Kæra sem útgerðarfélagið Samherji lagði fram á hendur fimm starfsmönnum Seðlabanka Íslands lá hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum í tvö ár á meðan hún var í skoðun. Eiginleg sakamálarannsókn hófst aldrei og tímafrek gagnaöflun tafði málið, segir lögreglustjórinn Karl Ingi Vilbergsson. Starfsmennirnir sem voru kærðir voru þau Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Sigríður Logadóttir og Rannveig Júníusdóttir. Kæruefnið var meint brot þeirra í starfi í rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja á lögum um gjaldeyrismál.
Kærurnar urðu opinberar eftir að Samherji sagði sjálfur frá þeim á heimasíðu sinni um vorið 2019. Í máli Samherja sagði að stjórnendur Seðlabanka Íslands hafi tekið ákvarðanir sem vörðuðu rannsóknina á Samherja í vondri trú og að þess vegna ættu þeir að svara til saka. „Slík háttsemi varðar við refsilög og felur í sér ásetningsbrot um rangar sakargiftir. Almennir borgarar eru látnir sæta refsingu fyrir slíka framkomu. Rétt er að háttsettir starfsmenn …
Athugasemdir