Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útgerðarmenn hafa eignast 300 milljarða króna á sex árum - veiðigjald lækkar

Hag­töl­ur sýna bætt­an hag út­gerð­ar­fyr­ir­tækja og hvernig þau bjuggu til eign úr því sem eign­ar­rétt­ur gild­ir ekki um. Út­gerð­ir á Ís­landi hafa auk­ið eig­ið fé sitt um 300 millj­arða króna á sex ár­um, eða 50 millj­arða á hverju ári, síð­ustu sex ár. Síð­ustu þrjú ár hef­ur veiði­gjald­ið fyr­ir af­not af auð­lind­inni lækk­að um 5 millj­arða á ári.

Útgerðarmenn hafa eignast 300 milljarða króna á sex árum - veiðigjald lækkar
Þorsteinn Már Baldvinsson Er einn auðugasti útgerðarmaður landsins í gegnum eignarhald á Samherja. Auður hans, ásamt fyrrverandi eiginkonu hans, var metinn á um 31 milljarð króna í fyrra. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Íslenskar útgerðir hafa aukið eigið fé sitt um 300 milljarða króna á sex árum, eða um 50 milljarða á ári að meðaltali, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Helsta eign útgerðarfélaganna er eign sem eignarréttur gildir ekki um, lögum samkvæmt, eða heimildir til að nýta auðlindina.

Síðustu þrjú ár hefur veiðigjald til ríkissjóðs fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni hins vegar lækkað um fimm milljarða króna.

Eigið fé útgerðarfyrirtækja var neikvæð eftir efnahagshrunið, fór úr mínus 83 milljörðum króna árið 2008 í 216 milljarða króna í plús árið 2014.

Aðgangur að auðlindinni er eign

Þrátt fyrir að lög kveði á um að aflaheimildir, eða kvóti, séu ekki eign, eru þær skráðar sem eign í efnahagsreikningi sjávarútvegsfyrirtækja og hagtölum. 

Eign í auðlindinniFiskveiðiauðlindin er skráð í efnahagsreikningum útgerðarfyrirtækja sem „óefnisleg eign“.

Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“

Kvóti er skráður sem „óefnisleg eign“ í efnahagsreikningi sjávarútvegsfyrirtækja. Frá árinu 2002 hafa óefnislegar eignir, sem að stærstum hluta eru aflaheimildir, aukist úr 93 milljörðum króna í 251 milljarð króna á föstu verðlagi. 

Óefnislegar eignir útgerðarfyrirtækja, mestmegnis í kvóta, jókst um svipaða upphæð og skuldir þeirra árin 2002 til 2007. Fjölmörg útgerðarfélög veðsettu eign sína í kvóta til þess að fá lán, jafnvel til hlutabréfakaupa. Þannig veðsettu þau eign sem ekki myndar eignarrétt því hún telst til sameignar íslensku þjóðarinnar. Án þessarar eignar væri eigið fé íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja neikvætt, þau myndu skulda meira en þau eiga.

Batnandi hagurGrafið sýnir batnandi hag útgerðarfyrirtækja. Þarna sést að frá aldamótum hefur óefnisleg eign aukist verulega, en það er að stórum hluta aflaheimildir.

Milljarðamæringar af kvóta

Þrátt fyrir að aflaheimildir séu ekki eiginleg eign og eigi ekki lagalega að lúta eignarrétti geta útgerðarmenn, eigendur útgerðarfélaganna, framkallað raunverulega eign úr þeim með því að selja kvóta. 

Í úttekt Stundarinnar í fyrra á helstu „eigendum“ auðlindarinnar kom fram að einstakir útgerðarmenn hafi yfir að ráða sameign upp á tugi milljarða króna.

Sjá umfjöllun Stundarinnar um fólkið sem ræður auðlindinni.

Þess ber að geta að þegar kvóti er seldur eru oft skuldir að baki, þar sem stór hluti kvóta er veðsettur.

Eftirfarandi útgerðarmenn réðu yfir mestum hluta auðlindarinnar í fyrra: 

 

Helstu eigendur fiskveiðiauðlindarinnarStundin gerði úttekt á helstu eigendum auðlindarinnar í fyrra.

Veiðigjöld lækkuð

Þrátt fyrir að eignir sjávarútvegsfyrirtækja hafa stóraukist hafa veiðgjöld verið lækkuð síðustu þrjú árin. Fiskveiðiárið 2012-2013 greiddu útgerðir tæpa 13 milljarða króna í veiðigjöld, en árið 2014-2015 fimm milljörðum minna, eða 7,7 milljarða króna. Það jafngildir því að veiðigjöldin eru nú árlega um 10% af aukningu á eigin fé útgerðarfélaga á Íslandi.

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð í kjölfar kosninganna í apríl 2013 var tekin ákvörðun um að lækka hið svokallaða „sérstaka veiðigjald“, sem leiddi til þess að veiðigjaldið lækkaði um tæpan milljarð 2014-2015, 1,4 milljarða árið áður og tæpa þrjá milljarða árið þar áður.

Kvótinn boðinn upp?

Í kjölfar tilrauna Færeyinga með uppboð á kvóta, sem þýðir að ríkið býður upp kvótann gegn hæsta verði á markaði, hefur vaknað umræða um að Íslendingar fari svokallaða uppboðsleið. 

Meðal þeirra flokka sem styðja uppboðsleiðina eru Píratar, sem njóta um 23% fylgis samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallups. Þá hefur VG, sem um 13% styðja, horft til uppboðsleiðarinnar. Formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, segist vilja „byrja á þessu í áföngum eins og Færeyingar hafa gert“. Viðreisn, studd af 12% í síðustu skoðanakönnun, styður einnig uppboðsleiðina í áföngum, sem og Björt framtíð með 3% stuðning.

Alls eru rúmlega 60% kjósenda, ef marka má skoðanakannanir, að baki flokkum sem styðja uppboðsleiðina eins og staðan er nú. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn eru andsnúnir uppboðsleiðinni.

„Hvað höfum við gert ykkur?“

Samfylkingin, með 9% fylgi, styður uppboðsleið, án þess að hafa innleitt hana í síðustu ríkisstjórn, þegar gerð var málamiðlun vegna mikilla mótmæla útgerðarmanna. „Hvað höfum við gert ykkur?“ sagði einn af fyrrverandi stjórnendum Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað á átakafundi með Steingrími J. Sigfússyni, þá sjávarútvegsráðherra, í apríl 2012.

Renta af auðlindinni fyrir heilbrigðisútgjöldum

Fyrrverandi hagstofustjóri Færeyja, Hermann Oskarsson, sem styður uppboðsleiðina, sagði í viðtali við Stundina á dögunum að renta ríkisins af uppboði á heimildum til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í Færeyjum myndi duga fyrir öllu heilbrigðiskerfi landsins. „Uppboðin hafa gengið vel og meirihluti Færeyinga er augljóslega hlynntur því að greitt sé fullt gjald fyrir fiskveiðiréttindi. Auðvitað hefðu útgerðarfyrirtækin áfram viljað fá aflaheimildum úthlutað ókeypis, en samt hafa þau tekið virkan þátt í uppboðunum og boðið svo hátt verð að það hefur komið hagfræðingum sem fylgjast með á óvart. Þegar allur kvóti verður boðinn upp er reiknað með að tekjurnar muni duga til að standa straum af öllum heilbrigðisútgjöldum landsins og lækka tekjuskatt umtalsvert. Það ætti því engan að undra að breiður stuðningur er við aðgerðirnar í Færeyjum.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár