Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Enn hinar sönnu ofurhetjur

Á hverj­um degi, oft á dag, keyr­ir sama fólk­ið og Ósk­ar Hall­gríms­son fjall­aði um fyr­ir tveim­ur ár­um inn á hættu­svæði, gjarn­an á með­an skot­hríð stend­ur yf­ir. Fólk­ið, sem Ósk­ar kall­ar hinar sönnu of­ur­hetj­ur, kem­ur Úkraínu­mönn­um í erf­ið­um að­stæð­um í skjól dag eft­ir dag og er ekki út­lit fyr­ir að það geti hvílst í bráð.

Ég kom fyrst til Kramatorsk í byrjun ágúst árið 2022.

Þá upplifði ég stríðið af alvöru í fyrsta skipti, með hópi manna klæddum gráum fötum og brynvörðum vestum. Þeir óku með mig inn í borgina Soledar til að reyna eftir fremsta megni að bjarga almennum borgurum áður en Rússar náðu að leggja borgina endanlega í rúst.

20 mínútur, hugsaði ég, við höfum 20 mínútur.

Bera kennsl á → Miða út hnit → Senda hnit til stórskotaliðs → Hlaða → Skjóta → Lenda.

Stundum lengur, stundum skemur, en þumalputtareglan var þá að vera aldrei lengur en 20 mínútur á sama stað.

Í einni ferðinni inn í borgina seinkaði okkur um 20 mínútur er við rákumst á mæðgin. Sonurinn virtist vera um þrítugt og var með höndina í fatla gerðum úr eldhúsklút. Blóðugar servéttur voru límdar yfir sár á öxlinni.

Undir servéttunum blasti við tommustórt sár. Það náði niður í beran …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár