Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði

Full­trú­ar Bjartr­ar fram­tíð­ar, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar í vel­ferð­ar­nefnd Al­þing­is vilja að fjár­laga­nefnd hugi sér­stak­lega að starfs­getumati. „Ljóst er að fjölg­un ör­yrkja á vinnu­mark­aði myndi leiða til minni út­gjalda.“

Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis telur mikilvægt að fjárlaganefnd hugi að starfsgetumati öryrkja og vekur sérstaka athygli á því að þannig megi draga úr útgjöldum ríkisins vegna örorkukerfisins.

„Ljóst er að fjölgun öryrkja á vinnumarkaði myndi leiða til minni útgjalda til málaflokksins. Meirihlutinn leggur því til að fjárlaganefnd hugi sérstaklega að starfsgetumati og starfsendurhæfingu innan þessa málaflokks,“ segir í umsögn meirihluta velferðarnefndar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára.

Undir umsögnina rita formaður nefndarinnar, Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð, Birgir Ármannsson, Hildur Sverrisdóttir og Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokki og Jóna Sólveig Elínardóttir úr Viðreisn. 

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til umfjöllunar í fjárlaganefnd Alþingis, kemur skýrt fram að taka eigi upp starfsgetumat í stað þess að líta eingöngu til læknisfræðilegs ástands öryrkja.

Þá kemur fram að einnig verði „metið hvernig frítekjumark vegna tekna kann að hafa áhrif á atvinnuþátttöku þeirra sem hafa skerta starfsgetu.“ 

Í umsögn meirihluta velferðarnefndar er því fagnað að uppi séu „fyrirætlanir um einfaldara, sveigjanlegra og gagnsærra örorkulífeyriskerfi“ þar sem tekjur lífeyrisþega hafi sömu áhrif á fjárhæð bóta án tillits til tegundar teknanna. 

Ellen B. Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallaði sérstaklega um starfsgetumat í ræðu á Austurvelli þann 1. maí síðastliðinn.

„Uppi hefur verið umræða um starfsgetumat. Ríkisstjórnin, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins virðast vera einhuga um að best sé að senda alla örorkulífeyrisþega í starfsgetumat. Þá muni þeir flykkjast út á vinnumarkaðinn eins og flugur flykkjast að mykjuskán og hægt verður að spara verulega í almannatryggingakerfinu,“ sagði hún.

„Starfsgetumat, gott fólk, er ekki lausnin. Ef það á að hvetja örorkulífeyrisþega – þá sem geta – til að taka þátt á vinnumarkaði, þá þarf að koma í veg fyrir að atvinnutekjur skerði örokulífeyri með jafn ríkulegum hætti og nú er raunin. Þá þurfa ríki og sveitarfélög og Samtök atvinnulífsins að bjóða upp á störf við hæfi, veita þann sveigjanleika sem þarf ásamt viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði. Þá þarf síðast en ekki síst að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þegar þetta hefur verið framkvæmt þá hefur verið búinn til hvati til atvinnuþátttöku. Þá þarf ekkert starfsgetumat til.“ 

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar, hefur sjálf bent á það í þingræðu að í fjármálaáætlun sé talsvert rætt um starfsgetumat og sjálfstæði, en til að ná slíkum markmiðum þurfi að endurskoða örorkulífeyriskerfið. „Í áætluninni er mikið rætt um starfsgetumat og sjálfstæði. En til þess að framkvæma starfsgetumat og efla sjálfstæði er að mínu mati nauðsynlegt að endurskoða örorkulífeyriskerfið eða almannatryggingar,“ sagði hún þann 6. apríl síðastliðinn þegar rætt var um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi. „Eins og við vitum er hópur í samfélaginu sem þarf á tækifæri til reisnar að halda og á skilið að upplifa virðingu innan þeirra kerfa sem hann er háður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár