Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hættu að vera dólgur í umferðinni

Ás­dís Ol­sen kenn­ir fólki nú­vit­und eða mind­ful­ness. Sjálf til­eink­aði hún sér þessa tækni eft­ir að hafa feng­ið kvíðakast og leit­að á bráða­mót­töku. Nú­vit­und skap­ar hug­ar­ró og ger­ir fólk fært að njóta augna­bliks­ins. Að­ferð­in hef­ur bjarg­að fólki úr sál­ar­háska og gert fólk að um­burð­ar­lynd­ari öku­mönn­um.

Hættu að vera dólgur í umferðinni
Handleiðsla Ásdís Olsen hjálpar fólki að ná jafnvægi í lífinu með því að kenna því núvitund. Aðferðin hefur hjálpað fjölmörgum til að öðlast hugarró. Sjálf bjargaði hún sér frá kvíða með því að nota mindfulness. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hélt að ég væri að deyja og var send með sjúkrabíl á braðamóttöku,“ segir Ásdís Olsen, um aðdraganda þess að hún sneri sér að núvitund, eða mindfulness.

Án þess að vera meðvituð um það var Ásdís með undirliggjandi kvíða sem braust fram. „Það reyndist ekkert vera að mér líkamlega heldur var hugurinn að leika mig grátt. Ég starfaði sem háskólakennari á þessum tíma, með lífsleikni sem sérgrein en var síður en svo lífsleikin. Ég vissi í raun ekki hvernig hugurinn starfar, hvað stýrir upplifun minni, líðan og viðbrögðum. Með því að læra núvitund rann upp fyrir mér ljós og það er óhætt að segja að núvitund hafi gjörbreytti líðan minni og lífi,“ segir Ásdís Olsen sem starfar nú við að kenna Íslendingum núvitund, eða „mindfulness“, til að finna hugarró og sátt með sjálfvitund, komast í jafnvægi og öðlast lífshamingju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Andleg málefni

Ayahuasca-athafnir æ vinsælli á Íslandi: „Þetta brýtur á þér heilann“
ÚttektAndleg málefni

Aya­huasca-at­hafn­ir æ vin­sælli á Ís­landi: „Þetta brýt­ur á þér heil­ann“

Stund­in ræddi við fólk sem sótt hef­ur at­hafn­ir á Ís­landi þar sem hug­víkk­andi efn­is frá Suð­ur-Am­er­íku er neytt. Tug­ir manns koma sam­an und­ir hand­leiðslu er­lends „sham­an“ sem leið­ir þau í gegn­um reynsl­una sem er lík­am­lega og and­lega krefj­andi. Við­mæl­end­ur lýsa upp­lif­un­inni sem dauða og end­ur­fæð­ingu sem gjör­breyti raun­veru­leik­an­um, en var­að er við því að þau geti ver­ið hættu­leg.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár