„Það sjónarmið að stór hluti kvótans hafi skipt um hendur og að þeir sem hafa keypt hafi greitt háar fjárhæðir fyrir kvótann hefur alla tíð verið ein af þeim röksemdum sem andstæðingar breytinga hafa haldið á lofti. Ég hef ekki mikla samúð með þessum rökum,“ segir hagfræðingurinn Jón Steinsson aðspurður í svari til Stundarinnar um það hvort hann telji raunverulega mögulegt að breyta kvótakerfinu með þeim hætti að aflaheimildir verði framvegis boðnar upp og afnotaréttur þeirra leigður hæsbjóðanda.
Jón skrifaði grein um um kvótakerfið í Fréttablaðið fyrir skömmu sem vakti mikla athygli en þar rakti hann þau vandamál sem fylgja kvótakerfinu og lýsti þeirri skoðun sinni að þjóðin fengi ekki nægilegan arð af fiskveiðiauðlindinni. Niðurstaða Jóns í greininni var skýr: Breyta þarf kvótakerfinu þannig að aflaheimildir verði boðnar upp. „Það er einfalt að ráða bót á þessu. Til þess þarf einungis að bjóða upp veiðiheimildir.“
Athugasemdir