Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kristján Þór sjávarútvegsráðherra hefur engu svarað um „læk“ sitt við Samherjafærslu

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um um af­stöðu sína til Namib­íu­máls Sam­herja síð­ast­liðna viku. Ráð­herr­ann setti „læk“ á færslu um mál­ið þar sem RÚV var gagn­rýnt harka­lega.

Kristján Þór sjávarútvegsráðherra hefur engu svarað um „læk“ sitt við Samherjafærslu
Engin svör Engin svör hafa borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra um af hverju hann setti „læk“ við gagnrýna færslu um fréttaflutning RÚV um Samherjamálið í Namibíu.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar um afstöðu sína til Facebook-færslu þar sem ríkisstofnunin Ríkisútvarpið var gagnrýnd fyrir fréttaumfjöllun um útgerðarfélagið Samherja. Blaðið fjallaði um málið í síðustu viku.

Ráðherrann hefur margs konar atvinnu- og vinatengsl við Samherja og starfaði hann meðal annars hjá félaginu í þinghléum á árum áður auk þess að vera stjórnarformaður útgerðarinnar.  Eins og Stundin hefur fjallað um þá eru tengsl Kristjáns Þórs og Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, það náin að þeir myndu flokkast sem vinir í skilningi stjórnsýslulaga þar sem þeir umgangast hvor annan í frítíma sínum. 

Sagði RÚV „ fara offari“

Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir síðastliðna viku til að fá svör frá Kristjáni Þór við af hverju hann setti „læk“ við viðkomandi færslu, sem birt var á Facebook undir heitinu „Fokkings bjálkinn“.  Þar sagði meðal annars um fréttaflutning RÚV um Namibíumál Samherja: „Miðað við það sem ég hef skoðað þessi Samherjamál sýnist mér RUV vera á leið með að falla í sömu gryfu og Seðlabankinn, - að fara offari.“ Ingunn minnist sérstaklega á fréttamann Ríkisútvarpsins, Helga Seljan, sem fjallað hefur bæði um Seðlabankamál Samherja sem og Namibíumálið. 

Færslan sem ráðherrann líkaði viðFacebook-færslan um RÚV og Samherja sem ráðherran „lækaði“ sést hér í heild sinni.

Samherjamálið í Namibíu er nú til rannsóknar í að minnsta kosti þremur löndum eftir að Kveikur, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um það á grundvelli gagna frá Wikileaks í nóvember í fyrra. Meðal þess sem Stundin spurði Kristján er hvað honum finnist almennt um Samherjamálið í Namibíu og af hverju hann hafi sett læk á viðkomandi færslu á Facebook. 

Spurningum ósvarað þrátt fyrir fimm ítrekanir

Stundin hefur sent erindið fimm sinnum til ráðuneytis Kristjáns Þórs og til aðstoðarmanns hans, Gunnars Atla Gunnarssonar, en hefur ekki fengið nein svör við því síðastliðna viku. Þá hefur Stundin gert tilraunir til að ná tali af aðstoðarmanni Kristjáns Þórs í smáskilaboðum, sem og í síma, en án árangurs. 

Eins og Stundin hefur fjallað um er erfitt að skilja „læk“ Kristjáns Þórs við þessa tilteknu færslu með öðrum hætti en að hann sé sammála inntaki hennar um gagnrýnina á RÚV þrátt fyrir að Namibíumál Samherja sé nú til rannsóknar í að minnsta kosti þremur löndum.  

Meðal annars má benda á að Samherji hefur sjálfur túlkað og  lagt merkingu í „læk“ einstakra starfsmanna RÚV í kærum til siðanefndar RÚV vegna umfjöllunar stofnunarinnar um Samherja. Í kæru Samherja til siðanefndar RÚV segir að í „læki“ felist að sá sem „lækar“ sé að segja að hann „tekur þannig undir þær skoðanir sem þar er lýst“. Segja má að þessi skilningur á „læki“ sem Samherji setur þarna fram sé nokkuð útbreidddur meðal fólks almennt séð. 

Á þessari stundu liggur ekki fyrir af hverju Kristján Þór hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar um málið eða hvort hann hyggst gera það yfirhöfuð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár