Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útgerðarmenn hafa eignast 300 milljarða króna á sex árum - veiðigjald lækkar

Hag­töl­ur sýna bætt­an hag út­gerð­ar­fyr­ir­tækja og hvernig þau bjuggu til eign úr því sem eign­ar­rétt­ur gild­ir ekki um. Út­gerð­ir á Ís­landi hafa auk­ið eig­ið fé sitt um 300 millj­arða króna á sex ár­um, eða 50 millj­arða á hverju ári, síð­ustu sex ár. Síð­ustu þrjú ár hef­ur veiði­gjald­ið fyr­ir af­not af auð­lind­inni lækk­að um 5 millj­arða á ári.

Útgerðarmenn hafa eignast 300 milljarða króna á sex árum - veiðigjald lækkar
Þorsteinn Már Baldvinsson Er einn auðugasti útgerðarmaður landsins í gegnum eignarhald á Samherja. Auður hans, ásamt fyrrverandi eiginkonu hans, var metinn á um 31 milljarð króna í fyrra. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Íslenskar útgerðir hafa aukið eigið fé sitt um 300 milljarða króna á sex árum, eða um 50 milljarða á ári að meðaltali, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Helsta eign útgerðarfélaganna er eign sem eignarréttur gildir ekki um, lögum samkvæmt, eða heimildir til að nýta auðlindina.

Síðustu þrjú ár hefur veiðigjald til ríkissjóðs fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni hins vegar lækkað um fimm milljarða króna.

Eigið fé útgerðarfyrirtækja var neikvæð eftir efnahagshrunið, fór úr mínus 83 milljörðum króna árið 2008 í 216 milljarða króna í plús árið 2014.

Aðgangur að auðlindinni er eign

Þrátt fyrir að lög kveði á um að aflaheimildir, eða kvóti, séu ekki eign, eru þær skráðar sem eign í efnahagsreikningi sjávarútvegsfyrirtækja og hagtölum. 

Eign í auðlindinniFiskveiðiauðlindin er skráð í efnahagsreikningum útgerðarfyrirtækja sem „óefnisleg eign“.

Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“

Kvóti er skráður sem „óefnisleg eign“ í efnahagsreikningi sjávarútvegsfyrirtækja. Frá árinu 2002 hafa óefnislegar eignir, sem að stærstum hluta eru aflaheimildir, aukist úr 93 milljörðum króna í 251 milljarð króna á föstu verðlagi. 

Óefnislegar eignir útgerðarfyrirtækja, mestmegnis í kvóta, jókst um svipaða upphæð og skuldir þeirra árin 2002 til 2007. Fjölmörg útgerðarfélög veðsettu eign sína í kvóta til þess að fá lán, jafnvel til hlutabréfakaupa. Þannig veðsettu þau eign sem ekki myndar eignarrétt því hún telst til sameignar íslensku þjóðarinnar. Án þessarar eignar væri eigið fé íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja neikvætt, þau myndu skulda meira en þau eiga.

Batnandi hagurGrafið sýnir batnandi hag útgerðarfyrirtækja. Þarna sést að frá aldamótum hefur óefnisleg eign aukist verulega, en það er að stórum hluta aflaheimildir.

Milljarðamæringar af kvóta

Þrátt fyrir að aflaheimildir séu ekki eiginleg eign og eigi ekki lagalega að lúta eignarrétti geta útgerðarmenn, eigendur útgerðarfélaganna, framkallað raunverulega eign úr þeim með því að selja kvóta. 

Í úttekt Stundarinnar í fyrra á helstu „eigendum“ auðlindarinnar kom fram að einstakir útgerðarmenn hafi yfir að ráða sameign upp á tugi milljarða króna.

Sjá umfjöllun Stundarinnar um fólkið sem ræður auðlindinni.

Þess ber að geta að þegar kvóti er seldur eru oft skuldir að baki, þar sem stór hluti kvóta er veðsettur.

Eftirfarandi útgerðarmenn réðu yfir mestum hluta auðlindarinnar í fyrra: 

 

Helstu eigendur fiskveiðiauðlindarinnarStundin gerði úttekt á helstu eigendum auðlindarinnar í fyrra.

Veiðigjöld lækkuð

Þrátt fyrir að eignir sjávarútvegsfyrirtækja hafa stóraukist hafa veiðgjöld verið lækkuð síðustu þrjú árin. Fiskveiðiárið 2012-2013 greiddu útgerðir tæpa 13 milljarða króna í veiðigjöld, en árið 2014-2015 fimm milljörðum minna, eða 7,7 milljarða króna. Það jafngildir því að veiðigjöldin eru nú árlega um 10% af aukningu á eigin fé útgerðarfélaga á Íslandi.

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð í kjölfar kosninganna í apríl 2013 var tekin ákvörðun um að lækka hið svokallaða „sérstaka veiðigjald“, sem leiddi til þess að veiðigjaldið lækkaði um tæpan milljarð 2014-2015, 1,4 milljarða árið áður og tæpa þrjá milljarða árið þar áður.

Kvótinn boðinn upp?

Í kjölfar tilrauna Færeyinga með uppboð á kvóta, sem þýðir að ríkið býður upp kvótann gegn hæsta verði á markaði, hefur vaknað umræða um að Íslendingar fari svokallaða uppboðsleið. 

Meðal þeirra flokka sem styðja uppboðsleiðina eru Píratar, sem njóta um 23% fylgis samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallups. Þá hefur VG, sem um 13% styðja, horft til uppboðsleiðarinnar. Formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, segist vilja „byrja á þessu í áföngum eins og Færeyingar hafa gert“. Viðreisn, studd af 12% í síðustu skoðanakönnun, styður einnig uppboðsleiðina í áföngum, sem og Björt framtíð með 3% stuðning.

Alls eru rúmlega 60% kjósenda, ef marka má skoðanakannanir, að baki flokkum sem styðja uppboðsleiðina eins og staðan er nú. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn eru andsnúnir uppboðsleiðinni.

„Hvað höfum við gert ykkur?“

Samfylkingin, með 9% fylgi, styður uppboðsleið, án þess að hafa innleitt hana í síðustu ríkisstjórn, þegar gerð var málamiðlun vegna mikilla mótmæla útgerðarmanna. „Hvað höfum við gert ykkur?“ sagði einn af fyrrverandi stjórnendum Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað á átakafundi með Steingrími J. Sigfússyni, þá sjávarútvegsráðherra, í apríl 2012.

Renta af auðlindinni fyrir heilbrigðisútgjöldum

Fyrrverandi hagstofustjóri Færeyja, Hermann Oskarsson, sem styður uppboðsleiðina, sagði í viðtali við Stundina á dögunum að renta ríkisins af uppboði á heimildum til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í Færeyjum myndi duga fyrir öllu heilbrigðiskerfi landsins. „Uppboðin hafa gengið vel og meirihluti Færeyinga er augljóslega hlynntur því að greitt sé fullt gjald fyrir fiskveiðiréttindi. Auðvitað hefðu útgerðarfyrirtækin áfram viljað fá aflaheimildum úthlutað ókeypis, en samt hafa þau tekið virkan þátt í uppboðunum og boðið svo hátt verð að það hefur komið hagfræðingum sem fylgjast með á óvart. Þegar allur kvóti verður boðinn upp er reiknað með að tekjurnar muni duga til að standa straum af öllum heilbrigðisútgjöldum landsins og lækka tekjuskatt umtalsvert. Það ætti því engan að undra að breiður stuðningur er við aðgerðirnar í Færeyjum.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár