Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Hreint helvíti“ í kjölfar stórflóðs

Íbú­ar Kher­son í Úkraínu glíma enn við skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar stór­flóðs sem varð þeg­ar Rúss­ar sprengdu upp stíflu borg­ar­inn­ar. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar lýsa breytt­um veru­leika: því hvernig ein­býl­is­hús breytt­ist í bruna­rúst­ir, bú­setu í bráða­birgða­skýli, svefni á dýnu frá sjálf­boða­lið­um.

Tæp tvö ár eru liðin síðan hersveitir Úkraínu keyrðu inn í Kherson-fylki hratt á hæla hersveita Rússa og hröktu þær úr héraðinu. Þar mættu þær brosandi íbúum í þúsundatali sem fögnuðu hástöfum frelsi úr grimmri hersetunni.

Heimamenn í Kherson hafa sannarlega lifað tímana tvenna í gegnum þetta hörmulega stríð. Fyrst innrás og hersetu, síðan hægfara eyðileggingu úr lofti, svo í júní 2023 stórflóð þegar Rússar sprengdu upp Kakhovka-stífluna með þeim afleiðingum að vatn flæddi yfir 620 ferkílómetra og olli þar stærstu náttúruspjöllum í Evrópu síðan í Tsjernobyl-kjarnorkuslysinu.

Það er erfitt að gera sér í hugarlund hve yfirþyrmandi umhverfisspillingin í kjölfar árásarinnar var. Alls 18 rúmkílómetrar af vatni, sem áður voru í lóni Kakhovka-stíflunnar, flæddu yfir um 37.000 heimili, alls 80 þorp og byggðarkjarna, sem og aðra mikilvæga innviði í fylkinu.

BorginKherson-borg hefur síðan hún var frelsuð fyrir tæpum tveimur árum síðan brotnað hægt og rólega niður. Hver byggingin á …
Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stans­laus leik­ur katt­ar­ins að mús­inni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.
Landið sem krabbameinslæknarnir yfirgáfu
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

Land­ið sem krabba­meins­lækn­arn­ir yf­ir­gáfu

Tal­ið er að um 80 pró­sent allra krabba­meins­lækna hafi yf­ir­gef­ið Úkraínu eft­ir að Rúss­ar réð­ust inn í land­ið, þótt marg­ir þeirra hafi síð­an snú­ið aft­ur. Það hæg­ir þó ekk­ert á krabba­meinstil­fell­un­um sem grein­ast. Þau eru um 160 þús­und á ári. Upp úr þess­um að­stæð­um spruttu sam­tök­in Missi­on Kharkiv sem beita ný­stár­leg­um að­ferð­um, og stærð­fræði, til að koma lyfj­um og nauð­syn­leg­um birgð­um til þurfandi sjúk­linga.
Ef helvíti er að finna á jörðu, þá er það líklega hér
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

Ef hel­víti er að finna á jörðu, þá er það lík­lega hér

Stríði er oft lýst sem miklu magni af leiði­gjörn­um klukku­tím­um, með augna­blik­um af hreinni skelf­ingu stráð á milli. Það er vissu­lega til­fell­ið hjá þeim sem manna sjúkra­bíl­ana hjá þriðju árás­ar­deild úkraínska hers­ins þar sem bráðalið­inn er inn­an­húss­arkitékt sem hann­aði að­al­lega eld­hús og her­lækn­ir­inn dýra­lækn­ir. Ósk­ar Hall­gríms­son er á vett­vangi stríðs­ins í Úkraínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár