Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Fólk er að bjóða lækningar fyrir ólæknandi sjúkdóma“

Guð­jón Sig­urð­ar­son fór með falda mynda­vél á fund manns sem reyndi að selja hon­um jón­að vatn. Lög­mað­ur manns­ins krefst lög­banns á um­fjöll­un Kast­ljóss­ins. IMMI hvet­ur sýslu­mann til að hafna kröf­unni.

„Fólk er að bjóða lækningar fyrir ólæknandi sjúkdóma“
Vill fá lögbann Helga Vala Helgadóttir, lögmaður manns sem fjalla á um í Kastljósi í kvöld, hefur tilkynnt ritstjórn fréttaskýringaþáttarins að hún ætli að fara fram á lögbann á þáttinn. Mynd: Kristinn Magnússon

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður manns sem fjalla á um í Kastljósi í kvöld, hefur tilkynnt ritstjórn fréttaskýringaþáttarins að hún ætli að fara fram á lögbann á þáttinn. Í honum verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við Stundina að maðurinn sé, ásamt fleirum, til umræðu í þættinum. Lögmaður hans, Helga Vala, hafi haft samband við þáttastjórnendur í dag. „Fyrst var reynt að semja við okkur á þá vegu að við myndum sleppa honum alveg úr þættinum. Við sættum okkur ekki við það enda teljum við efnið eiga brýnt erindi við almenning. Þá var okkur sagt að farið yrði fram á lögbann,“ segir Sigmar og staðfestir að krafan hafi þegar verið send sýslumanni. Hún hafi hins vegar ekki enn borist þættinum en þegar það gerist fullyrðir Sigmar að henni verði mótmælt harðlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár