Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
Dæmdir Shaun Pinner og Aiden Aslin í dómsalnum þar sem þeir á endanum voru dæmdir til dauða. Mynd: Aðsend
Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Talið er að um 4.000 úkraínskir hermenn séu enn í haldi Rússa. Sú tala er þó óstaðfest þar sem hvorki Rússland né Úkraína birta opinberar tölur um stríðsfanga. Þeir fangar sem hafa snúið til baka í fangaskiptum lýsa hörmulegum aðstæðum, víðtækum pyntingum og svelti. Stór fjöldi hefur verið dregin í gegnum kengúru-réttarhöld og verið dæmdir til áratuga fangelsisvistar – jafnvel til dauða.

Sögur af aftökum eru algengar og er helst hægt að vísa í það þegar allt að 65 stríðsfangar létust í sprengjuárás í fangabúðum í Olenivka og þegar slasaðir hermenn voru teknir af lífi þegar Rússar náðu yfir borgina Avdiivka í febrúar 2024.

Um helmingur stríðsfanga sem enn eru í haldi, koma frá borgarvörn Mariupol sem var umkringd í byrjun stríðs og hart barist um svo mánuðum skipti. 

Miðaldra kreppa skilaði honum í stríð

Bretinn Shaun Pinner, er meðal þeirra sem snéri aftur heim í fangaskiptum. „Ég …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Ógæfu fólk þessir Rússa umbjóðendur á Íslandi. Þetta framtak að birta fréttir af sjónarhorni Úkraínu er auðvitað bara dropi af þvi sem þyrfti til að kveða niður Rússa drauganna hér. Við væntum þess flest eðlilega að Kremlar nazistinn Pútin og hjálpar kokkar hans verði jarðsettir sem fyrst og landið öðlist reisn sína aftur. Það mun taka langan langan tíma. Þjóðverjar eru slíkt fordæmi sem sannar það. Þeim tókst það með auðmýkt og viðurkenningu á atburði sem þarf ekki að nefna. Rússum bíður sama verkefni gagnvart Úkraínu og Chechenyu. Megi þeim takast það í nálægri framtíð. Þeir eiga samúð mína líka.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu