Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fékk hatursfullan límmiða á bílinn: „Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna“

Límmiði með niðr­andi texta um svart fólk var sett­ur á bíl Söru Magnús­ar­dótt­ur. Hún seg­ir það koma á óvart nú þeg­ar rétt­inda­bar­átta svartra er í deigl­unni.

Fékk hatursfullan límmiða á bílinn: „Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna“
Límmiðinn Sara tók ekki eftir því þegar límmiðinn var settur á. Fjarlægt hefur verið nafn heimasíðu með hatursfullum færslum um svart fólk.

Sara Magnúsardóttir og 19 ára sonur hennar Magnús Secka, sem er dökkur á hörund, lentu í óþægilegu atviki á leið sinni á Snæfellsnes í gær. Á leið sinni stoppuðu þau í örstuttan tíma á veitingastaðnum Vegamótum, en þar var límiði settur á hliðarspegil á bifreið þeirra.

„Strákurinn minn var að koma úr bænum til mín hingað á Snæfellsnes, við erum með eyðibýli hérna á Snæfellsnesi,“ segir Sara. „Við ákváðum að stoppa á Vegamótum og hoppuðum stutt inn. Við vorum þarna í svona þrjár til fjórar mínútur, ekki meira. Við tókum ekki eftir þessu strax.“

Á límmiðanum stóð á ensku: „Ef þú ert svartur eða brúnn farðu þá úr bænum!“ Sara segir að hún hafi í fyrstu haldið að það stæði allt annað á límmiðanum þegar hún sá hann fyrst.

„Ég hélt fyrst þegar ég las þetta að það stæði „When you are black or brown please stay in this town“ en það var svo sannarlega vitlaust lesið,“ segir hún. „Það er mjög óþægilegt að vita af fólki þarna í samfélaginu sem er að bíða eftir einhverju tækifæri, með svona límmiða í vösunum, til að nota þá.“

Þá segir Sara að það komi henni virkilega á óvart að svona atvik eigi sér stað á þessum tímapunkti miðað við það sem er að gerast í heiminum í dag þegar kemur að réttindabaráttu svartra um allan heim.

„Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna,“ segir hún. „Það er fullt af fólki sem kærir sig ekki um að vera upplýst. Það kemur mér virkilega á óvart að rekast á eitthvað svona núna, á öllum tímapunktum, sérstaklega miðað við það sem er að gerast núna í heiminum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár