„Ég skil bara ekki hvern andskotann þessi lögreglustjóri þarf að rannsaka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég óttast það að mörgu leyti, í svona eftirlitsstofnun eins og Seðlabankinn er, að við lendum í því að við verðum hundelt persónulega eins og farið var á eftir þessu starfsfólki,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Stundina sem birt er í blaðinu í dag.
Ásgeir vísar til þess að útgerðarfélagið Samherji kærði fimm af starfsmönnum Seðlabanka Íslands til lögreglunnar vorið 2019. Samherji lagði kæruna fram vegna rannsóknar bankans á Seðlabankamáli Samherja sem hófst með húsleitum hjá félaginu árið 2012, vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál.
Í viðtalinu ræðir Ásgeir um fyrsta eitt og hálfa ár sitt í embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands, störf sín í Kaupþingi og mótlætið vegna starfa sinna þar eftir hrun, …
Athugasemdir