Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rasismi er geðveiki

Geð­lækn­ir­inn Al­vin F. Poussaint seg­ir að kyn­þátta­for­dóm­ar séu veru­leikafirr­ing og ein­kenni geð­rænna vanda­mála.

Rasismi er geðveiki
Veruleikafirring „Hver sá sem útilokar hóp af fólki og notar hann sem blóraböggul sinna eigin innri átaka og vandamála sýnir öll einkenni veruleika röskunar.“ Mynd:

Alvin F. Poussaint, prófessor í geðlækningum, segir að kynþáttafordómar ættu að flokkast sem geðsjúkdómur og að fordómafullt fólk ætti að nálgast eins og sjúklinga sem þurfa á hjálp að halda.

Gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til þess að fá samtök geðlækna í Bandaríkjunum [e. The American Psychiatric Association] til að viðurkenna rasisma sem geðsjúkdóm, en án árangurs. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna segja að vegna þess hversu útbreiddur rasismi er í landinu sé um samfélagslegt og menningarlegt mein að ræða, mun frekar en geðveilu.

„Ef við höldum áfram að líta á öfgafullan rasisma sem eðlilegan en ekki sjúklegan gefum við honum tilverurétt.“

Segir geðlæknirinn Alvin F. Poussant í grein sinni í hinu virta læknisfræðitímariti Western Journal of Medicine að sökum þess að félagið vilji ekki viðurkenna sjúkdóminn sé ómögulegt fyrir geðlækna að takast á við og reyna að lækna hann í sjúklingum sínum. Ef við höldum áfram að líta á öfgafullan rasisma sem eðlilegan en ekki sjúklegan gefum við honum tilverurétt. Hver sá sem útilokar hóp af fólki og notar hann sem blóraböggul sinna eigin innri átaka og vandamála sýnir öll einkenni veruleika röskunar, sem er grafalvarlegur geðrænn sjúkdómur, skrifar Poussant.

Alvin F Poussant
Alvin F Poussant Poussant er gríðarlega virtur geðlæknir í Bandaríkjunum og hefur skrifað fjölda ritgerða og bóka í greininni.

Hegðun rasista, segir Poussant, ætti að skoða með hliðsjón af 5 stiga skala geðlæknisins Gordon W. Allport, sem birtist í bók hans The Nature of Prejudice, sem er ein áhrifamesta bók sögu í sögu geðlækninga. Skali lýsir sífellt hættulegri, stigvaxandi hegðun. Fyrsta stigið er andúð tjáð í orði, annað stigið er að forðast meðlimi hópsins sem fordómarnir beinast gegn, þriðja stigið er virk mismunun gegn hópnum, fjórða eru árásir gegn þeim, og fimmta stigið er útrýming (hengingar, fjöldamorð, þjóðarmorð.)

Bendir hann einnig á að geðlæknarnir Sullaway og Dunbar rannsökuðu nýverið auknar líkur á því að fólk sem er gríðarlega fordómafullt sé einnig að kljást við aðra geðsjúkdóma eins og til dæmis sjúklega vænissýki og veruleikarof.

Í greininni leggur Poussant svo til að undirtegund sjúklegrar veruleikafirringar sé bætt við í DMS greiningarbók geðlækna. [e. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders.]

Fordómafull týpa: Ranghugmynd hvers meginþema er að hópur einstaklinga í umhverfi viðkomandi, sem deila sameiginlegum einkennum, hafi sérstakt og óvenjulegt vægi. Þessar ranghugmyndir eru yfirleitt af neikvæðu og niðrandi tagi, en geta einnig verið miklandi í eðli sínu. Þegar þessar ranghugmyndir fara út í öfga getur viðkomandi brugðist við með því að reyna að skaða eða jafnvel myrða meðlimi hópsins sem litið er niður á.

Öfgafullar rasískar skoðanir geti einnig birsts sem einkenni annarra geðrænna veikinda, til dæmis geðklofa og geðhvarfasýki. Manneskjur sem þjáist af veruleikafirringu eigi yfirleitt við alvaralega félagslega kvilla að stríða sem aftri því að þær geti átt í eðlilegum samböndum við annað fólk og haldið vinnu.

Manneskjur sem eru haldnar þessum ranghugmyndum er gríðarlega hættulegar sjálfum sér og öðrum.

Sem klínískur geðlæknir hef ég fengið til meðferðar nokkra sjúklinga sem vörpuðu sinni eigin óásættanlegu hegðun og átta sínum á aðra kynþætti og minnihlutahópa og gerðu þá ábyrga fyrir vandamálum samfélagsins. Einarðar rasístar tilfinningar þeirra, sem þau trúðu svo rækilega að engin rök fengu breytt, voru einkenni alvarlegs andlegs afbrigðileika. Þegar þessir sjúklingar urðu svo meira varir um sín eigin vandamál, minnkaði vænissýki þeirra og fordómarnir í leiðinni.

Heldur Poussant því fram að gríðarlega mikilvægt sé að félag geðlækna í Bandaríkjunum viðurkenni kynþáttafordóma sem geðsjúkdóm. Manneskjur sem eru haldnar þessum ranghugmyndum eru gríðarlega hættulegar sjálfum sér og öðrum. Geðlæknar þurfi ráðgjöf um það hvernig eigi að takast á við rasisma í öllum sínum myndum svo þeir geti boðið upp á meðferð við hæfi. Að öðrum kosti munu veruleikafirrtir rasistar halda áfram að verða útundan í geðheilbrigðiskerfinu, og við getum búist við því að þeir bugist og láti verða af banvænum hugmyndum sínum.

Hér má lesa grein Alvin F. Poussant

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Andleg málefni

Ayahuasca-athafnir æ vinsælli á Íslandi: „Þetta brýtur á þér heilann“
ÚttektAndleg málefni

Aya­huasca-at­hafn­ir æ vin­sælli á Ís­landi: „Þetta brýt­ur á þér heil­ann“

Stund­in ræddi við fólk sem sótt hef­ur at­hafn­ir á Ís­landi þar sem hug­víkk­andi efn­is frá Suð­ur-Am­er­íku er neytt. Tug­ir manns koma sam­an und­ir hand­leiðslu er­lends „sham­an“ sem leið­ir þau í gegn­um reynsl­una sem er lík­am­lega og and­lega krefj­andi. Við­mæl­end­ur lýsa upp­lif­un­inni sem dauða og end­ur­fæð­ingu sem gjör­breyti raun­veru­leik­an­um, en var­að er við því að þau geti ver­ið hættu­leg.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár