Fjármálastjóri Samherja í Namibíu, Adéll Pay, hafði ekki hugmynd um að útgerðarfélagið hefði stundað mútugreiðslur til namibískra stjórnmála- og áhrifamanna þegar greint var frá þessum greiðslum í fjölmiðlum í nóvember árið 2019. Adéll var samt einn æðsti stjórnandi Samherja í landinu og er nefnd sem annar helsti stjórnandi Namibíurekstrarins í rannsóknargögnum málsins. Adéll, sem er löggiltur endurskoðandi að mennt, bar því að minnsta kosti siðferðilega ábyrgð á rekstri Samherja þar sem áttu sér stað greiðslur undir borðið, til ráðamanna í heimalandi hennar, sem hún vissi ekkert um.
Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu frá Adéll Pay, sem er hluti af rannsóknargögnum ákæruvaldsins í Namibíu í Samherjamálinu.
Greiðslurnar inntar af hendi utan Namibíu
Greiðslurnar fóru að hluta til frá bankareikningum sem félög Samherja í Namibíu áttu en voru framkvæmdar af aðilum sem unnu ekki á skrifstofu Samherja í Namibíu heldur voru staðsettir í öðrum löndum. Greiðslurnar kunna að hafa verið framkvæmdar …
Athugasemdir