Lítur á sig sem listamann frekar en pólitíkus

Jón Gn­arr lít­ur á sjálf­an sig sem sjálf­stætt starf­andi lista­mann, ekki póli­tík­us. En með fram­boði Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er kosn­inga­bar­átt­an orð­in póli­tísk. Gagn­rýni Jóns á Katrínu er hug­mynda­fræði­leg, ekki per­sónu­leg, að sögn Jóns. „Mér lík­ar mjög vel við Katrínu.“

Framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, gerir baráttuna um Bessastaði pólitíska að mati Jóns Gnarr forsetaframbjóðanda. Í þjóðmálaþættinum Pressu á föstudag þar sem frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi í könnunum mættust í fyrsta sinn var Jón meðal annars spurður út í gagnrýni hans á Katrínu. Jón sagði framboð hennar „steikt og absúrd“ í viðtali í hlaðvarpinu Ein pæling og í viðtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði sagði hann framboð Katrínar lýðræðislega umhugsunarvert en kannski líka „algjörlega brilljant“. 

„Ég var bara spurður beint. Hvað finnst þér um það að hún er að bjóða sig fram? Ég sagði mér finnst það skrýtið, mér fannst það skrýtið og mér finnst það smá skrýtið. Ég bara svaraði því einlægt og heiðarlega,“ sagði Jón.  

Með framboði Katrínar var kosningabaráttan mun pólitískari að mati Jóns. „Þetta er orðið svo pólitískt. Fyrst býður Baldur sig fram og hann er prófessor í stjórnmálafræði og hann er mjög pólitískur í sinni tilkynningu. Það eru alls konar pólitískar áherslur sem hann er að kynna þarna. Ég bara, já ókei. Síðan, ég meina, Katrín er bara einn okkar virtasti atvinnupólitíkus. Þegar hún tilkynnir framboð þá átta ég mig á því að þetta er orðið töluvert pólitískara mál heldur en ég hafði…“

 „Það er enginn að neyða þig til að vera hérna“

Helgi Seljan, annar þáttastjórnandi Pressu, greip þá inn í og spurði Jón hvort hann væri ekki í sama flokki og Baldur Þórhallsson var varaþingmaður fyrir á sínum tíma? Jón sagði að það væri langt síðan hann hefði haft afskipti af pólitík. Helgi spurði hvort hann væri ekki enn í Samfylkingunni, en Jón gekk í Samfylkinguna fyrir Alþingiskosningarnar 2017 en tók ekki sæti á lista flokksins.   

Þá var komið að Jóni að grípa fram í. „Abbabbabba. Hérna, sko, síðan erum við hérna, þið eruð með mjög pólitískar og beinskeyttar spurningar. Ekkert talað hér um heyskap eða sjómennsku.“

Helgi benti þá að það hefði verið til umræðu fyrr í þættinum og spurði svo:  „Eigum við að tala um eitthvað annað?“ Þá hló Jón. „Það er enginn að neyða þig til að vera hérna,“ sagði Helgi. 

„Nei, en þið voruð að spyrja mig um gagnrýni mína á Katrínu. Gagnrýni mín á Katrínu var í rauninni hugmyndafræðileg, hún er ekki persónuleg gagnvart henni. Mér líkar mjög vel við Katrínu. Með komu hennar inn í þessa kosningabaráttu verður þetta miklu miklu pólitískara,“ svaraði Jón.  

„En þú lítur ekki á sjálfan þig sem pólitíkus?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson, annar þáttastjórnanda. 

„Ég lít ekki á mig sem pólitíkus. Ég starfa ekki sem pólitíkus, ég er sjálfstætt starfandi listamaður á Íslandi,“ sagði Jón.

„Þú ert ekki hljómsveit, þú ert fjöllistamaður,“ sagði Helgi.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
6
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
7
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár