„Ég hélt að ég væri að deyja og var send með sjúkrabíl á braðamóttöku,“ segir Ásdís Olsen, um aðdraganda þess að hún sneri sér að núvitund, eða mindfulness.
Án þess að vera meðvituð um það var Ásdís með undirliggjandi kvíða sem braust fram. „Það reyndist ekkert vera að mér líkamlega heldur var hugurinn að leika mig grátt. Ég starfaði sem háskólakennari á þessum tíma, með lífsleikni sem sérgrein en var síður en svo lífsleikin. Ég vissi í raun ekki hvernig hugurinn starfar, hvað stýrir upplifun minni, líðan og viðbrögðum. Með því að læra núvitund rann upp fyrir mér ljós og það er óhætt að segja að núvitund hafi gjörbreytti líðan minni og lífi,“ segir Ásdís Olsen sem starfar nú við að kenna Íslendingum núvitund, eða „mindfulness“, til að finna hugarró og sátt með sjálfvitund, komast í jafnvægi og öðlast lífshamingju.
Athugasemdir