Þorgerður í Kænugarði: Sorgleg en hvetjandi heimsókn

„Úkraínu­menn hafa fórn­að sér svo að aðr­ir geti hald­ið rétt­ind­um sín­um og frelsi,“ sagði Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir í Kænu­garði í dag. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.

Þorgerður í Kænugarði: Sorgleg en hvetjandi heimsókn
Ráðherrarnir Þorgerður Katrín Gunnardóttir utanríkisráðherra ásamt embættisbróðirhennar í Úkraínu, Andrii Sybiha, á blaðamannafundi í Utanríkisráðuneytinu í Kænugarði. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Úkraínu í sinni fyrstu opinberu heimsókn, aðeins tveimur vikum eftir að hún tók við embætti.

Á blaðamannafundi í utanríkisráðuneyti Úkraínu sagði hún að fyrsta símtalið sem hún hafi hringt sem nýr ráðherra hafi verið til kollega hennar, utanríkisráðherra Úkraínu, Andrii Sybiha. Hún bætti því við að fyrsta opinbera heimsókn hennar í nýja hlutverkinu skyldi vera til Úkraínu.

Samband þjóðanna hefur styrkst frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þessi tengsl hafa meðal annars sést í því að Ísland tók á móti forseta Úkraínu í október síðastliðnum fyrir leiðtogafund Norðurlanda og Úkraínu.

Þorgerður segir ætlun heimsóknarinnar að sýna Úkraínumönnum að Ísland standi fyllilega með þeim. Íslendingar ætli sér að veita Úkraínumönnum áfram pólitískan og haldbæran stuðning; meðal annars mannúðaraðstoð, fjárhagslegan stuðning og stuðning við varnarmál. Þetta muni vara eins lengi og þörf krefji.

„Við dáumst að eindrægni og seiglu ykkar í baráttunni fyrir frelsi og fullveldi,“ sagði Þorgerður Katrín á fundinum.

FlaggaðÍslenska og úkraínska fánanum flaggað ásamt fána Evrópusambandsins.

Úkraínumenn hafi fórnað sér

Fyrr um morguninn heimsótti hún stórt hitaver sem hafði verið gjöreyðilagt í árás frá Rússum. Hún lagði einnig blóm við minningarvegginn sem umlykur St. Micheals klaustrið í Kænugarði, þar sem myndir eru af þeim sem hafa fallið við að verja landið gegn innrás Rússa.

„Heimsóknin var bæði virkilega sorgleg og hvetjandi. Úkraínumenn hafa fórnað sér svo að aðrir geti haldið réttindum sínum og frelsi – ekki aðeins til að losna undan árásargjörnum einræðisherra í nágrenninu heldur einnig fyrir mannréttindi og grunnfrelsi, sem sum okkar telja sjálfsögð,“ sagði Þorgerður. 

Danska kerfið

Hún bætti því við að Ísland muni áfram nota rödd sína til stuðnings Úkraínu og veita landinu stuðning, meðal annars við hreinsun jarðsprengja, styrkingu orkuinnviða og með beinum stuðningi við úkraínskan vopnaiðnað. Hún bætti við að ráðherrarnir hefðu rætt að nýta hið svokallaða „danska kerfi“ í því samhengi.

Grimmileg brot Rússlands á sáttmála Sameinuðu þjóðanna skapa alvarleg vandamál fyrir alþjóðasamfélagið. Við verðum að tryggja að Rússland nái ekki sínu fram með algerum brotum á alþjóðalögum. Alþjóðleg kerfi og sameiginleg gildi um frelsi, lýðræði og réttarríki eru í húfi.

Þorgerður segir að hún skilji þrá Úkraínumanna eftir friði, en undirstrikar að það verði að vera réttlátur friður sem tryggir varanleika og byggist á sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Hún þakkaði fyrir virkilega hlýjar móttökur í Kænugarði og lagði áherslu á áætlanir sínar um áframhaldandi samstarf milli þjóðanna.

Þegar blaðamaður Heimildarinnar spurði utanríkisráðherra hvort hún myndi halda áfram með loforðið úr frumvarpi forvera hennar, Bjarna Benediktssonar, um árlegan stuðning frá Íslandi upp á fjóra milljarða til Úkraínu og hvort ríkisstjórnin ætlaði að auka framlagið á einhvern hátt, og ef svo, hvernig það yrði gert, sagði Þorgerður:

„Við munum svo sannarlega standa við þau loforð. Eftir samtal okkar [ráðherranna tveggja] nefndi hún nokkrar aðrar hugmyndir um beinan stuðning við Úkraínu, eins og að kaupa korn fyrir matvæli og senda það meðal annars til Sýrlands. Þetta er ein af mörgum hugmyndum sem verða teknar með heim, og ef við getum fundið fleiri leiðir til að styðja Úkraínu, þá munum við gera það.“

Klár í að styðja við vopnaframleiðslu

Úkraínskur blaðamaður frá sjónvarpsstöðinni Vmedia spurði Þorgerði um hernaðarstuðning og hvort Ísland væri tilbúið að kaupa vopn eða styðja við innlenda vopnaframleiðslu í Úkraínu.

Hún svaraði játandi og sagði að hún og embættisbróðir hennar hefðu rætt að Ísland myndi áfram fjármagna og fjárfesta í innlendum vopnaiðnaði í Úkraínu, meðal annars með því að nýta hið svokallaða „danska kerfi.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stans­laus leik­ur katt­ar­ins að mús­inni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár