Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir stjórnvöld þurfa að tryggja tekjur allra landsmanna

Ólaf­ur Mar­geirs­son seg­ir betra að stjórn­völd lofi miklu strax til að koma í veg fyr­ir að efna­hags­áfall­ið vegna COVID-19 smit­ist yf­ir í fjár­mála­kerf­ið.

Segir stjórnvöld þurfa að tryggja tekjur allra landsmanna
Ólafur Margeirsson Doktor í hagfræði segir áfallið verða öðruvísi en í hruninu 2008.

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir að stjórnvöld ættu þegar í stað að lofa því að tryggja tekjur allra Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. „Það er betra að lofa miklu og bakka svo með það, frekar en að lofa ekki nægilega miklu og þurfa síðan að stækka það,“ segir hann.

Stjórnarfrumvarp þess efnis að ríkissjóður greiði tímabundið laun þeirra sem sæta þurfa sóttkví liggur nú fyrir Alþingi. Stjórnvöld víða í Evrópu og í Bandaríkjunum hafa nú til skoðunar aðgerðir af þessum toga, allt frá því að greiða laun fólk sem vinnur heima til hugmynda um tímabundin borgaralaun handa öllum. Óttast er að sum fyrirtæki séu ekki í stakk búin til að lifa af höggið vegna samkomubanna og minni umsvifa. „Hið opinbera vill vera pottþétt á því að fólk geti borgað leiguna sína, reikninga af hita og rafmagni, íbúðalánin og svo framvegis,“ segir Ólafur. „Yfirlýsing þess efnis að tekjur fólks séu tryggðar gæti stoppað það að fólk örvænti.“

Ólafur minnir á að stjórnvöld hafi tryggt innstæður almennings í bönkum í hruninu 2008, en að nú ætti að byrja á hinum endanum og tryggja tekjur. Þetta þurfi að gera því ástandið nú sé öðruvísi en þá. „Þá varð fjármálaáfall sem varð að áfalli í raunhagkerfinu,“ segir hann. „Núna erum við að tala um áfall í raunhagkerfinu sem fer yfir í bankakerfið ef það er ekki stoppað. Þess vegna eru seðlabankar og ríkissjóðir í Evrópu á fullu að grípa það sem grípa verður.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að halli á ríkissjóði verði minnst 100 milljarðar í ár, meðal annars vegna kostnaðar við aðgerðir til að sporna við ástandinu. „Varðandi það að fjármagna þetta, þá er það afskaplega einfalt því Ísland er með eigin mynt,“ segir Ólafur. „Málið er ekki að horfa á einhverja tölu núna, heldur sjá til þess að fólk hafi tekjur og að áfallið sem á sér stað núna í raunhagkerfinu smitist ekki yfir í fjármálakerfið. Blessunarlega er fjármálakerfið á Íslandi miklu sterkara nú en það var fyrir 12 árum og er í öfundsverðri stöðu miðað við lönd í Evrópu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
6
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár