Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ayahuasca-athafnir æ vinsælli á Íslandi: „Þetta brýtur á þér heilann“

Stund­in ræddi við fólk sem sótt hef­ur at­hafn­ir á Ís­landi þar sem hug­víkk­andi efn­is frá Suð­ur-Am­er­íku er neytt. Tug­ir manns koma sam­an und­ir hand­leiðslu er­lends „sham­an“ sem leið­ir þau í gegn­um reynsl­una sem er lík­am­lega og and­lega krefj­andi. Við­mæl­end­ur lýsa upp­lif­un­inni sem dauða og end­ur­fæð­ingu sem gjör­breyti raun­veru­leik­an­um, en var­að er við því að þau geti ver­ið hættu­leg.

Ayahuasca-athafnir æ vinsælli á Íslandi: „Þetta brýtur á þér heilann“
Shaman að störfum Ayahuasca athafnir fela í sér ýmis konar helgisiði, lifandi tónlist og stuðning fyrir viðstadda. Mynd: Shutterstock

Fjöldi Íslendinga hefur sótt sérstakar athafnir í dreifbýli Íslands, flestir þeirra með það að markmiði að vinna úr andlegum hugðarefnum, sorg, áföllum, þunglyndi eða fíkn. Athafnirnar fara fram undir leiðsögn erlendra seiðkarla og -kvenna og við þær er drukkið hugvíkkandi seyðið ayahuasca sem á rætur sínar að rekja til Suður-Ameríku. Varað er við því að efnin geti valdið „sturlunareinkennum, krömpum og hjartaáfalli“, svo dæmi séu tekin um afleiðingarnar sem efnin geta valdið. 

Eftir því sem Stundin kemst næst njóta athafnirnar mikilla vinsælda og nemur fjöldi þeirra sem hafa sótt þær hérlendis jafnvel hundruðum. Þær eru þó ekki auglýstar opinberlega þar sem virka efnið í seyðinu, dimethyltryptamine, sem oftast er kallað DMT, er bannað samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Virðast flestir sem sækja þær komast á snoðir um þær vegna frásagna sem berast manna á milli. Hvorki lögreglu- né heilbrigðisyfirvöld hérlendis virðast þó hafa miklar upplýsingar um neyslu ayahuasca og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Andleg málefni

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár