Á bak við hverja ríkisstjórn er forsaga, aðdragandi eða sögusvið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur varð til í kjölfar storms stjórnmálanna, hvirfilbyl ef svo má segja, og var myndun hennar svo umdeild að ein forystukonan þurfti að biðla til flokksmanna með orðunum: „Ekki fara.“
Sagan sem hér verður sögð byrjar á stjórnmálamanni sem hrökklaðist úr embætti, ráðherra meira að segja, forsætisráðherra, hvorki meira né minna.
Árið er 2016 og í ljós hefur komið að forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði átt duldar eignir í skattaskjóli í Panama, um hálfs milljarðs króna kröfu á þrotabú íslensks banka. Raunar kom einnig í ljós að fjármálaráðherra landsins, Bjarni Benediktsson, hafði einnig skráð smærri eign í skattaskjóli í félagi við aðra.
Þrátt fyrir viðleitni sína til að halda embætti hrökklast Sigmundur úr því og ríkisstjórnin sem hann fór í forsvari fyrir sprakk með þeim afleiðingum að kalla þurfti til kosninga haustið 2016.
Athugasemdir