Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er eina þriggja flokka rík­is­stjórn­in til þess að lifa af heilt kjör­tíma­bil. Rík­is­stjórn þessi varð til í stormi stjórn­mála og hún boð­aði stöð­ug­leika en spurn­ing­in er hvort henn­ar verð­ur minnst sem stjórn stöð­ug­leika eða sem stjórn mála­miðl­un­ar.

Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
Sögulegar sættir Í fyrsta sinn mynduðu Vinstri græn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og það eftir afgerandi yfirlýsingar annars efnis. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á bak við hverja ríkisstjórn er forsaga, aðdragandi eða sögusvið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur varð til í kjölfar storms stjórnmálanna, hvirfilbyl ef svo má segja, og var myndun hennar svo umdeild að ein forystukonan þurfti að biðla til flokksmanna með orðunum: „Ekki fara.“

Sagan sem hér verður sögð byrjar á stjórnmálamanni sem hrökklaðist úr embætti, ráðherra meira að segja, forsætisráðherra, hvorki meira né minna.

Árið er 2016 og í ljós hefur komið að forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði átt duldar eignir í skattaskjóli í Panama, um hálfs milljarðs króna kröfu á þrotabú íslensks banka. Raunar kom einnig í ljós að fjármálaráðherra landsins, Bjarni Benediktsson, hafði einnig skráð smærri eign í skattaskjóli í félagi við aðra.

Þrátt fyrir viðleitni sína til að halda embætti hrökklast Sigmundur úr því og ríkisstjórnin sem hann fór í forsvari fyrir sprakk með þeim afleiðingum að kalla þurfti til kosninga haustið 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár