Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vilja minnka umsvif ríkisins en svara því ekki hvernig á að afla tekna

Efna­hags­stefna Við­reisn­ar inni­held­ur fá­ar út­færð­ar áhersl­ur aðr­ar en að Ís­land gangi í ESB og taki upp evru. Mik­ið púð­ur er lagt í um­hverf­is­stefnu flokks­ins en stefn­ur í öðr­um mála­flokk­um meira á reiki. Flokk­ur­inn vill heim­ila dán­ar­að­stoð og lög­leiða fíkni­efni.

Vilja minnka umsvif ríkisins en svara því ekki hvernig á að afla tekna
Vilja inn í ESB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og flokksfélagar hennar í Viðreisn, hvar hún er formaður, telja það inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru besta skref sem Ísland getur tekið í efnahagsmálum.

Draga á úr ríkisumsvifum og lækka skuldir ríkissjóðs, beita hóflegri og réttlátri skattlagningu, beita einkarekstri í meira mæli og taka upp veggjöld í stað skattheimtu til vegaframkvæmda. Þá á að gera Ísland kolefnishlutlaust árið 2040.

Þetta er meðal helstu áherslumála Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Í mörgum tilvikum er orðalag í stefnu flokksins mjög almennt og mikið vantar upp á að útfærðar séu leiðir til að fjármagna framkvæmdir eða verkefni sem flokkurinn vill að ráðist verði í, komist hann í aðstöðu til þess að afloknum kosningum. Segja má með sanngirni að í efnahagsstefnu flokksins sé að finna hvað fæstar skýrar áherslur en meira um almennar leiðir. Það er þó stefna flokksins að Ísland ætti ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, og með því væri stigið mikilvægt skref í átt að bættum lífskjörum og auknum kaupmætti almennings með lægra vaxtastigi auk annars.

Þó margt í stefnu flokksins sé almennt orðað eins og fyrr segir má þó finna handföst málefni sem flokkurinn talar fyrir. Þannig er umhverfisstefna flokksins ítarleg en vikið verður að henni síðar. Annað sem vekur athygli í stefnu Viðreisnar er vilji þeirra til að lögleiða fíknefni, heimila dánaraðstoð, taka upp uppboðskerfi með fiskveiðiheimildir og innleiða sveigjanleg starfslok, svo eitthvað sé nefnt.

Hvað er réttlát og hófleg skattlagning?

Því sem næst hvergi í stefnuskrá Viðreisnar er að finna útfærðar hugmyndir um það hvernig beri að afla ríkissjóði fjár. Í umfjöllun flokksins um efnahagsmál kemur fram að Viðreisn vill draga úr ríkisumsvifum, lækka skuldir hins opinbera og einfalda stjórnsýslu. Ekki er tilgreint hvaða ríkisumsvifum væri hægt að draga úr né með hvaða hætti eigi að einfalda stjórnsýslu. Þá eru engar leiðir kynntar í þeim efnum að lækka skuldir hins opinbera. Vissulega má þó sjá fyrir sér að skuldir hins opinbera gætu lækkað ef ríkið hættir að sinna útgjaldafrekri þjónustu, til að mynda.

Hvað varðar tekjuöflun ríkissjóðs vill Viðreisn að hún byggist á réttlátri og hóflegri skattlagningu, þar sem allir beri réttlátar byrðar. Engin tilraun er gerð til að skilgreina hvað sé réttlát eða hófleg skattlagning, eða hvernig réttlátt sé að byrðarnar skiptist. Ekki er vikið orði að því hvort þrepaskipta eigi skattkerfinu í meira mæli en nú er gert eða hvort einfalda eigi það, hvergi er rætt um skattprósentur og ekki er fjallað um persónuafslátt eða skattleysismörk. Þá er hvergi fjallað um skatt á fjármagnstekjur eða eignir og engin tilraun gerð til að leggja mat á það hverjar skatttekjur ríkissjóðs gætu orðið eða þyrftu að vera, til að standa undir verkefnum eða til að lækka skuldir hins opinbera.

Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040

Umhverfisstefna Viðreisnar er víðtæk og í henni eru sett fram tímasett markmið í mörgum liðum. Þannig vill flokkurinn að heildarlosun á gróðurhúsalofttegundum verði helminguð á hverjum áratug og að árið 2030 verði losun á beinni ábyrgð Íslands 60 prósentum lægri en hún var árið 2005. Draga ætti úr losun frá staðbundnum iðnaði sem falli undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir um 43 prósent árið 2030 miðað við 2005. Losun vegna landnotkunar á að nema helmingi af því sem hún var árið 2020 þegar kemur fram á árið 2030 og stefnt er að því að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Til þess að af þessu verði vill flokkurinn beita ýmsum leiðum. Fyrir árið 2040 ætti Ísland að vera laust við jarðefnaeldsneyti og í því skyni á að hætta nýskráningum bensín og díselbíla árið 2025, eftir fjögur ár. Viðreisn vill jafnframt að leit að, og vinnsla, jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu verði bönnuð. Setja á þau markmið að fyrir árið 2030 verði endurnýjanleg orka í skipum orðin 50 prósent.

„Viðreisn leggur áherslu á tekjuhlutleysi í stað aukinnar skattheimtu þannig að kolefnisgjöldum verði mætt með samsvarandi lækkun á öðrum sköttum og gjöldum“

Stuðla þarf að hröðum orkuskiptum á öllum sviðum. Viðreisn telur skilvirkasta og öflugasta verkfæri stjórnvalda til þess vera hagræna hvata á borð við kolefnisgjald, sem leggist á alla losun. „Viðreisn leggur áherslu á tekjuhlutleysi í stað aukinnar skattheimtu þannig að kolefnisgjöldum verði mætt með samsvarandi lækkun á öðrum sköttum og gjöldum. Þannig verði hægt að ná mikilvægri sátt um loftslagsaðgerðir og tryggja að þeir borgi sem mengi.“

Með þeim markmiðum sem sett eru fram um samdrátt verði leitast við að ná hið minnsta 7,6 prósenta árlegum samdrætti á heildarlosun. Auk þessara þátta er yfirgripsmikil umfjöllun um umhverfis- og loftslagsmál í stefnu Viðreisnar. Þar er meðal annars tæpt á því að Ísland verði að axla sína ábyrgð og taka á móti fleira kvótaflóttafólki sem er á flótta vegna loftslagsbreytinga. Koma þurfi á skilvirku hringrásarhagkerfi, þar sem dregið verði úr myndun úrgangs og endurvinnsla aukin, meðal annars með því að draga úr matarsóun um 60 prósent árið 2030 miðað við yfirstandandi ár. Stefna Viðreisnar er þá að nýta náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, vernda og endurheimta vistkerfi, meðal annars endurheimt votlendis og útbreiðslu náttúruskóga.

Þó stefna Viðreisnar í umhverfis- og loftslagsmálum sé bæði ítarleg og víðtæk kemur lítið fram um hvernig fjármagna eigi þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að grípa til. Vissulega er það stefna flokksins að þeir sem mengi borgi fyrir það en ýmsar aðrar aðgerðir sem flokkurinn vill grípa til verða þó vart fjármagnaðar nema með fjármunum úr ríkissjóði. Hvergi kemur fram mat á því hvað umræddar aðgerðir gætu kostað.

Vilja fara uppboðsleið í sjávarútvegi

Þegar kemur að utanríkismálum er það stefna Viðreisnar að Ísland gangi í Evrópusambandið. Því vill flokkurinn að samningaviðræðum um aðild verði lokið og samningur verði lagður í dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu. Þá vill Viðreisn að gengi krónunnar verði bundið við evru, með samningi við Seðlabanka Evrópu, sem fyrsta skref að upptöku evru.

Í umfjöllun um atvinnumál kemur meðal annars fram að Viðreisn lítur svo á að sjávarauðlindin sé þjóðareign og réttur til veiða skuli bundin tímabundnum leigusamningum til tveggja til þriggja áratuga. Hluti kvóta verði boðin upp á markaði ár hvert og útgerðin greiði fyrir afnot af fiskimiðunum í samræmi við markaðsverðmæti aflaheimilda. Þannig náist sanngjarnt gjald og meiri arðsemi í greininni án þess að kerfinu sé kollvarpað. Ekki er gerð tilraun til að leggja mat á hverju slík uppboðsleið myndi skiila þjóðarbúinu.

Fiskeldi þarf að byggja upp sem sterka atvinnugrein á þeim svæðum þar sem tilskilin leyfi liggja þegar fyrir. Þó verði vitanlega að huga að umhverfisáhrifum.  

Horfið verði frá framleiðslutengdu styrkjakerfi í landbúnaði

Byggja þarf ferðaþjónustuna upp með skýrri framtíðarsýn til að tryggja sjálfbærni greinarinnar til lengri tíma. Fjárfesta þarf í innviðum á ferðamannastöðum um allt land, til að vernda umhverfi og náttúru og tryggja jafnari dreifingu ferðamanna um landið. Ekki er nefnt með hvaða hætti á að fjármagna uppbyggingu innviða og ekki er fjallað um heimildir til innheimtu gjalda sérstaklega, utan að í stefnunni segir að innheimta gjalda verði samræmd á svæðum sem heyra undir hið opinbera.

Viðreisn vill þá að styrkjakerfi landbúnaðar verði endurskoðað til að efla greinina og auka sjálfbærni. „Mikilvægt er að ýta undir aukna fjölbreytni og nýsköpun með stuðningi við verkefni á borð við skógrækt, lífrænan landbúnað, landgræðslu, vöruþróun, endurheimt votlendis, smávirkjanir og ferðaþjónustu.“ Styrkjakerfið verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt og fjallað er sérstaklega um landbúnað einnig í umhverfisstefnu flokksins í þessu samhengi. Ekki er vikið að því hvort sambærilegar upphæðir verði greiddar í geiranum og gert er í dag eða hvort stefna flokksins sé að draga þar úr eða auka við.

Boða aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Í umfjöllun um heilbrigðismál leggur Viðreisn áherslu á að heilbrigðisþjónusta eigi að standa öllum til boða óháð efnahag. Veita á fólki þjónustuna, óháð því hvaða rekstrarform er nýtt til þess. Er hér átt við að einkrekstur í heilbrigðisþjónustu verði nýttur samhliða opinberum rekstri. „Einkarekstur innan opinbers kerfis er ekki það sama og einkavæðing,“ segir í stefnu flokksins. Blönduð leið sé best og „þess vegna hafnar Viðreisn aðför núverandi ríkisstjórnar að sjálfstætt starfandi stofum og sérfræðingum.“ Afleiðingar þess séu óboðlegir biðlistar og aukinn kostnaður. Væntanlega er hér meðal annars verið að vísa til þess að ekki hefur verið samið við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna auk þess sem deilur hafa staðið milli sjúkraþjálfara og annarra greina innan heilbrigðiskerfisins við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið um greiðsluþátttöku og samninga.

„Einkarekstur innan opinbers kerfis er ekki það sama og einkavæðing“

Landspítalinn verður að fá nauðsynlega fjármuni til að standa undir kröfum sem til hans eru gerðar að mati Viðreisnar. Ótækt er að sóttvarnaraðgerðir séu óþarflega íþyngjandi vegna fjárskorts heilbrigðiskerfisins. Ekki kemur fram hversu miklum fjármunum þurfi að veita til þess að svo megi verða, hvorki til Landspítalans eða til heilbrigðiskerfisins í heils. Þá vill Viðreisn að aðgegni að hraðprófum vegna Covid-19 verði stóraukið til að hægt sé að létta á takmörkunum.

Viðreisn vill að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og að sjúkratryggingar fái fjármagn til að semja við sjálfstætt starfandi meðferðaraðila. Ekki kemur fram hversu mikið flokkurinn vill niðurgreiða þjónustuna eða hvað það gæti kostað ríkissjóð.

Stefna að almennri upptöku veggjalda

Í velferðamálum vill Viðreisn að allir lífeyrisþegar almannatrygginga fái lægri heildartekjur en sem nemur lágmarkslaunum. Þá skal skerðingum hætt. Ekki kemur fram hvaða kostnaður verði þessu fylgjandi.

Þegar horft er sérstaklega til málefna eldra fólks vill flokkurinn að framboð af hjúkrunarheimilum þarf að vera í samræmi við fyrirsjáanlega þörf og að tryggja þarf búsetuúrræði fyrir eldra fólk. Ekki er lagt mat á það hversu mörg hjúkrunarými vanti eða hvaða fjármunir þurfi að koma til svo hægt sé að tryggja nauðsynlegan fjölda þeirra í bráð og lengd.

Viðreisn vill þá lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjölga á samningum um notendastýrða persónulega aðstoð.

„Taka skal upp beina gjaldtöku af vegamannvirkjum í stað núverandi gjaldstofna“

Sveitarstjórnarstigið á að styrkja með sameiningu og samvinnu sveitarfélaga. Ekki kemur fram hvort Viðreisn boði lögþvingaðar sameiningar með þessari áherslu. Hóflegar álögur á að leggja á íbúa og fyrirtæki og tala fyrir skattalækkunum þegar við á. Þá vill flokkurinn tryggja dagvistun barna frá 12 mánaða aldri.

Sveitarfélög eiga jafnframt ekki að standa í samkeppnisrekstri. Ekki er útskýrt hvað átt er við hér en benda má á að ýmis sveitarfélög standa í samkeppnisrekstri þegar kemur að raforkuvinnslu, í úrgangsmálum og öðrum málaflokkum. Því ætti til að mynda að slíta byggðasamlaginu Sorpu á þessum grundvelli, en fyrirtækið er sannarlega að hluta í samkeppnisrekstri.

Ráðast á í stórátak í innviðafjárfestingum að mati Viðreisnar. Þannig þarf að ráðast í stórátak í uppbyggingu dreifikerfis rafmagns og hraða þrífösun í dreifbýli. Fjárfesta á í samgöngukerfinu og horfa beri til aðkomu einkaaðila í slíkum verkefnum. „Taka skal upp beina gjaldtöku af vegamannvirkjum í stað núverandi gjaldstofna og láta slíka gjaldtöku taka mið, m.a. af umhverfisáhrifum og álagi á vegakerfið,“ segir í stefnu Viðreisnar. Sé tekið mið af orðanna hljóðan virðist flokkurinn vera að boða að veggjöld verði tekin upp á þjóðvegum almennt. Þegar vísað er til núverandi gjaldstofna er væntanlega verið að vísa til tekjustofna á borð við bifreiðagjald, olíugjald, sérstakt vörugjald af bensíni auk annarra gjaldstofna. Þess ber þó að geta að frá árinu 2016, með upptöku laga um opinber fjármál, markast útgjöld til samgönguframkvæmda ekki lengur af umræddum gjaldstofnum heldur af ríkistekjum almennt. Þó eru umrædd gjöld enn innheimt.

Ríki og kirkja verði aðskilin

Í innanríkismálum styður Viðreisn að verulegar endurbætur verði gerðar á stjórnarskrá og að litið verði til tillagna stjórnlagaráðs en einnig annarra hugmynda sem komið hafa fram siðan. Aðskilja eigi ríki og kirkju og ríkið hætti innheimtu og greiðslu sóknargjalda til trú- og lífsskoðunarfélaga.

Viðreisn vill að skref verði tekin í átt að lögleiðingu vímuefna og afglæpavæðing þeirra sé rökrétt fyrsta skref í þeim efnum. Ekki kemur fram hvort Viðreisn sé þeirrar skoðunar að lögleiða eigi öll fíkniefni, hörð efni á borð við kókaín og amfetamín jafnt sem kannabisefni til að mynda.

„Fólk á flótta og hælisleitendur eiga að vera jafn velkomin og aðrir“

Í umfjöllun um mannréttindamál segir að tryggja verði fólki á flótta og hælisleitendum mannsæmandi skjól hér á landi. „Fólk á flótta og hælisleitendur eiga að vera jafn velkomin og aðrir.“ Byggja eigi upp réttlátt fjölmenningarsamfélag hér á landi.

Mikil áhersla er lögð á jafnréttismál í stefnu flokksins, þar sem allri mismunun er hafnað. Undirstrikað er í stefnu Viðreisnar að kynbundið ofbeldi sé ólíðandi. „Kynbundið ofbeldi skal uppræta með opinni umræðu, ásamt forvörnum og fræðslu. Lögregla, ákæruvald og dómstólar þurfa að vera í stakk búin til að sinna þessum mikilvægu og viðkvæmu málum og þjónusta þarf að vera til staðar fyrir þolendur um land allt. Brýnt er að tryggja þolendum ofbeldis nauðsynlegan stuðning og þjónustu. Mikilvægt er að styrkja réttarstöðu brotaþola og efla traust þeirra á kerfinu, veita þeim aðild í sakamálum og skerpa hlutverk réttargæslumanna. Auka þarf aðgengi þeirra sem beita ofbeldi að úrræðum til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Þá þarf að veita þolendum mansals fullnægjandi réttarvernd og stuðning.“

Í nýjustu skoðankönnun á fylgi flokka fyrir alþingiskosningarnar, þjóðarpúls Gallup sem Rúv greindi frá fyrir þremur dögum, mældist Viðreisn með stuðning 10,6 prósenta aðspurðra. Það myndi skila flokknum sjö þingmönnum. Í könnun MMR fyrir Morgunblaðið frá 26. ágúst mældist flokkurinn með 10,4 prósenta fylgi og sex þingmenn. Í könnun Maskínu fyrir Stöð 2 24. ágúst mældist flokkurinn með 10,7 prósenta stuðning. Í alþingiskosningunum 2017 fékk Viðreisn 6,7 prósent greiddra atkvæða og fjóra menn kjörna á þing.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár