Fjöldi Íslendinga hefur sótt sérstakar athafnir í dreifbýli Íslands, flestir þeirra með það að markmiði að vinna úr andlegum hugðarefnum, sorg, áföllum, þunglyndi eða fíkn. Athafnirnar fara fram undir leiðsögn erlendra seiðkarla og -kvenna og við þær er drukkið hugvíkkandi seyðið ayahuasca sem á rætur sínar að rekja til Suður-Ameríku. Varað er við því að efnin geti valdið „sturlunareinkennum, krömpum og hjartaáfalli“, svo dæmi séu tekin um afleiðingarnar sem efnin geta valdið.
Eftir því sem Stundin kemst næst njóta athafnirnar mikilla vinsælda og nemur fjöldi þeirra sem hafa sótt þær hérlendis jafnvel hundruðum. Þær eru þó ekki auglýstar opinberlega þar sem virka efnið í seyðinu, dimethyltryptamine, sem oftast er kallað DMT, er bannað samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Virðast flestir sem sækja þær komast á snoðir um þær vegna frásagna sem berast manna á milli. Hvorki lögreglu- né heilbrigðisyfirvöld hérlendis virðast þó hafa miklar upplýsingar um neyslu ayahuasca og …
Athugasemdir