Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hópur sálfræðinga og geðlækna segir Trump óhæfan í embætti

Í opnu bréfi lýs­ir hóp­ur sér­fræð­inga þung­um áhyggj­um af and­legu ástandi Don­ald Trumps. Geð hans sé svo óstöð­ugt að hann ætti hrein­lega ekki að gegna valda­mesta embætti heims.

Hópur sálfræðinga og geðlækna segir Trump óhæfan í embætti

Í opnu bréfi sem 33 bandarískir geðlæknar, sálfræðingar og félagsráðgjafar skrifuðu er varað við því að andlegt ástand Donalds Trump, forseta landsins, sé þannig að hann sé „ófær að gegna embætti forseta á öruggan máta“. Sögðu sérfræðingarnir að hegðun Trumps og orðanotkun „bendi til þess að hann sé ófær um að finna til samkenndar með fólki.“

Í bréfinu, sem séfræðingarnir sendu til New York Times, kemur einnig fram að sú hegðun forsetans að „bjaga raunveruleikann“ til þess að hann komi heim og saman við „goðsagnakenndar hugmyndir hans um eigin mikilfengleik“, auk tilhneigingar til þess að ráðast á þá sem andmæla honum með staðreyndum, sé líkleg til þess að magnast upp eftir að hann tekur við völdum.

Ástæðan fyrir því að sérfræðingarnir hafa ekki tjáð sig fyrr er sögð vera hluti af siðareglum samtaka geðlækna í Bandaríkjunum, hin svokallaða Goldwater-regla. Þar er hvatt til þess að geðlæknar gefi ekki faglegt álit sitt á opinberum einstaklingi sem þeir hafa ekki rannsakað persónulega.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Andleg málefni

Ayahuasca-athafnir æ vinsælli á Íslandi: „Þetta brýtur á þér heilann“
ÚttektAndleg málefni

Aya­huasca-at­hafn­ir æ vin­sælli á Ís­landi: „Þetta brýt­ur á þér heil­ann“

Stund­in ræddi við fólk sem sótt hef­ur at­hafn­ir á Ís­landi þar sem hug­víkk­andi efn­is frá Suð­ur-Am­er­íku er neytt. Tug­ir manns koma sam­an und­ir hand­leiðslu er­lends „sham­an“ sem leið­ir þau í gegn­um reynsl­una sem er lík­am­lega og and­lega krefj­andi. Við­mæl­end­ur lýsa upp­lif­un­inni sem dauða og end­ur­fæð­ingu sem gjör­breyti raun­veru­leik­an­um, en var­að er við því að þau geti ver­ið hættu­leg.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár