Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vilja lækka eða afnema erfðafjárskatt – fyrirframgreiddur arfur liður í að leysa húsnæðisvanda unga fólksins

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins telja að með lægri skatt­byrði fyr­ir­fram­greidds arfs megi hjálpa ungu fólki að feta sig á hús­næð­is­mark­aði. Vilja lækka eða af­nema skatt­inn í fram­tíð­inni.

Vilja lækka eða afnema erfðafjárskatt – fyrirframgreiddur arfur liður í að leysa húsnæðisvanda unga fólksins

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja fulla ástæðu til að stefna að lækkun eða afnámi erfðafjárskatts. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps sem Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Vilhjálmur Bjarnason lögðu fram á Alþingi í dag. 

Markmið frumvarpsins er að lækka skattbyrði þegar arfur er greiddur fyrirfram og koma á samræmi við greiðslu erfðafjárskatts vegna slita á dánarbúi og vegna fyrirframgreiðslu. Lagt er til að sérstakt frítekjumark, sem nú gildir aðeins í fyrra tilvikinu og nemur fyrstu 1.500 þúsund krónunum í skattstofninum, verði einnig látið gilda þegar arfur er fyrirframgreiddur. 

Skatturinn víða mun hærri en á Íslandi

Flutningsmenn taka sérstaklega fram að hugur þeirra standi til þess að skattprósenta erfðafjárskatts lækki eða að skatturinn verði jafnvel afnuminn með öllu í framtíðinni. „Í þessu frumvarpi er ekki lagt til að skattprósenta erfðafjárskatts verði lækkuð eða erfðafjárskattur afnuminn, þótt full ástæða væri til þess að stefna að því að mati flutningsmanna. Slík breyting hefði nokkur áhrif á tekjuspá ríkisfjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar og því eðlilegra að það yrði skoðað í því samhengi og samhliða öðrum tekjuráðstöfunum í tengslum við framlagningu fjárlagafrumvarps,“ segir í greinargerðinni. 

Erfðafjárskattar eru við lýði í flestum ríkjum OECD og víða mun hærri en á Íslandi. Hér er skatthlutfallið aðeins 10 prósent meðan hlutfallið er 40 prósent í Bretlandi og Bandaríkjunum. Frönsku hagfræðingarnir Thomas Piketty og Emmanuel Saezi færðu nýlega rök fyrir því í fræðigrein að hagkvæmasta skatthlutfall (e. optimal tax rate) erfðafjárskatts væri á bilinu 50 til 60 prósent og í skýrslu sem unnin var fyrir OECD árið 2012 er bent á að skattlagning erfðafjár og eigna sé síður til þess fallin að draga úr hagvexti heldur en bein skattlagning tekna. Þá hefur löngum verið litið til erfðafjárskatts sem mikilvægs verkfæris til að draga úr ójöfnuði auðs og lífsgæða.

Til móts við „erfiða stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði“

Flutningsmenn frumvarpsins víkja sérstaklega að erfiðri stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði í greinargerð frumvarpsins og bent á að fyrirframgreiddur arfur frá foreldrum geti þar komið að góðum notum.

„Fyrirframgreiðsla arfs, hvort sem hún er lítil eða mikil, er einföld og eðlileg leið fyrir einstaklinga til að koma fjármunum til skylduerfingja eða erfingja samkvæmt erfðaskrá. Ástæðan fyrir því kann að vera margvísleg. Til að mynda aðstoð af hálfu foreldra við kaup á íbúðarhúsnæði eða til að leysa erfið fjárhagsleg mál. Í þessu sambandi þarf ekki að fjölyrða um erfiða stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði um þessar mundir og getur eðlilegri hvati til fyrirframgreiðslu arfs skipt máli í því sambandi.“

Telja flutningsmenn að skattbreytingin muni engin veruleg áhrif hafa á tekjuöflun ríkissjóðs, enda muni skapast hvatar til frekari fyrirframgreiðslu á arfi umfram það sem nú er, sem muni vega upp á móti áhrifum af lægri skattbyrði fólks vegna frítekjumarksins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár