Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Í þing­ræðu sem Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, flutti boð­aði hann rúm­lega 33 pró­senta hækk­un á ör­orku­líf­eyri sem taka ætti gildi um næstu ára­mót. Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar nem­ur hækk­un­in hins veg­ar að­eins um 3,1 til 4,8 pró­sent­um.

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Þorsteinn Víglundsson, jafnréttis- og félagsmálaráðherra, fór með rangt mál um kjör lífeyrisþega á Alþingi þann 16. maí. „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði,“ sagði Þorsteinn þegar rætt var um fátækt á Alþingi. Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er skoðuð stenst málflutningur Þorsteins hins vegar ekki. Raunveruleg hækkun á örorkulífeyri er aðeins brotabrot af boðaðri hækkun Þorsteins.

Óskertur örorkulífeyrir nemur í dag rúmum 227 þúsund krónum fyrir skatt og þyrfti því að hækka greiðslurnar um nærri 33 prósent um áramótin til þess að hann sé í samræmi við málflutning Þorsteins á Alþingi. Í fjármálaáætluninni, sem samþykkt var á Alþingi þann 1. júní,  er hins vegar aðeins gert ráð fyrir 3,1 til 4,8 prósenta hækkun á ári á tímabilinu 2018 til 2022. Það hefur í för með sér að óskertur örorkulífeyrir verður á bilinu 234 til 238 þúsund krónur á mánuði í byrjun næsta árs.

Þá hélt Þorsteinn því fram í sömu þingræðu að kaupmáttur örorkulífeyris hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. „Það sem skiptir auðvitað miklu máli í þessu samhengi er hver þróunin hefur verið hjá okkur. Á alla mælikvarða stöndum við ákaflega vel. Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu,“ sagði Þorsteinn.

Í gögnum sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Örykjabandalag Íslands stenst fullyrðing  ráðherra ekki hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga. Kaupmáttur lágmarkslauna hefur, eins og sést á grafinu hér að neðan, aukist langt umfram kaupmátt örorkulífeyris á síðustu árum. Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ, fjölluðu um rangfærslur Þorsteins í pistli sem birtist á Vísi í morgun.

Þróun kaupmáttarGögn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Fyrir alþingiskosningarnar í fyrra lofaði Viðreisn því að „enginn lífeyrisþegi fengi minna en sem nemur lágmarkslaunum,“ en lágmarkslaun munu hækka í 300 þúsund krónur á næsta ári. Þá boðaði Viðreisn til blaðamannafundar viku fyrir kosningarnar og lofaði breyttum vinnubrögðum í pólítík. „Viðreisn hvetur önnur framboð til Alþingis til að sýna á spilin og útskýra með nákvæmum hætti hvernig þau ætla að standa straum af loforðum sínum. Það er sjálfsögð virðing við þá tugþúsundir kjósenda sem enn eiga eftir að gera upp hug sinn. Kjósendur eiga rétt á að vita hverju atkvæði þeirra skilar og treysta því að ekki sé um innantóm loforð stjórnmálamanna að ræða,“ sagði í tilkynningu Viðreisnar um fundinn.

Öryrkjabandalag Íslands hefur á undanförnum mánuðum gagnrýnt harðlega stefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum öryrkja. Bandalagið telur að sú leið, sem ríkisstjórnin lagði upp með í þingsályktunartillögunni, muni auka bilið á milli lágmarkslauna og óskerts örorkulífeyris til muna. „Með fjármálaáætlun þessari virðist ríkisstjórnin ætla að halda þessum hópi í fátækt og þannig koma í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu,“ segir í umsögn bandalagsins með fjármálaáætluninni.

Þá var Þorsteinn staðinn að því í lok apríl og byrjun maí að hafa sett fram rangar tölur um útgjöld til Landspítalans í viðtali við Morgunblaðið og ýkt verulega fjárframlög hins opinbera til málaflokksins. Þegar stjórnendur gerðu athugasemdir við málflutning ráðherra sakaði hann þá um „talnaleikfimi“.

Stundin hefur tvívegis sent ráðherra og aðstoðarmönnum hans fyrirspurn, óskað eftir skýringum og spurt hvort Þorsteinn ætli að biðjast afsökunar á því að hafa sett fram rangfærslur um fjármál spítalans. Engin svör hafa borist. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár