ljós að fjármálaráðherra landsins, Bjarni Benediktsson, hafði einnig skráð smærri eign í skattaskjóli í félagi við aðra.

Þrátt fyrir viðleitni sína til að halda embætti hrökklast Sigmundur úr því og ríkisstjórnin sem hann fór í forsvari fyrir sprakk með þeim afleiðingum að kalla þurfti til kosninga haustið 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár