Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir stjórnvöld þurfa að tryggja tekjur allra landsmanna

Ólaf­ur Mar­geirs­son seg­ir betra að stjórn­völd lofi miklu strax til að koma í veg fyr­ir að efna­hags­áfall­ið vegna COVID-19 smit­ist yf­ir í fjár­mála­kerf­ið.

Segir stjórnvöld þurfa að tryggja tekjur allra landsmanna
Ólafur Margeirsson Doktor í hagfræði segir áfallið verða öðruvísi en í hruninu 2008.

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir að stjórnvöld ættu þegar í stað að lofa því að tryggja tekjur allra Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. „Það er betra að lofa miklu og bakka svo með það, frekar en að lofa ekki nægilega miklu og þurfa síðan að stækka það,“ segir hann.

Stjórnarfrumvarp þess efnis að ríkissjóður greiði tímabundið laun þeirra sem sæta þurfa sóttkví liggur nú fyrir Alþingi. Stjórnvöld víða í Evrópu og í Bandaríkjunum hafa nú til skoðunar aðgerðir af þessum toga, allt frá því að greiða laun fólk sem vinnur heima til hugmynda um tímabundin borgaralaun handa öllum. Óttast er að sum fyrirtæki séu ekki í stakk búin til að lifa af höggið vegna samkomubanna og minni umsvifa. „Hið opinbera vill vera pottþétt á því að fólk geti borgað leiguna sína, reikninga af hita og rafmagni, íbúðalánin og svo framvegis,“ segir Ólafur. „Yfirlýsing þess efnis að tekjur fólks séu tryggðar gæti stoppað það að fólk örvænti.“

Ólafur minnir á að stjórnvöld hafi tryggt innstæður almennings í bönkum í hruninu 2008, en að nú ætti að byrja á hinum endanum og tryggja tekjur. Þetta þurfi að gera því ástandið nú sé öðruvísi en þá. „Þá varð fjármálaáfall sem varð að áfalli í raunhagkerfinu,“ segir hann. „Núna erum við að tala um áfall í raunhagkerfinu sem fer yfir í bankakerfið ef það er ekki stoppað. Þess vegna eru seðlabankar og ríkissjóðir í Evrópu á fullu að grípa það sem grípa verður.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að halli á ríkissjóði verði minnst 100 milljarðar í ár, meðal annars vegna kostnaðar við aðgerðir til að sporna við ástandinu. „Varðandi það að fjármagna þetta, þá er það afskaplega einfalt því Ísland er með eigin mynt,“ segir Ólafur. „Málið er ekki að horfa á einhverja tölu núna, heldur sjá til þess að fólk hafi tekjur og að áfallið sem á sér stað núna í raunhagkerfinu smitist ekki yfir í fjármálakerfið. Blessunarlega er fjármálakerfið á Íslandi miklu sterkara nú en það var fyrir 12 árum og er í öfundsverðri stöðu miðað við lönd í Evrópu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár