Stór hluti Íslendinga óttast hryðjuverk fjölgi múslimum
Meirihluti aðspurðra Íslendinga vill taka við fleiri flóttamönnum og ekki takmarka fjölda múslima meðal þeirra. 44 prósent telja þó að líkur á hryðjuverkum aukist með fleiri múslimum þrátt fyrir að rannsóknir sýni ekki fram á slík tengsl.
Fréttir
Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi
Formaður Trans Íslands, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fordæmir tilraunir til að koma á laggirnar Íslandsdeild breskra samtaka sem hún segir að grafi undan réttindum transfólks. Hún segir að hinsegin samfélagið hér á landi sé samheldið og muni hafna öllum slíkum tilraunum.
Fréttir
Sema opnar sig um líkamsárás: „Lögreglan og löggjafinn í landinu verða að gera miklu betur í að vernda þolendur“
Sema Erla Serdar segist hafa orðið fyrir líkamsárás um verslunamannahelgina fyrir tveimur árum þar sem kona hafi veist að henni með ofbeldi og morðhótunum á grundvelli fordóma og haturs. Konan sem um ræðir vísar ásökunum Semu á bug og hyggst kæra hana fyrir mannorðsmorð. Hún segist hafa beðið afsökunar á framferði sínu, sem hafi engu að síður átt rétt á sér.
Fréttir
Segir sendiherrann hafa lagt sig í einelti eftir gleðigönguna
Margrét Adamsdóttir, sem starfaði í pólska sendiráðinu á Íslandi, segir Gerard Pokruszyński sendiherra hafa kallað nafntogaða diplómata niðrandi orðum um samkynhneigða, meðal annars Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sér hafi verið mismunað fyrir trúarskoðanir og fyrir að hafa birt myndir af sér á Hinsegin dögum.
Fréttir
Fékk hatursfullan límmiða á bílinn: „Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna“
Límmiði með niðrandi texta um svart fólk var settur á bíl Söru Magnúsardóttur. Hún segir það koma á óvart nú þegar réttindabarátta svartra er í deiglunni.
Fréttir
Stór hluti Pólverja á Íslandi harmar sigur Duda: „Við vorum ekki að fylgjast nógu vel með“
Hinn íhaldssami Andrzej Duda vann forsetakosningar Póllands með naumum mun. Um 80 prósent Pólverja á Íslandi studdu andstæðing hans Rafal Trzaskowski, en samkvæmt Wiktoriu Ginter ríkir harmur meðal þeirra í dag.
Myndir
Saga þrælasölunnar ljóslifandi
Ljósmyndarinn Páll Stefánsson hefur ekki heyrt jafn skerandi grátur og á safni í Senegal þar sem fjallað er um þrælasöluna.
Úttekt
Enginn vill kannast við rasisma
Rasismi er mikið í umræðunni þessa dagana en jafnvel hörðustu kynþáttahatarar vilja oftast ekki kannast við rasista-stimpilinn og segja hugtakið ekki eiga við sig. Orðið sjálft er þó töluvert yngra en margir kynnu að halda og hefur skilgreiningin tekið breytingum. Við skoðum bæði sögu orðsins og sögu þeirrar kynþáttahyggju sem það lýsir.
Úttekt
Rasískt kynferðisofbeldi gegn konum af asískum uppruna
Stundin ræddi við fjórar íslenskar konur af asískum uppruna, Díönu Katrínu Þorsteinsdóttur, Donnu Cruz, Önnu Jia og Dýrfinnu Benitu, sem eiga það sameiginlegt að hafa lent í rasísku kynferðisofbeldi og kynferðislegum rasisma frá því þær voru á grunnskólaaldri. Þær segja þolinmæðina að þrotum komna og vilja skila skömminni þar sem hún á heima.
Úttekt
Sögufölsun felld af stalli
Mótmælendur í Bandaríkjunum krefjast uppgjörs og vilja styttur og minnismerki um suðurríkin burt. Sagnfræðingur segir það ekki í neinum takti við mannkynssöguna að listaverk á opinberum stöðum séu varanleg.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir skrif í Morgunblaðinu um mótmælin í Bandaríkjunum. Hún segir Davíð Oddsson ritstjóra ekki hafa skilning á réttindabaráttu svartra og lögregluofbeldi.
Fréttir
Hvetur stjórnvöld til að gagnrýna Bandaríkin
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld gagnrýni kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum og aðgerðir Donald Trump forseta. Mótmæli hafa staðið yfir í landinu undanfarna daga og hefur lögreglan beitt mótmælendur ofbeldi.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.