Hið sögufræga hús íslenska ríkisins í Kaupmannahöfn, Jónshús sem var heimili sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar á nítjándu öld, tengist rannsókninni á skattalagahluta Samherjamálsins í Namibíu. Samherji stofnaði eignarhaldsfélagið Tindholm DK Aps árið 2016 og var með heimilisfesti í húsinu vegna búsetu samstarfsmanns Samherja, Hrannars Hólm, í því. Til stóð að þetta félag í Kaupmannahöfn yrði notað til þess að greiða laun til starfsmanna Samherjasamstæðunnar erlendis. Af þessu varð þó ekki.
Stundin greindi frá veru danska félagsins í Jónshúsi árið 2019 en gat þá ekki útskýrt af hverju það var stofnað þar sem ekki fengust svör við því.
Forsætisnefnd Alþingis fékk í kjölfarið erindi frá stjórn Jónshúss um málið þar sem vísað var til þess að stofnun félagsins og skráning þess í Jónshús hefði verið mistök. Í því erindi var heldur ekki …
Athugasemdir