Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, veitti sitt fyrsta lengra viðtal um Samherjamálið í Namibíu þann 14. desember síðastliðinn. Viðtalið var birt í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv sem fjallað hefur mikið um Samherjamálið og notkun fyrirtækisins á reikningum í DNB-bankanum í Noregi.
Í viðtalinu neitaði Björgólfur því meðal annars að Samherji hefði greitt mútur til embættis- og ráðamanna í Namibíu til að komast yfir hestamakrílskvóta í landinu á árunum 2012 til 2019. Þá sagði hann að Samherji hefði mögulega bara verið að greiða áhrifamönnunum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi í Namibíu grunaðir um mútuþægni og fleiri brot, fyrir ráðgjafarþjónustu eða að Samherji hafi bara einfaldlega verið að kaupa kvóta af þeim.
Tekið skal fram að í viðtalinu gerir Björgólfur fyrirvara um vitneskju sína um mútugreiðslurnar, líkt og hann viti ekki sjálfur hvað er satt í málinu.
Björgólfur notar orðalag eins og að hann „haldi ekki“ að greiddar hafi verið mútur og …
Athugasemdir