Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Meirihlutinn gagnrýnir „niðurrifs- og ofbeldishegðun“ Vigdísar

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, kvart­ar áfram yf­ir að skrif­stofu­stjóri sitji fundi sem hún er við­stödd. „Það er ekki sæm­andi borg­ar­full­trúa sem er í valda­stöðu að ráð­ast ít­rek­að að einni mann­eskju,“ seg­ir meiri­hlut­inn.

Meirihlutinn gagnrýnir „niðurrifs- og ofbeldishegðun“ Vigdísar
Vigdís Hauksdóttir Borgarfulltrúinn hefur sagt skrifstofustjóra leggja sig í einelti. Mynd: gunnarsvanberg.com

Meirihlutinn í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sýna eineltistilburði og stunda „niðurrifs- og ofbeldishegðun“. Vigdís hefur ítrekað kvartað yfir því að Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara, sitji sömu fundi og hún. Kvartaði hún á ný á fundi borgarráðs í gær þegar Helga Björg tók sæti með fjarfundarbúnaði undir lið ásamt öðrum starfsmönnum þar hún hafði komið að undirbúningi málsins sem var til umræðu.

„Það er ekki sæmandi borgarfulltrúa sem er í valdastöðu að ráðast ítrekað að einni manneskju sem er eingöngu að sinna starfsskyldum sínum og sem hefur ekki sama aðgang að opinberri umræðu og borgarfulltrúinn,“ segir í bókun meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata á fundi borgarráðs. „Árásir borgarfulltrúans á starfsfólk borgarinnar og áður ríkisins þegar hún gegndi stöðu þingmanns eru henni nú, sem fyrr - til skammar. Virðist eina fyriráætlun borgarfulltrúans vera að grafa undan innviðum borgarinnar sem gengur með öllu gegn hagsmunum borgarbúa.“

Vigdís hefur kvartað til Vinnueftirlitsins vegna málsins, en eineltis- og áreitnisteymi ráðhúss Reykjavíkur hóf að rannsaka kvartanir Helgu Bjargar vegna framgöngu Vigdísar í sinn garð um mitt ár í fyrra. „Þar sem Vigdís Hauksdóttir vildi ekki vinna að því að leiða málið til lykta og svara þeim erindum sem henni bárust var ekki hægt að aðhafast í málinu og því það látið niður falla,“ segir í bókun meirihlutans. „Það að mál sé látið niður falla vegna þess að Vigdís Hauksdóttir var ósamvinnuþýð er af og frá fullnaðarsigur hennar heldur merki um kjarkleysi hennar að horfast í augu við eineltistilburði sína og láta af slíkri niðurrifs- og ofbeldishegðun.“

Skrifstofustjórinn eiga að forðast sig samkvæmt eineltisfræðum

Vigdís svaraði bókuninni með sinni eigin, sagði „eitrað eineltis andrúmsloft“ í ráðhúsinu og að nýir borgarfulltrúar væru fljótir að læra eineltis vinnubrögðin. „Ef einhver fótur væri fyrir einelti af minni hálfu á hendur skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar, þá segja eineltisfræðin að viðkomandi ætti að forðast mig en ekki sækja í að sitja fundi þar sem ég er. Auðvitað lét ég ekki þvæla mér inn í heimatilbúinn, ólöglegan rannsóknarrétt ráðhússins sem stofnaður var mér til höfuðs. Nú gengur meirihlutinn fram með bókun sem inniheldur meiðyrði og miklar ásakanir í minn garð,“ sagði Vigdís.

„[...] sem embættiskona get ég ekki rökrætt við kjörna fulltrúa á opinberum vettvangi“

Helga Björg tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um málið í Facebook færslu í júní. Sagðist hún hafa takmarkaða möguleika á að bregðast við „samfelldri og súrrealískri atburðarás“ síðustu tveggja ára. „Í þessu samhengi er mikilvægt að taka fram að sem embættiskona get ég ekki rökrætt við kjörna fulltrúa á opinberum vettvangi, enda ber mér að vinna með fulltrúum allra flokka og framkvæma ákvarðanir þeirra. Allar mótbárur við ávirðingum kjörinna fulltrúa gætu rofið þann trúnað sem þarf að vera til staðar gagnvart núverandi borgarfulltrúum og borgarfulltrúum framtíðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
2
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár