Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þórður kemur út úr skápnum sem klæðskiptingur

Tón­list­ar­mað­ur­inn og for­rit­ar­inn Þórð­ur Her­manns­son hef­ur und­an­farna mán­uði ver­ið opn­ari með að klæð­ast kvenn­manns­föt­um á al­manna­færi. Hann seg­ir fjölda karl­manna hafa haft sam­band við sig sem eft­ir pist­il sem hann birt­ir á Face­book.

Þórður kemur út úr skápnum sem klæðskiptingur
Klæðskiptingur Þórður hefur birt fjölda mynd af sér í kvennmannsfötum á Instagram. Mynd: Instagram

Tónlistarmaðurinn og forritarinn Þórður Hermannsson skrifaði Facebook-stöðufærslu sem hefur mikla athygli en þar kemur hann úr skápnum sem klæðskiptingur eða transvestite.

Í samtali við Stundina segir Þórður að hann hafi ákveðið að birta stöðufærsluna til að koma í veg fyrir allan misskiling, hann hafi undanfarna mánuði verið opnari með að klæðast kvennmannsfötum á almannafæri.

„Síðustu fjóra mánuði hef ég verið að koma út í rauninni. Ég hef verið að fara út klæddur upp og ég hef alveg verið að gera það frá því í ágúst. Málið er að ég var ekkert að fara upp að fólki og segja því frá þessu, ég leyfði því að koma til mín og ef einhver spurði þá svaraði ég í fullri hreinskilni. Ég ákvað að gera þetta svona, því ég var farinn að fá spurningar frá vinum mínum og nánum fjölskyldumeðlimum sem voru að spá í hvað væri í gangi og ég vildi ekki að neinn tæki þessu þannig að ég væri að leyna þessu,“ segir Þórður.

„Ég enda alltaf með því að fara út nákvæmlega eins og ég vill líta út“

Stundin fékk leyfi Þórðar til að birta stöðufærslu hans í heild sinni.

„Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig að ég vill útskýra aðeins.

Ég er transvestite eða klæðskiptingur. Mér finnst orðið klæðskiptingur ekki mjög lýsandi samt og satt best að segja finnst mér þessar skilgreiningar ekkert endilega lýsa því sem ég hef upplifað allt mitt líf.

Málið er að ég hef alltaf haft mjög gaman af því að mála mig og klæða mig upp, munurinn liggur í því að áður hefði ég aldrei farið út málaður eða klæddur án þess að hafa eitthvað tilefni, getað falið mig á bak við eitthvað eins og drag keppnir. Það var ekki fyrr en í ár sem að ég fann fyrir því að mér var hætt að vera sama um hvað fólki finnst um hvernig ég klæði mig eða hvort að ég máli mig.

„Hvaða lyfjaði einstaklingur er þetta? Af hverju er hann í þessum fötum?“

Ég gerði mér líka grein fyrir því í ár að allir þessir staðlar sem eiga að ná yfir karlmenn í samfélaginu eiga ekkert endilega alltaf við mig og að ég þurfi í raun ekkert að fylgja þeim frekar en ég vil. En efinn er oft mikill og erfitt að hrista hann af sér. Það er miklu auðveldara að reyna að fylgja bara öðrum en að eiga í hættu að vera dæmdur.

Oft áður en ég fer út er ég mjög efins, ég hugsa um fólkið sem ég er að fara að hitta og hvernig það hugsi: „Hvaða lyfjaði einstaklingur er þetta? Af hverju er hann í þessum fötum?“

Svo er ég næstum því hættur við að fara svona út, það væri miklu þægilegra fyrir alla. En ég enda alltaf með því að fara út nákvæmlega eins og ég vill líta út. Þetta hefur styrkt mig svo mikið sem manneskju að ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því. Að þurfa að bakka sjálfan sig upp 100% er bæði það erfiðasta en líka það besta sem ég hef gert á ævi minni. Í kjölfarið er ég orðin sterkari og hamingjusamari manneskja en ég hef nokkurn tímann verið.

„Ég held að hræðslan sé oft bundin við það að klæða sig upp og mála sig sé í raun kynferðislegur hlutur.“

Við eigum að sækja þennan rétt, að vera eins og við viljum. Eftir að ég byrjaði að fara út klæddur og málaður hef ég fengið fjölda pósta frá karlmönnum sem að finnst þetta flott og vilja gera nákvæmlega sama hlut, eða að þeir eru að gera það nú þegar, bara í laumi. Ég segi haldið áfram að gera það, takið mark á þessari löngun og leyfið henni að njóta sín.

Ég held að hræðslan sé oft bundin við það að klæða sig upp og mála sig sé í raun kynferðislegur hlutur. Kveikjan af því að ég vildi mála mig og klæða mig upp var engan veginn kynferðisleg. En þetta varpar líka ljósi á aðra skekkju í samfélaginu sem er sú að konur eru oft meðvitað/ómeðvitað álitnar kynverur frekar en að þeim sé tekið bara eins og þær eru, áhugaverðar manneskjur í flottum fötum og með flotta málningu.

Önnur skekkja sem að ég hef tekið eftir er sú að karlmönnum er eiginlega ekki kennt að það er allt í lagi að hrósa hvor öðrum fyrir klæðarval og útlit.

En svo að ég komi aftur að skilgreiningum þá er það sem ég er að berjast fyrir eiginlega einmitt það að þurfa ekki að segja ykkur að ég sé transvestite eða hvaða skilgreiningu sem ætti að ná að ramma mig inn. Ég er bara manneskja sem að fílar stundum hluti sem að eru bundnir við kvenkyn, stundum hluti sem að eru bundnir við karlkyn. Það að þessir hlutir séu bundnir við annað hvort kynið kemur mér ekkert við og ætti ekki að hafa áhrif á það hvort að ég leyfi mér að gera þá eða ekki. Mér finnst að manneskja af gagnstæðu kyni ætti að hafa rétt á því að gera nákvæmlega það sama.

Síðast en ekki síst vill ég þakka fjölskyldu og vinum fyrir að vera opin og skilningsrík fyrir þessu. Ég hef bara fengið endalaust jákvæða strauma frá öllum í kringum mig og það er ótrúlega fallegt og sýnir mér bara hversu gott fólk ég á í kringum mig og á hversu góðri leið við erum sem samfélag.

Það tók mig 28 ár að læra að taka mark á sjálfum mér en ég er allaveganna loksins byrjaður og ég þakka fyrir það á hverjum degi.

ást

D“

Hefur ekki tíma á morgnana

Í samtali við Stundina segir Þórður að í dag sé hann mikið opnari með að fara út í kvennmannsfötum og geri það raun þegar honum sýnist. „Ég geri það þannig núna að ég fer ekki í vinnuna svona, ekki enn þá, en það gæti gerst. En „basically“ alltaf eftir vinnu, þegar ég fer út, mála ég mig hvernig sem ég vill og það er mjög líklegt að það aukist. Núna er ég að reyna að gera þetta eins oft og vil og get. Ég reyni að láta sem minnst stoppa mig. Ég gæti alveg mætt í vinnuna svona en ég geri það ekki af þeim ástæðum að oft hef ég ekki tíma til þess á morgnanna, því ég er „late-sleeper“. Í vinnunni er fólk með á hreinu hvað ég er að gera, ég hef mætt á jólahlaðborð þannig. Það er ekkert sem er að stoppa mig,“ segir Þórður.

„Í vinnunni er fólk með á hreinu hvað ég er að gera, ég hef mætt á jólahlaðborð þannig. Það er ekkert sem er að stoppa mig.“

Hann segir að það væri þjóðráð að koma á fót stuðningsneti klæðskiptinga sem er raunar ekki til staðar á Íslandi. „Það er ekki mikið í gangi. Ég hef fundið fyrir því. Það er rosa mikið um þetta, ég hef fundið að karlmenn sem hafa haft samband við mig og eru mikið að spá í þessu miðað við hvað er lítil fræðsla. Það er hópur sem heitir Trans Ísland sem er nokkurn veginn svona en það er mikið fólk sem vill leiðrétta kyn sitt. Ég virði það af öllu mínu hjarta en mér finnst ég ekki vera fastur í karlmannslíkama, ég er ekki ósáttur með það sem ég hef,“ segir Þórður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár