Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Fólk er að bjóða lækningar fyrir ólæknandi sjúkdóma“

Guð­jón Sig­urð­ar­son fór með falda mynda­vél á fund manns sem reyndi að selja hon­um jón­að vatn. Lög­mað­ur manns­ins krefst lög­banns á um­fjöll­un Kast­ljóss­ins. IMMI hvet­ur sýslu­mann til að hafna kröf­unni.

„Fólk er að bjóða lækningar fyrir ólæknandi sjúkdóma“
Vill fá lögbann Helga Vala Helgadóttir, lögmaður manns sem fjalla á um í Kastljósi í kvöld, hefur tilkynnt ritstjórn fréttaskýringaþáttarins að hún ætli að fara fram á lögbann á þáttinn. Mynd: Kristinn Magnússon

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður manns sem fjalla á um í Kastljósi í kvöld, hefur tilkynnt ritstjórn fréttaskýringaþáttarins að hún ætli að fara fram á lögbann á þáttinn. Í honum verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við Stundina að maðurinn sé, ásamt fleirum, til umræðu í þættinum. Lögmaður hans, Helga Vala, hafi haft samband við þáttastjórnendur í dag. „Fyrst var reynt að semja við okkur á þá vegu að við myndum sleppa honum alveg úr þættinum. Við sættum okkur ekki við það enda teljum við efnið eiga brýnt erindi við almenning. Þá var okkur sagt að farið yrði fram á lögbann,“ segir Sigmar og staðfestir að krafan hafi þegar verið send sýslumanni. Hún hafi hins vegar ekki enn borist þættinum en þegar það gerist fullyrðir Sigmar að henni verði mótmælt harðlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Fara fram á fangelsisdóm yfir heimsþekktum áhrifavaldi
6
Erlent

Fara fram á fang­els­is­dóm yf­ir heims­þekkt­um áhrifa­valdi

Har­vard Bus­iness School hef­ur not­að fer­il henn­ar sem dæmi um tæki­fær­in sem fel­ast í því að færa frægð og vin­sæld­ir á sam­félgs­miðl­um yf­ir í arð­bær­an rekst­ur. Nú fara sak­sókn­ar­ar á Ítal­íu fram á að einn þekkt­asti áhrifa­vald­ur tísku­heims­ins, Chi­ara Ferragni, verði dæmd í fang­elsi verði hún fund­in sek um svik í tengsl­um við mark­aðs­setn­ingu á vör­um sem seld­ar voru til styrkt­ar góð­gerð­ar­mála.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu