„Hamingjan í huga mínum tengist því að vera sáttur við það sem maður er að gera og efna til sátta við sjálfan sig,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).
„Það er kannski miserfitt því það er alltaf erfitt að gera sér grein fyrir því að maður er ekki fullkominn og ekki heldur fólkið í kringum mann og hvað þá fólkið sem maður treystir til þess að reka þjóðfélagið. Ekkert okkar er fullkomið. Öll erum við breysk og því betur sem við sættum okkur við það þá getum við reynt að velja hvar við viljum breyta hlutunum og reyna þá að setja einhverja orku í það.
Hefur verið heppinn
Ef einhver myndi spyrja mig hvort ég væri hamingjusamur maður þá myndi ég tvímælalaust svara því játandi. Ég hef verið heppinn í lífinu. Ég á góða fjölskyldu og vini og er heilbrigður og ég er endalaust þakklátur fyrir …
Athugasemdir