Rannsóknargögn sýna að fjörutíu prósent þeirra kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 2000 til 2007 greindu frá því að hafa verið beittar ofbeldi af hálfu starfsmanns. Ásakanir um ofbeldi höfðu ítrekað komið upp en þær voru aldrei rannsakaðar.
Ríflega fjörutíu prósent þeirra stúlkna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 2000 til 2007 greindu frá því að þær hefðu verið beittar ofbeldi af hálfu starfsmanna á heimilinu, alls 9 af 22. Helmingur allra barna sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Árbót greindi frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns og ríflega þriðjungur þeirra sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Bergi. Þrátt fyrir þetta segir í skýrslu sem unnin var fyrir Barnaverndarstofu að „yfirleitt var lítið um ofbeldi inni á meðferðarheimilunum“.
Þessi tölfræði kemur fram í bakgrunnsgögnum sem notuð voru við gerð rannsóknarskýrslu …
Athugasemdir