Dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, telur að réttilega hafi verið staðið að birtingu nýrra laga um fiskeldi í fyrra, jafnvel þó að starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins sem hlutaðist til um lagabirtinguna hafi verið sendur samstundis í leyfi þegar upp komst að hann hafði látið seinka birtingu þeirrra. Þetta kemur fram í svari frá Áslaugu Örnu við fyrirspurn Ingu Sæland, þingmanns Flokks fólksins, sem birt var á vef Alþingis í gær.
Í svari Áslaugar Örnu segir: „Farið var eftir framangreindu verklagi við birtingu þeirra laga sem vísað er til í fyrirspurninni og lögin réttilega birt í Stjórnartíðindum.“
Ósammála um eðli málsins
Miðað við svar Áslaugar Örnu er ráðuneyti hennar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar í grundvallaratriðum ósammála um það hvort eðlilegt hafi verið að þáverandi skrifstofustjóri sjávarútvegs og laxeldis í ráðuneyti Kristjáns Þórs, áðurnefndur Jóhann Guðmundson, hafi að eigin frumkvæði …
Athugasemdir