Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi

Formað­ur Trans Ís­lands, Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir, for­dæm­ir til­raun­ir til að koma á lagg­irn­ar Ís­lands­deild breskra sam­taka sem hún seg­ir að grafi und­an rétt­ind­um trans­fólks. Hún seg­ir að hinseg­in sam­fé­lag­ið hér á landi sé sam­held­ið og muni hafna öll­um slík­um til­raun­um.

Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi
Hefur ekki áhyggjur Ugla Stefanía fordæmir tilraunir til að koma á fót íslenskri deild LGB Alliance en hefur ekki áhyggjur af því að málflutningurinn fái hljómgrunn hér á landi.

Hugmyndir sem hafa síðustu daga verið viðraðar um stofnun íslenskrar deildar breskra samtaka sem sögð eru berjast gegn hagsmunum transfólks hafa því sem næst engan hljómgrunn hér á landi að mati formanns Trans Íslands. Talsverð umræða og fordæming slíkra hugmynda á samfélagsmiðlum er þó skiljanleg enda standi hinsegin fólk hér á landi þétt saman og sé andsnúið transfóbískri orðræðu.

Í síðustu viku fór að bera á því að innleggi í Facebook-hópnum Hommaspjallinu væri dreift á samfélagsmiðlum. Í innlegginu er auglýst eftir samkynhneigðu fólki sem vilji taka þátt í starfi LGB Alliance á Íslandi og sem vilji „breyta áherslum í umræðu um kynhneigð okkar og að það verði að standa vörð um tjáningarfrelsið til þess að geta tjáð okkur heiðarlega um kynhneigð, kyn og kynvitund. Og ekki síst muninn þar á milli.“

Samtökin stimpluð sem transfóbísk

LGB Alliance hefur verið stimplað sem transfóbískur félagsskapur. Hópurinn var settur á laggirnar af fólki sem klauf sig út úr Stonewall samtökunum sem eru hinsegin samtök í Bretland, vegna óánægju með að jákvæðri afstöðu samtakanna til transfólks. Í síðustu viku fordæmdi Trades Union Congress, verkalýðssamtök Bretlands, samtökin og tóku afstöðu með réttindum transfólks.  

Fjöldi fólks hefur tekið innlegginu um íslenska deild LGB Alliance óstinnt upp og fordæmt tilraunir til að koma samtökunum á legg hér á landi. Að sama skapi hafa ýmsir lýst áhyggjum af þessari orðræðu og umræddum tilraunum á samfélagsmiðlum. Þannig lýsti Bríet Blær Jóhannsdóttir áhyggjum af félagsskapnum og því að taka þyrfti umræðu gegn samtökunum á Twitter.

Segir fólk muni sjá í gegnum málflutninginn

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, segir hins vegar að hún hafi ekki miklar áhyggjur af uppgangi samtakanna hér á landi en öllu meiri af transfóbískri orðræðu samtakanna og annarra álíka úti í Bretlandi.

„Þessi hópur er í raun settur upp eingöngu til að beita sér gegn réttindum transfólks, þó svo að heitið og einhverjar stefnur þeirra segi að það sé verið að beita sér fyrir réttindum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra. Öll þeirra starfsemi snýst um að beita sér gegn réttindum transfólks. Það held ég að sé mesta ástæðan fyrir því að fólk sé í uppnámi yfir þessu, að verið sé að reyna að flytja inn einhverja transfóbíska orðræðu eða hugmyndafræði til Íslands. Á Íslandi er lítill hljómgrunnur fyrir svoleiðis. Hinsegin samfélagið á Íslandi er miklu samheldnara en í Bretlandi þar sem umræður eru mjög fjandsamlegar og erfiðar gagnvart transfólki. Ég held að fólk kæri sig ekki um að það sé verið að flytja inn svona bull, það sér í gegnum þetta.“

Í sama streng tekur Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78. 

„Þessi hópur er því að taka höndum saman við hópa fólks sem hafa unnið gegn þeirra eigin hagsmunum“

Ugla segir jafnframt að samtökin vinni í raun gegn yfirlýstum hagsmunum sínum sem samkynhneigðra. Það sýni í raun hversu hlálegur málflutningur þeirra sé. „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst hálfgerður brandari. Forsvarsfólk þessara samtaka í Bretlandi hefur verið að verja fólk sem er á móti samkynja hjónaböndum, þau hafa tekið höndum saman við alls konar hópa sem hafa í gegnum tíðina gagngert beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks, til að mynda ættleiðingum þeirra. Þessi hópur er því að taka höndum saman við hópa fólks sem hafa unnið gegn þeirra eigin hagsmunum. Það er mesta írónían en ég held það skýrist af því að stór hluti þeirra sem eru í þessum samtökum eru ekki einu sinni samkynhneigð sjálf. Það er bara verið að reyna að hilma yfir hinsegin fordóma og fordóma gegn transfólki.“

Hefur meiri áhyggjur af stöðunni í Bretlandi

Ugla, sem sjálf býr í Bretlandi, segir hins vegar að hvað varði starfsemi samtakanna þar úti sé ástæða til að hafa meiri áhyggjur.

„Í Bretlandi eru margir hópar af svipuðu meiði og hér er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þessari orðræðu vegna þess að þau ná oft að klæða sinn málflutning búning sem lítur út fyrir að vera málefnalegur, og vegna þess hversu langt á eftir umræðan um transmálefni er hér úti á fólk erfiðara með að sjá í gegnum málflutninginn og vera gagnrýnið á hann og sjá í gegnum þetta. Í samhengi við alla umræðuna í Bretlandi er þetta miklu hættulegra en það er á Íslandi. Heima stöndum við miklu framar í umræðunni, og einnig hvað varðar félagslega stöðu transfólks og réttindi. Við erum bara komin lengra í þessum umræðum.“

„Þettta mun ekki fá neinn hljómgrunn á Íslandi og þetta mun bara geispa golunni úti í einhverjum skurði“

Þrátt fyrir að hún hafi litlar áhyggjur af uppgangi LGB Alliance á Íslandi fordæmir Ugla málflutninginn. „Mér finnst þetta vera þessu fólki sjálfu til skammar að reyna að færa þennan boðskap til Íslands en ég hef engar áhyggjur af þessu því samheldnin er svo mikil í hinsegin samfélaginu. Þettta mun ekki fá neinn hljómgrunn á Íslandi og þetta mun bara geispa golunni úti í einhverjum skurði.“

Ekki náðist í þá sem eru hvatamenn að stofnun samtakanna hér á landi við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu