Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi

Formað­ur Trans Ís­lands, Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir, for­dæm­ir til­raun­ir til að koma á lagg­irn­ar Ís­lands­deild breskra sam­taka sem hún seg­ir að grafi und­an rétt­ind­um trans­fólks. Hún seg­ir að hinseg­in sam­fé­lag­ið hér á landi sé sam­held­ið og muni hafna öll­um slík­um til­raun­um.

Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi
Hefur ekki áhyggjur Ugla Stefanía fordæmir tilraunir til að koma á fót íslenskri deild LGB Alliance en hefur ekki áhyggjur af því að málflutningurinn fái hljómgrunn hér á landi.

Hugmyndir sem hafa síðustu daga verið viðraðar um stofnun íslenskrar deildar breskra samtaka sem sögð eru berjast gegn hagsmunum transfólks hafa því sem næst engan hljómgrunn hér á landi að mati formanns Trans Íslands. Talsverð umræða og fordæming slíkra hugmynda á samfélagsmiðlum er þó skiljanleg enda standi hinsegin fólk hér á landi þétt saman og sé andsnúið transfóbískri orðræðu.

Í síðustu viku fór að bera á því að innleggi í Facebook-hópnum Hommaspjallinu væri dreift á samfélagsmiðlum. Í innlegginu er auglýst eftir samkynhneigðu fólki sem vilji taka þátt í starfi LGB Alliance á Íslandi og sem vilji „breyta áherslum í umræðu um kynhneigð okkar og að það verði að standa vörð um tjáningarfrelsið til þess að geta tjáð okkur heiðarlega um kynhneigð, kyn og kynvitund. Og ekki síst muninn þar á milli.“

Samtökin stimpluð sem transfóbísk

LGB Alliance hefur verið stimplað sem transfóbískur félagsskapur. Hópurinn var settur á laggirnar af fólki sem klauf sig út úr Stonewall samtökunum sem eru hinsegin samtök í Bretland, vegna óánægju með að jákvæðri afstöðu samtakanna til transfólks. Í síðustu viku fordæmdi Trades Union Congress, verkalýðssamtök Bretlands, samtökin og tóku afstöðu með réttindum transfólks.  

Fjöldi fólks hefur tekið innlegginu um íslenska deild LGB Alliance óstinnt upp og fordæmt tilraunir til að koma samtökunum á legg hér á landi. Að sama skapi hafa ýmsir lýst áhyggjum af þessari orðræðu og umræddum tilraunum á samfélagsmiðlum. Þannig lýsti Bríet Blær Jóhannsdóttir áhyggjum af félagsskapnum og því að taka þyrfti umræðu gegn samtökunum á Twitter.

Segir fólk muni sjá í gegnum málflutninginn

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, segir hins vegar að hún hafi ekki miklar áhyggjur af uppgangi samtakanna hér á landi en öllu meiri af transfóbískri orðræðu samtakanna og annarra álíka úti í Bretlandi.

„Þessi hópur er í raun settur upp eingöngu til að beita sér gegn réttindum transfólks, þó svo að heitið og einhverjar stefnur þeirra segi að það sé verið að beita sér fyrir réttindum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra. Öll þeirra starfsemi snýst um að beita sér gegn réttindum transfólks. Það held ég að sé mesta ástæðan fyrir því að fólk sé í uppnámi yfir þessu, að verið sé að reyna að flytja inn einhverja transfóbíska orðræðu eða hugmyndafræði til Íslands. Á Íslandi er lítill hljómgrunnur fyrir svoleiðis. Hinsegin samfélagið á Íslandi er miklu samheldnara en í Bretlandi þar sem umræður eru mjög fjandsamlegar og erfiðar gagnvart transfólki. Ég held að fólk kæri sig ekki um að það sé verið að flytja inn svona bull, það sér í gegnum þetta.“

Í sama streng tekur Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78. 

„Þessi hópur er því að taka höndum saman við hópa fólks sem hafa unnið gegn þeirra eigin hagsmunum“

Ugla segir jafnframt að samtökin vinni í raun gegn yfirlýstum hagsmunum sínum sem samkynhneigðra. Það sýni í raun hversu hlálegur málflutningur þeirra sé. „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst hálfgerður brandari. Forsvarsfólk þessara samtaka í Bretlandi hefur verið að verja fólk sem er á móti samkynja hjónaböndum, þau hafa tekið höndum saman við alls konar hópa sem hafa í gegnum tíðina gagngert beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks, til að mynda ættleiðingum þeirra. Þessi hópur er því að taka höndum saman við hópa fólks sem hafa unnið gegn þeirra eigin hagsmunum. Það er mesta írónían en ég held það skýrist af því að stór hluti þeirra sem eru í þessum samtökum eru ekki einu sinni samkynhneigð sjálf. Það er bara verið að reyna að hilma yfir hinsegin fordóma og fordóma gegn transfólki.“

Hefur meiri áhyggjur af stöðunni í Bretlandi

Ugla, sem sjálf býr í Bretlandi, segir hins vegar að hvað varði starfsemi samtakanna þar úti sé ástæða til að hafa meiri áhyggjur.

„Í Bretlandi eru margir hópar af svipuðu meiði og hér er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þessari orðræðu vegna þess að þau ná oft að klæða sinn málflutning búning sem lítur út fyrir að vera málefnalegur, og vegna þess hversu langt á eftir umræðan um transmálefni er hér úti á fólk erfiðara með að sjá í gegnum málflutninginn og vera gagnrýnið á hann og sjá í gegnum þetta. Í samhengi við alla umræðuna í Bretlandi er þetta miklu hættulegra en það er á Íslandi. Heima stöndum við miklu framar í umræðunni, og einnig hvað varðar félagslega stöðu transfólks og réttindi. Við erum bara komin lengra í þessum umræðum.“

„Þettta mun ekki fá neinn hljómgrunn á Íslandi og þetta mun bara geispa golunni úti í einhverjum skurði“

Þrátt fyrir að hún hafi litlar áhyggjur af uppgangi LGB Alliance á Íslandi fordæmir Ugla málflutninginn. „Mér finnst þetta vera þessu fólki sjálfu til skammar að reyna að færa þennan boðskap til Íslands en ég hef engar áhyggjur af þessu því samheldnin er svo mikil í hinsegin samfélaginu. Þettta mun ekki fá neinn hljómgrunn á Íslandi og þetta mun bara geispa golunni úti í einhverjum skurði.“

Ekki náðist í þá sem eru hvatamenn að stofnun samtakanna hér á landi við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár