Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útgerðarmenn hafa eignast 300 milljarða króna á sex árum - veiðigjald lækkar

Hag­töl­ur sýna bætt­an hag út­gerð­ar­fyr­ir­tækja og hvernig þau bjuggu til eign úr því sem eign­ar­rétt­ur gild­ir ekki um. Út­gerð­ir á Ís­landi hafa auk­ið eig­ið fé sitt um 300 millj­arða króna á sex ár­um, eða 50 millj­arða á hverju ári, síð­ustu sex ár. Síð­ustu þrjú ár hef­ur veiði­gjald­ið fyr­ir af­not af auð­lind­inni lækk­að um 5 millj­arða á ári.

Útgerðarmenn hafa eignast 300 milljarða króna á sex árum - veiðigjald lækkar
Þorsteinn Már Baldvinsson Er einn auðugasti útgerðarmaður landsins í gegnum eignarhald á Samherja. Auður hans, ásamt fyrrverandi eiginkonu hans, var metinn á um 31 milljarð króna í fyrra. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Íslenskar útgerðir hafa aukið eigið fé sitt um 300 milljarða króna á sex árum, eða um 50 milljarða á ári að meðaltali, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Helsta eign útgerðarfélaganna er eign sem eignarréttur gildir ekki um, lögum samkvæmt, eða heimildir til að nýta auðlindina.

Síðustu þrjú ár hefur veiðigjald til ríkissjóðs fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni hins vegar lækkað um fimm milljarða króna.

Eigið fé útgerðarfyrirtækja var neikvæð eftir efnahagshrunið, fór úr mínus 83 milljörðum króna árið 2008 í 216 milljarða króna í plús árið 2014.

Aðgangur að auðlindinni er eign

Þrátt fyrir að lög kveði á um að aflaheimildir, eða kvóti, séu ekki eign, eru þær skráðar sem eign í efnahagsreikningi sjávarútvegsfyrirtækja og hagtölum. 

Eign í auðlindinniFiskveiðiauðlindin er skráð í efnahagsreikningum útgerðarfyrirtækja sem „óefnisleg eign“.

Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“

Kvóti er skráður sem „óefnisleg eign“ í efnahagsreikningi sjávarútvegsfyrirtækja. Frá árinu 2002 hafa óefnislegar eignir, sem að stærstum hluta eru aflaheimildir, aukist úr 93 milljörðum króna í 251 milljarð króna á föstu verðlagi. 

Óefnislegar eignir útgerðarfyrirtækja, mestmegnis í kvóta, jókst um svipaða upphæð og skuldir þeirra árin 2002 til 2007. Fjölmörg útgerðarfélög veðsettu eign sína í kvóta til þess að fá lán, jafnvel til hlutabréfakaupa. Þannig veðsettu þau eign sem ekki myndar eignarrétt því hún telst til sameignar íslensku þjóðarinnar. Án þessarar eignar væri eigið fé íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja neikvætt, þau myndu skulda meira en þau eiga.

Batnandi hagurGrafið sýnir batnandi hag útgerðarfyrirtækja. Þarna sést að frá aldamótum hefur óefnisleg eign aukist verulega, en það er að stórum hluta aflaheimildir.

Milljarðamæringar af kvóta

Þrátt fyrir að aflaheimildir séu ekki eiginleg eign og eigi ekki lagalega að lúta eignarrétti geta útgerðarmenn, eigendur útgerðarfélaganna, framkallað raunverulega eign úr þeim með því að selja kvóta. 

Í úttekt Stundarinnar í fyrra á helstu „eigendum“ auðlindarinnar kom fram að einstakir útgerðarmenn hafi yfir að ráða sameign upp á tugi milljarða króna.

Sjá umfjöllun Stundarinnar um fólkið sem ræður auðlindinni.

Þess ber að geta að þegar kvóti er seldur eru oft skuldir að baki, þar sem stór hluti kvóta er veðsettur.

Eftirfarandi útgerðarmenn réðu yfir mestum hluta auðlindarinnar í fyrra: 

 

Helstu eigendur fiskveiðiauðlindarinnarStundin gerði úttekt á helstu eigendum auðlindarinnar í fyrra.

Veiðigjöld lækkuð

Þrátt fyrir að eignir sjávarútvegsfyrirtækja hafa stóraukist hafa veiðgjöld verið lækkuð síðustu þrjú árin. Fiskveiðiárið 2012-2013 greiddu útgerðir tæpa 13 milljarða króna í veiðigjöld, en árið 2014-2015 fimm milljörðum minna, eða 7,7 milljarða króna. Það jafngildir því að veiðigjöldin eru nú árlega um 10% af aukningu á eigin fé útgerðarfélaga á Íslandi.

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð í kjölfar kosninganna í apríl 2013 var tekin ákvörðun um að lækka hið svokallaða „sérstaka veiðigjald“, sem leiddi til þess að veiðigjaldið lækkaði um tæpan milljarð 2014-2015, 1,4 milljarða árið áður og tæpa þrjá milljarða árið þar áður.

Kvótinn boðinn upp?

Í kjölfar tilrauna Færeyinga með uppboð á kvóta, sem þýðir að ríkið býður upp kvótann gegn hæsta verði á markaði, hefur vaknað umræða um að Íslendingar fari svokallaða uppboðsleið. 

Meðal þeirra flokka sem styðja uppboðsleiðina eru Píratar, sem njóta um 23% fylgis samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallups. Þá hefur VG, sem um 13% styðja, horft til uppboðsleiðarinnar. Formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, segist vilja „byrja á þessu í áföngum eins og Færeyingar hafa gert“. Viðreisn, studd af 12% í síðustu skoðanakönnun, styður einnig uppboðsleiðina í áföngum, sem og Björt framtíð með 3% stuðning.

Alls eru rúmlega 60% kjósenda, ef marka má skoðanakannanir, að baki flokkum sem styðja uppboðsleiðina eins og staðan er nú. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn eru andsnúnir uppboðsleiðinni.

„Hvað höfum við gert ykkur?“

Samfylkingin, með 9% fylgi, styður uppboðsleið, án þess að hafa innleitt hana í síðustu ríkisstjórn, þegar gerð var málamiðlun vegna mikilla mótmæla útgerðarmanna. „Hvað höfum við gert ykkur?“ sagði einn af fyrrverandi stjórnendum Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað á átakafundi með Steingrími J. Sigfússyni, þá sjávarútvegsráðherra, í apríl 2012.

Renta af auðlindinni fyrir heilbrigðisútgjöldum

Fyrrverandi hagstofustjóri Færeyja, Hermann Oskarsson, sem styður uppboðsleiðina, sagði í viðtali við Stundina á dögunum að renta ríkisins af uppboði á heimildum til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar í Færeyjum myndi duga fyrir öllu heilbrigðiskerfi landsins. „Uppboðin hafa gengið vel og meirihluti Færeyinga er augljóslega hlynntur því að greitt sé fullt gjald fyrir fiskveiðiréttindi. Auðvitað hefðu útgerðarfyrirtækin áfram viljað fá aflaheimildum úthlutað ókeypis, en samt hafa þau tekið virkan þátt í uppboðunum og boðið svo hátt verð að það hefur komið hagfræðingum sem fylgjast með á óvart. Þegar allur kvóti verður boðinn upp er reiknað með að tekjurnar muni duga til að standa straum af öllum heilbrigðisútgjöldum landsins og lækka tekjuskatt umtalsvert. Það ætti því engan að undra að breiður stuðningur er við aðgerðirnar í Færeyjum.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár