Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Fólk er að bjóða lækningar fyrir ólæknandi sjúkdóma“

Guð­jón Sig­urð­ar­son fór með falda mynda­vél á fund manns sem reyndi að selja hon­um jón­að vatn. Lög­mað­ur manns­ins krefst lög­banns á um­fjöll­un Kast­ljóss­ins. IMMI hvet­ur sýslu­mann til að hafna kröf­unni.

„Fólk er að bjóða lækningar fyrir ólæknandi sjúkdóma“
Vill fá lögbann Helga Vala Helgadóttir, lögmaður manns sem fjalla á um í Kastljósi í kvöld, hefur tilkynnt ritstjórn fréttaskýringaþáttarins að hún ætli að fara fram á lögbann á þáttinn. Mynd: Kristinn Magnússon

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður manns sem fjalla á um í Kastljósi í kvöld, hefur tilkynnt ritstjórn fréttaskýringaþáttarins að hún ætli að fara fram á lögbann á þáttinn. Í honum verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við Stundina að maðurinn sé, ásamt fleirum, til umræðu í þættinum. Lögmaður hans, Helga Vala, hafi haft samband við þáttastjórnendur í dag. „Fyrst var reynt að semja við okkur á þá vegu að við myndum sleppa honum alveg úr þættinum. Við sættum okkur ekki við það enda teljum við efnið eiga brýnt erindi við almenning. Þá var okkur sagt að farið yrði fram á lögbann,“ segir Sigmar og staðfestir að krafan hafi þegar verið send sýslumanni. Hún hafi hins vegar ekki enn borist þættinum en þegar það gerist fullyrðir Sigmar að henni verði mótmælt harðlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár