Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir stjórnvöld þurfa að tryggja tekjur allra landsmanna

Ólaf­ur Mar­geirs­son seg­ir betra að stjórn­völd lofi miklu strax til að koma í veg fyr­ir að efna­hags­áfall­ið vegna COVID-19 smit­ist yf­ir í fjár­mála­kerf­ið.

Segir stjórnvöld þurfa að tryggja tekjur allra landsmanna
Ólafur Margeirsson Doktor í hagfræði segir áfallið verða öðruvísi en í hruninu 2008.

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir að stjórnvöld ættu þegar í stað að lofa því að tryggja tekjur allra Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. „Það er betra að lofa miklu og bakka svo með það, frekar en að lofa ekki nægilega miklu og þurfa síðan að stækka það,“ segir hann.

Stjórnarfrumvarp þess efnis að ríkissjóður greiði tímabundið laun þeirra sem sæta þurfa sóttkví liggur nú fyrir Alþingi. Stjórnvöld víða í Evrópu og í Bandaríkjunum hafa nú til skoðunar aðgerðir af þessum toga, allt frá því að greiða laun fólk sem vinnur heima til hugmynda um tímabundin borgaralaun handa öllum. Óttast er að sum fyrirtæki séu ekki í stakk búin til að lifa af höggið vegna samkomubanna og minni umsvifa. „Hið opinbera vill vera pottþétt á því að fólk geti borgað leiguna sína, reikninga af hita og rafmagni, íbúðalánin og svo framvegis,“ segir Ólafur. „Yfirlýsing þess efnis að tekjur fólks séu tryggðar gæti stoppað það að fólk örvænti.“

Ólafur minnir á að stjórnvöld hafi tryggt innstæður almennings í bönkum í hruninu 2008, en að nú ætti að byrja á hinum endanum og tryggja tekjur. Þetta þurfi að gera því ástandið nú sé öðruvísi en þá. „Þá varð fjármálaáfall sem varð að áfalli í raunhagkerfinu,“ segir hann. „Núna erum við að tala um áfall í raunhagkerfinu sem fer yfir í bankakerfið ef það er ekki stoppað. Þess vegna eru seðlabankar og ríkissjóðir í Evrópu á fullu að grípa það sem grípa verður.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að halli á ríkissjóði verði minnst 100 milljarðar í ár, meðal annars vegna kostnaðar við aðgerðir til að sporna við ástandinu. „Varðandi það að fjármagna þetta, þá er það afskaplega einfalt því Ísland er með eigin mynt,“ segir Ólafur. „Málið er ekki að horfa á einhverja tölu núna, heldur sjá til þess að fólk hafi tekjur og að áfallið sem á sér stað núna í raunhagkerfinu smitist ekki yfir í fjármálakerfið. Blessunarlega er fjármálakerfið á Íslandi miklu sterkara nú en það var fyrir 12 árum og er í öfundsverðri stöðu miðað við lönd í Evrópu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár