Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rasismi er geðveiki

Geð­lækn­ir­inn Al­vin F. Poussaint seg­ir að kyn­þátta­for­dóm­ar séu veru­leikafirr­ing og ein­kenni geð­rænna vanda­mála.

Rasismi er geðveiki
Veruleikafirring „Hver sá sem útilokar hóp af fólki og notar hann sem blóraböggul sinna eigin innri átaka og vandamála sýnir öll einkenni veruleika röskunar.“ Mynd:

Alvin F. Poussaint, prófessor í geðlækningum, segir að kynþáttafordómar ættu að flokkast sem geðsjúkdómur og að fordómafullt fólk ætti að nálgast eins og sjúklinga sem þurfa á hjálp að halda.

Gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til þess að fá samtök geðlækna í Bandaríkjunum [e. The American Psychiatric Association] til að viðurkenna rasisma sem geðsjúkdóm, en án árangurs. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna segja að vegna þess hversu útbreiddur rasismi er í landinu sé um samfélagslegt og menningarlegt mein að ræða, mun frekar en geðveilu.

„Ef við höldum áfram að líta á öfgafullan rasisma sem eðlilegan en ekki sjúklegan gefum við honum tilverurétt.“

Segir geðlæknirinn Alvin F. Poussant í grein sinni í hinu virta læknisfræðitímariti Western Journal of Medicine að sökum þess að félagið vilji ekki viðurkenna sjúkdóminn sé ómögulegt fyrir geðlækna að takast á við og reyna að lækna hann í sjúklingum sínum. Ef við höldum áfram að líta á öfgafullan rasisma sem eðlilegan en ekki sjúklegan gefum við honum tilverurétt. Hver sá sem útilokar hóp af fólki og notar hann sem blóraböggul sinna eigin innri átaka og vandamála sýnir öll einkenni veruleika röskunar, sem er grafalvarlegur geðrænn sjúkdómur, skrifar Poussant.

Alvin F Poussant
Alvin F Poussant Poussant er gríðarlega virtur geðlæknir í Bandaríkjunum og hefur skrifað fjölda ritgerða og bóka í greininni.

Hegðun rasista, segir Poussant, ætti að skoða með hliðsjón af 5 stiga skala geðlæknisins Gordon W. Allport, sem birtist í bók hans The Nature of Prejudice, sem er ein áhrifamesta bók sögu í sögu geðlækninga. Skali lýsir sífellt hættulegri, stigvaxandi hegðun. Fyrsta stigið er andúð tjáð í orði, annað stigið er að forðast meðlimi hópsins sem fordómarnir beinast gegn, þriðja stigið er virk mismunun gegn hópnum, fjórða eru árásir gegn þeim, og fimmta stigið er útrýming (hengingar, fjöldamorð, þjóðarmorð.)

Bendir hann einnig á að geðlæknarnir Sullaway og Dunbar rannsökuðu nýverið auknar líkur á því að fólk sem er gríðarlega fordómafullt sé einnig að kljást við aðra geðsjúkdóma eins og til dæmis sjúklega vænissýki og veruleikarof.

Í greininni leggur Poussant svo til að undirtegund sjúklegrar veruleikafirringar sé bætt við í DMS greiningarbók geðlækna. [e. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders.]

Fordómafull týpa: Ranghugmynd hvers meginþema er að hópur einstaklinga í umhverfi viðkomandi, sem deila sameiginlegum einkennum, hafi sérstakt og óvenjulegt vægi. Þessar ranghugmyndir eru yfirleitt af neikvæðu og niðrandi tagi, en geta einnig verið miklandi í eðli sínu. Þegar þessar ranghugmyndir fara út í öfga getur viðkomandi brugðist við með því að reyna að skaða eða jafnvel myrða meðlimi hópsins sem litið er niður á.

Öfgafullar rasískar skoðanir geti einnig birsts sem einkenni annarra geðrænna veikinda, til dæmis geðklofa og geðhvarfasýki. Manneskjur sem þjáist af veruleikafirringu eigi yfirleitt við alvaralega félagslega kvilla að stríða sem aftri því að þær geti átt í eðlilegum samböndum við annað fólk og haldið vinnu.

Manneskjur sem eru haldnar þessum ranghugmyndum er gríðarlega hættulegar sjálfum sér og öðrum.

Sem klínískur geðlæknir hef ég fengið til meðferðar nokkra sjúklinga sem vörpuðu sinni eigin óásættanlegu hegðun og átta sínum á aðra kynþætti og minnihlutahópa og gerðu þá ábyrga fyrir vandamálum samfélagsins. Einarðar rasístar tilfinningar þeirra, sem þau trúðu svo rækilega að engin rök fengu breytt, voru einkenni alvarlegs andlegs afbrigðileika. Þegar þessir sjúklingar urðu svo meira varir um sín eigin vandamál, minnkaði vænissýki þeirra og fordómarnir í leiðinni.

Heldur Poussant því fram að gríðarlega mikilvægt sé að félag geðlækna í Bandaríkjunum viðurkenni kynþáttafordóma sem geðsjúkdóm. Manneskjur sem eru haldnar þessum ranghugmyndum eru gríðarlega hættulegar sjálfum sér og öðrum. Geðlæknar þurfi ráðgjöf um það hvernig eigi að takast á við rasisma í öllum sínum myndum svo þeir geti boðið upp á meðferð við hæfi. Að öðrum kosti munu veruleikafirrtir rasistar halda áfram að verða útundan í geðheilbrigðiskerfinu, og við getum búist við því að þeir bugist og láti verða af banvænum hugmyndum sínum.

Hér má lesa grein Alvin F. Poussant

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Andleg málefni

Ayahuasca-athafnir æ vinsælli á Íslandi: „Þetta brýtur á þér heilann“
ÚttektAndleg málefni

Aya­huasca-at­hafn­ir æ vin­sælli á Ís­landi: „Þetta brýt­ur á þér heil­ann“

Stund­in ræddi við fólk sem sótt hef­ur at­hafn­ir á Ís­landi þar sem hug­víkk­andi efn­is frá Suð­ur-Am­er­íku er neytt. Tug­ir manns koma sam­an und­ir hand­leiðslu er­lends „sham­an“ sem leið­ir þau í gegn­um reynsl­una sem er lík­am­lega og and­lega krefj­andi. Við­mæl­end­ur lýsa upp­lif­un­inni sem dauða og end­ur­fæð­ingu sem gjör­breyti raun­veru­leik­an­um, en var­að er við því að þau geti ver­ið hættu­leg.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár