Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherji gengst við „gagnrýniverðri“ háttsemi í Namibíu en varpar ábyrgðinni á millistjórnendur

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji varp­ar ábyrgð­inni á því „gagn­rýni­verða“ sem gerð­ist í rekstri fé­lags­ins í Namib­íu yf­ir á mill­i­stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins í norsk­um fjöl­miðl­um. Vörn Sam­herja bygg­ir á því að yf­ir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi hafi ekk­ert kom­ið að mútu­greiðsl­un­um í Namib­íu held­ur al­far­ið stjórn­end­urn­ir í Afr­íku.

Samherji gengst við „gagnrýniverðri“ háttsemi í Namibíu en varpar ábyrgðinni á millistjórnendur
Ábyrgð einstakra millistjórnenda Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Afríku, var um hríð framkvæmdastóri starfsemi Samherja í Namibíu. Samherji segir í norsku dagblaði að einstaka starfsmenn Samherja hafi verið ábyrgir fyrir „gagnrýniverðum“ viðskiptaháttum. Tekið skal fram að Aðalsteinn er ekki nafngreindur sem ábyrgur aðili en hann var æðsti stjórnandi Samherja í Afríku.

Útgerðarfélagið Samherji viðurkennir að atriði í rekstri dótturfélaga samstæðunnar í Namibíu hafi verið „gagnrýniverð“ og að félagið geti lært ýmislegt af skýrslu norsku lögmannastofunnar Wikborg Rein um Namibíumálið. Samherji skellir hins vegar skuldinni á því sem miður fór í Namibíu á þá millistjórnendur sem stýrðu rekstrinum þar og fullyrðir að yfirstjórn félagsins á Íslandi hafi ekki vitað eða komið að því að greiða mútur til stjórnmála- og ráðamanna í landinu til að komast yfir hestamakrílskvóta.

Þetta kemur fram í grein um Namibíumálið og rannsókn Wikborg Rein sem birt var í norska blaðinu Dagens Næringsliv í vikunni. 

Samherji stendur vörð um ÞorsteinMálsvörn Samherja gengur út á að Þorsteinn Már Baldvinsson ber engu ábyrgð á mútugreiðslunum í Namibíu.

Engir starfsmenn nafngreindir

Samherji nafngreinir ekki hvaða starfsmenn, eða einstaklingar það eru sem bera ábyrgð á hinni „gagnrýniverðu“ háttsemi en talskona félagsins og ritari forstjórans, Margrét Ólafsdóttur, notar fleirtölu þegar hún svarar spurningum blaðsins. 

Út frá þessu má áætla að vörn Samherja í mútumálinu í Namibíu snúist ekki eingöngu um að reyna að halda því fram að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri dótturfélags Samherja í Namibíu og uppljóstrari í málinu, beri einn ábyrgð á mútugreiðslunum heldur einnig aðrir millistjórnendur hjá félaginu. Aðrir stjórnendur Samherja í Afríku og Namibíu á þessum tíma voru þeir Aðalsteinn Helgason, Ingvar Júlíusson og Egill Helgi Árnason sem tók við framkvæmdastjórastarfinu í Namibíu af Jóhannesi og stýrði henni fram á þetta ár.  Upphaflega reyndi Samherja að halda því fram að Jóhannes einn væri ábyrgur fyrir mútugreiðslunum en þessar greiðslur héldu hins vegar áfram eftir að hann hætti hjá fyrirtækinu og því gekk sú skýring ekki upp. 

Greint var frá mútugreiðslum Samherja í Namibíu í sjónvarpsþættinum Kveik, Stundinni, hjá Al-Jazeera og á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks í nóvember í fyrra.  Rannsókn Wikborg Rein á málinu hefur staðið yfir síðan þá og hafa komið fram ólíkar upplýsingar um hvort til standi að gera rannsóknarskýrsluna opinbera eða ekki. Í grein norska blaðsins kemur fram að ekki standi til að birta skýrsluna opinberlega.

Ábyrgðin Jóhannesar og annarraMálsvörn Samherja virðist vera sú að skella ábyrgðinni á mútugreiðslunum á Jóhannes Stefánsson og aðra millistjórnendur félagsins í Namibíu.

Samherji gengur lengra í Noregi

Í viðtali við norska viðskiptablaðið gengur Samherji lengra í því að gangast við „gagnrýniverðri“ háttsemi innan samstæðunnar en félagið gerði í tilkynningu á íslensku sem félagið sendi frá sér í síðustu viku. Samherji gengur einnig lengra í því að varpa ábyrgðinni á þessari háttsemi yfir á einstaklinga sem störfuðu innan samstæðunnar, jafnvel þó Samherji nafngreini þá ekki.

„Enginn vafi leikur á því að Samherji hefur leyft einstaka starfsmönnum að stýra einstaka dótturfélögum með gagnrýniverðum hætti.“

Orðrétt segir Margrét fyrir hönd forstjóra Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar og Björgólfs Jóhannssonar, í tölvupósti til Dagens Næringsliv:  „Við höfum fengið í hendurnar mjög yfirgripsmikla rannsóknarskýrslu og það er ljóst að í henni er að finna mörg atriði sem hægt er að læra af. Enginn vafi leikur á því að Samherji hefur leyft einstaka starfsmönnum að stýra einstaka dótturfélögum með gagnrýniverðum hætti. Samherji hefur hins vegar ætíð hafnað því að stjórnendur samstæðunnar hafi skipulagt það að tiltekin dótturfélög skyldu gera gagnrýniverða hluti til að komast yfir gæði.“

Í íslensku fréttatilkynningunni um málið var haft eftir Eiríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að útgerðin hafni því að „stjórnendur fyrirtækisins“ hafi lagt á ráðin um „vafasama viðskiptahætti“. Eiríkur hafnar því hins vegar ekki í þeim orðum sem höfð eru eftir honum að „vafasamir viðskiptahættir“ hafi átt sér stað innan samstæðunnar heldur einungis því að æðstu stjórnendur Samherja á Íslandi hafi skipulagt þessar gjörðir sem sagðar eru „gagnrýniverðar“ í norska dagblaðinu.

Orðrétt er haft eftir Eiríki: „Þá ber að undirstrika að Samherji hafnar því alfarið að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtækja þess stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti, í því skyni að ná fram fjárhagslegum ávinningi og mun andmæla kröftuglega frekari ásökunum í þá veru.“

Niðurstaðan virðist því vera sú að Samherji gengst við því að vafasamir hlutir hafi átt sér stað í rekstrinum í Namibíu en að stjórnendurnir á Íslandi beri ekki ábyrgð á þessu heldur einungis millistjórnendurnir í Afríku, þó ekki séu þeir nafngreindir.

Þannig byggist vörn Samherja ekki á því að því að atburðirnir sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, mútugreiðslur upp á vel á annan milljarð króna, hafi ekki átt sér stað heldur einfaldlega að stjórnendur móðurfélagsins á Íslandi hafi ekki vitað þetta eða komið að mútunum með nokkrum hætti. Út frá orðalaginu í norska blaðinu þar sem talið er um ónafngreinda einstaklinga í fleirtölu þá liggur ábyrgðin hjá þeim en ekki Þorsteini Má Baldvinssyni og yfirstjórninni á Íslandi, samkvæmt Samherja. 

Vörnin sem Samherji er með og undirbýr virðist því fyrst og fremst snúast um að verja æðstu stjórn félagsins en ekki millistjórnendurna í Afríku. 

Niðurstöðurnar ekki birtar opinberlegaSamherji hefur ákveðið að birta niðurstöður Wikborg Rein ekki opinberlega en viðurkennir að þar sé margt gagnrýnivert sem félagið geti lært af. Geir Swiggum er talsmaður Wikborg Rein.

Niðurstaða Wikborg Rein virðist afhjúpandi 

Miðað við orðalag Samherja sjálfs eru að minnsta kosti hluti niðurstaðna Wikborg Rein afhjúpandi og óþægilegar fyrir Samherja. Þetta skýrir væntanlega af hverju Samherji hyggst ekki birta skýrsluna eða niðurstöður hennar að sinni. 

Norska blaðið Fiskeribladet hefur meðal annars fjallað um þá ákvörðun Samherja að birta ekki skýrslu eða niðurstöður Wikborg Rein. Norska blaðið reyndi að fá leyfi til að taka viðtal við starfsmenn Wikborg Rein um niðurstöður rannsóknarinnar en fékk ekki heimild til þess frá Samherja, samkvæmt frétt í blaðinu, og vísaði Margrét Ólafsdóttur til þess að veiting upplýsinga um niðurstöðurnar gæti spillt fyrir rannsóknarhagsmunum. 

Norska blaðið spurði einnig að því hvort að Samherji myndi gefa ákæruvaldinu í löndum þar sem málið er til rannsóknar aðgang að skýrslunni en fékk heldur ekki svar við því. 

Þá spurði Fiskeribladet loks að því hvort leyndin sem Samherji héldi um niðurstöður Wikborg Rein benti ekki til að Samherji vildi ekki opinbera upplýsingar sem kunna að „afhjúpa lögbrot“. Þessari spurningu svaraði Samherji ekki samkvæmt Fiskeribladet.

„Við veljum að trúa því að lögfræðiskrifstofan Wikborg Rein hafi skrifað hlutlæga og greinandi skýrslu“

Í leiðara í blaðinu fyrir nokkrum dögum er sú niðurstaða Samherja að halda skýrslu Wikborg Rein leyndri gagnrýnd. Þar segir meðal annars: „Við veljum að trúa því að lögfræðiskrifstofan Wikborg Rein hafi skrifað hlutlæga og greinandi skýrslu, þar sem hvorki lögbrot né lögleg viðskipti eru falin. Svo lengi sem skýrslan er ekki opinbert gagn er það bara Samherji sjálfur sem situr með svarið í fanginu. Eða allt þar til opinberar stofnanir og rannsóknaraðilar komast að sínum niðurstöðum.“

Wikborg Rein getur heldur ekki tekið einhliða ákvörðun um opinbera rannsóknarniðurstöður sínar þar sem Samherji á skýrsluna. Þetta kemur meðal annars fram í máli Geir Swiggum, talsmanns Wikborg Rein, í greininni í Dagens Næringsliv. „Vinnu okkar er lokið samkvæmt beiðni stjórnar Samherja. Það er stjórnin sem tekur ákvörðun um hvernig farið skal með niðurstöður okkar, þar með talið að hversu upplýsingar og niðurstöður skuli gerðar opinberar.“

Í greininni í Fiskeribladet er enn fremur tekið að ekki standi til að Wikborg Rein muni koma að því að gæta hagsmuna Samherja eða einstakra starfsmanna fyrirtækisins í málinu gagnvart ákæruvaldinu eða fyrir dómi, ef til slíks kemur.  Í fréttinni kemur fram að íslenskir lögmenn Samherja muni sjá um þetta. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
5
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
6
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár