Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Olíuvinir“ auglýsa að vörur sínar hjálpi „þegar plága gengur yfir“

Sölu­að­il­ar Young Li­ving á Ís­landi ýja að því á sam­fé­lags­miðl­um að vör­ur sín­ar hjálpi gegn COVID-19. Fyr­ir­tæk­ið er um­deilt og sæt­ir hóp­mál­sókn fyr­ir píra­mída­s­vindl.

„Olíuvinir“ auglýsa að vörur sínar hjálpi „þegar plága gengur yfir“
Young Living olíur Íslenskir söluaðilar hafa undanfarið markaðssett ilmolíur í samhengi við heimsfaraldurinn.

Íslendingar í sölukeðju fyrirtækisins Young Living auglýsa nú vörur sínar í samhengi við útbreiðslu COVID-19 veirunnar á Íslandi. Söluaðilar segja að vörurnar hafi gefið „góða raun í Svarta Dauða hér um árið“, reynist vel „þegar að plága gengur yfir“ og gagnist ónæmiskerfinu „á þessum síðustu og verstu“.

Stundin hefur áður fjallað um Young Living, sem er umdeilt bandarískt fyrirtæki sem selur ilmkjarnaolíur í óljósum læknisfræðilegum tilgangi. Fyrirtækið stundar svokallaða tengslamarkaðssetningu (e. multi-level marketing), sem fer að miklu leyti fram á samfélagsmiðlum, og sætir hópmálsókn í Bandaríkjunum fyrir að vera milljarða dollara píramídasvindl sem nær allir þátttakendur tapi pening á.

Varað við markaðssetningunni

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur áður varað við þeim aðferðum sem dreifingaraðilar nota til að selja olíurnar, meðal annars með yfirlýsingum um að þær gætu læknað Ebóla-smit, Parkinson’s sjúkdóminn, einhverfu, krabbamein, elliglöp og MS sjúkdóminn. Stjórnendur hópsins „Olíuvinir“ fyrir íslenska dreifingaraðila á Facebook leggja áherslu á að meðlimir lofi engu um að olíurnar lækni sjúkdóma. „Athugið að notkun á hugtökum um lækningu eða sjúkdóma skal algjörlega forðast,“ segir í lýsingu á hópnum. „Hjálpumst öll að við að gera umræðuna sem mest á heilsu og vellíðunar stigi.“

Engu að síður auglýsa nú margir íslenskir dreifingaraðilar vörurnar í samhengi við faraldurinn sem gengur yfir á heimsvísu.

„Á þessum síðustu og verstu er full ástæða til að vekja athygli á Thieves vörunum frá Young Living,“ segir á sölusíðunni Einstakar olíur. „Nokkrir hafa bankað upp á í skilaboðum hjá mér undanfarna daga og viljað kaupa Thieves olíu - skiljanlega, þar sem Thieves er sú blanda sem gaf góða raun í Svarta Dauða hér um árið,“ segir í annarri færslu.

„Thieves er sú blanda sem gaf góða raun í Svarta Dauða hér um árið“

„Hins vegar er Thieves ekki lagervara þessa dagana, heldur hefur Young Living tæpast undan að framleiða Thieves og aðrar Thieves tengdar vörur s.s. handsprittið (gelið). Að sjálfsögðu sitja tryggir viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir þegar eitthvað kemur á lager. En örvæntið ekki: það er til fullkomin leið til að eignast Thieves olíuna, því hún er alltaf til sem hluti af premium startkittinu. Ef þú kaupir pakkann, þá ertu jafnframt orðin(n) skráður viðskiptavinur hjá Young Living - og pantar úr vefversluninni þeirra á 24% heildsöluafslætti.“

Forsenda er kaup fyrir 170 þúsund krónur

Ekki er tekið fram að slíkir viðskiptavinir þurfa að kaupa vörur fyrir um 100 dollara á mánuði, eða tæpar 170 þúsund krónur árlega, til að missa ekki stöðu sína í keðjunni og möguleikann á þóknun vegna innkaupa þeirra sem eru neðar í keðjunni.

Lilja Dhara Oddsdóttir, stofnandi Heilsumeistaraskólans, hefur keypt vörurnar í tvo áratugi og er ofarlega í keðju Young Living, með marga Íslendinga „í undirlínunni“ eins og það er kallað. „Þú vilt byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní - hugsa vel um heilsuna og ónæmiskerfið ALLTAF - ekki að gera það seinna, eða þegar að plága gengur yfir!“ skrifar hún á Facebook til að auglýsa olíurnar. „Just saying....“

„Ég ætla að segja þér hvernig þú getur, á auðveldan og einfaldan hátt, styrkt ónæmiskerfið þitt og innbyggðar varnir líkamans“

Einn söluaðili, síðan Hið nýja líf, auglýsir netnámskeið um styrkingu ónæmiskerfisins. „Flestir vírusar eru meinlausir, þeir búa í okkur, á okkur og þeir eru alls staðar í kringum okkur, þeir eru hluti af tilverunni okkar, alltaf,“ segir í kynningu á námskeiðinu. „En svo eru vírusar sem hafa áhrif á okkur, valda okkur veikindum og taka jafnvel líf. Af þeim vírusum eru sumir mjög smitandi, eins og Kórónu vírusinn, sem nú herjar um heim allan. Flestir fá væg einkenni, en ef ónæmiskerfið er ekki öflugt, þá ertu viðkvæmari fyrir þeim vírusum, sem ekki eru skaðlausir. Það besta sem þú getur gert, er að gera allt sem í þínu valdi stendur, til þess að efla ónæmiskerfið þitt og styrkja það, ég ætla að segja þér hvernig þú getur, á auðveldan og einfaldan hátt, styrkt ónæmiskerfið þitt og innbyggðar varnir líkamans.“

Loforð sögð „ekkert nema skýjaborgir“

Á Íslandi er óheimilt að reka fyrirtæki með þrepaskiptri tengslamarkaðssetningu, þó að eftir því sem Stundin hefur komist næst hafi opinberir aðilar ekki gert athugasemdir við starfsemi Young Living hérlendis. Í reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir er sérstaklega fjallað um að óréttmætt sé „að stofna, reka eða kynna píramídafyrirkomulag þar sem neytandinn á kost á þóknun sem er aðallega tilkomin fyrir að fá aðra til liðs við kerfið í stað þess að að selja eða neyta vörunnar.“

Fyrirkomulagið óheimilt á ÍslandiÍ reglum um viðskiptahætti segir að óréttmætt sé „að stofna, reka eða kynna píramídafyrirkomulag þar sem neytandinn á kost á þóknun sem er aðallega tilkomin fyrir að fá aðra til liðs við kerfið í stað þess að að selja eða neyta vörunnar.“ Hjá Young Living er krafist innkaupa fyrir 150 þúsund krónur á ári, ef meðlimur vill eiga kost á slíkri þóknun.

Hópmálsóknin gegn Young Living í Bandaríkjunum er á grundvelli RICO laganna svokölluðu, sem upphaflega voru sett til að ná til höfuðpaura glæpasamtaka og mafíufjölskyldna. Síðar hafa þau verið notuð í víðari skilningi gegn stjórnendum fyrirtækja og félaga vegna gjörða undirmanna þeirra sem þeir fyrirskipuðu.

„Í raun er Young Living ekkert annað en samtök í ætt við sértrúarsöfnuð sem predika hið falska og síhverfula loforð um fjárhagslega velmegun og annars konar lífsstíl,“ segir í stefnunni. „Young Living segir meðlimum sínum ranglega að þátttaka, sem krefst reglulegra mánaðarlegra greiðslna, muni skila sér í andlegum og veraldlegum gæðum, svo framarlega sem þeir haldi áfram að lokka að nýja meðlimi í Young Living fjölskylduna. En það loforð er ekkert nema skýjaborgir fyrir milljónir meðlima Young Living. Í raun hafa hinir stefndu ekki gert annað en að skapa ólöglegt píramídasvindl og hornsteinninn er áhersla Young Living á að fá nýja meðlimi umfram það að selja vörur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár