Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þórður kemur út úr skápnum sem klæðskiptingur

Tón­list­ar­mað­ur­inn og for­rit­ar­inn Þórð­ur Her­manns­son hef­ur und­an­farna mán­uði ver­ið opn­ari með að klæð­ast kvenn­manns­föt­um á al­manna­færi. Hann seg­ir fjölda karl­manna hafa haft sam­band við sig sem eft­ir pist­il sem hann birt­ir á Face­book.

Þórður kemur út úr skápnum sem klæðskiptingur
Klæðskiptingur Þórður hefur birt fjölda mynd af sér í kvennmannsfötum á Instagram. Mynd: Instagram

Tónlistarmaðurinn og forritarinn Þórður Hermannsson skrifaði Facebook-stöðufærslu sem hefur mikla athygli en þar kemur hann úr skápnum sem klæðskiptingur eða transvestite.

Í samtali við Stundina segir Þórður að hann hafi ákveðið að birta stöðufærsluna til að koma í veg fyrir allan misskiling, hann hafi undanfarna mánuði verið opnari með að klæðast kvennmannsfötum á almannafæri.

„Síðustu fjóra mánuði hef ég verið að koma út í rauninni. Ég hef verið að fara út klæddur upp og ég hef alveg verið að gera það frá því í ágúst. Málið er að ég var ekkert að fara upp að fólki og segja því frá þessu, ég leyfði því að koma til mín og ef einhver spurði þá svaraði ég í fullri hreinskilni. Ég ákvað að gera þetta svona, því ég var farinn að fá spurningar frá vinum mínum og nánum fjölskyldumeðlimum sem voru að spá í hvað væri í gangi og ég vildi ekki að neinn tæki þessu þannig að ég væri að leyna þessu,“ segir Þórður.

„Ég enda alltaf með því að fara út nákvæmlega eins og ég vill líta út“

Stundin fékk leyfi Þórðar til að birta stöðufærslu hans í heild sinni.

„Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig að ég vill útskýra aðeins.

Ég er transvestite eða klæðskiptingur. Mér finnst orðið klæðskiptingur ekki mjög lýsandi samt og satt best að segja finnst mér þessar skilgreiningar ekkert endilega lýsa því sem ég hef upplifað allt mitt líf.

Málið er að ég hef alltaf haft mjög gaman af því að mála mig og klæða mig upp, munurinn liggur í því að áður hefði ég aldrei farið út málaður eða klæddur án þess að hafa eitthvað tilefni, getað falið mig á bak við eitthvað eins og drag keppnir. Það var ekki fyrr en í ár sem að ég fann fyrir því að mér var hætt að vera sama um hvað fólki finnst um hvernig ég klæði mig eða hvort að ég máli mig.

„Hvaða lyfjaði einstaklingur er þetta? Af hverju er hann í þessum fötum?“

Ég gerði mér líka grein fyrir því í ár að allir þessir staðlar sem eiga að ná yfir karlmenn í samfélaginu eiga ekkert endilega alltaf við mig og að ég þurfi í raun ekkert að fylgja þeim frekar en ég vil. En efinn er oft mikill og erfitt að hrista hann af sér. Það er miklu auðveldara að reyna að fylgja bara öðrum en að eiga í hættu að vera dæmdur.

Oft áður en ég fer út er ég mjög efins, ég hugsa um fólkið sem ég er að fara að hitta og hvernig það hugsi: „Hvaða lyfjaði einstaklingur er þetta? Af hverju er hann í þessum fötum?“

Svo er ég næstum því hættur við að fara svona út, það væri miklu þægilegra fyrir alla. En ég enda alltaf með því að fara út nákvæmlega eins og ég vill líta út. Þetta hefur styrkt mig svo mikið sem manneskju að ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því. Að þurfa að bakka sjálfan sig upp 100% er bæði það erfiðasta en líka það besta sem ég hef gert á ævi minni. Í kjölfarið er ég orðin sterkari og hamingjusamari manneskja en ég hef nokkurn tímann verið.

„Ég held að hræðslan sé oft bundin við það að klæða sig upp og mála sig sé í raun kynferðislegur hlutur.“

Við eigum að sækja þennan rétt, að vera eins og við viljum. Eftir að ég byrjaði að fara út klæddur og málaður hef ég fengið fjölda pósta frá karlmönnum sem að finnst þetta flott og vilja gera nákvæmlega sama hlut, eða að þeir eru að gera það nú þegar, bara í laumi. Ég segi haldið áfram að gera það, takið mark á þessari löngun og leyfið henni að njóta sín.

Ég held að hræðslan sé oft bundin við það að klæða sig upp og mála sig sé í raun kynferðislegur hlutur. Kveikjan af því að ég vildi mála mig og klæða mig upp var engan veginn kynferðisleg. En þetta varpar líka ljósi á aðra skekkju í samfélaginu sem er sú að konur eru oft meðvitað/ómeðvitað álitnar kynverur frekar en að þeim sé tekið bara eins og þær eru, áhugaverðar manneskjur í flottum fötum og með flotta málningu.

Önnur skekkja sem að ég hef tekið eftir er sú að karlmönnum er eiginlega ekki kennt að það er allt í lagi að hrósa hvor öðrum fyrir klæðarval og útlit.

En svo að ég komi aftur að skilgreiningum þá er það sem ég er að berjast fyrir eiginlega einmitt það að þurfa ekki að segja ykkur að ég sé transvestite eða hvaða skilgreiningu sem ætti að ná að ramma mig inn. Ég er bara manneskja sem að fílar stundum hluti sem að eru bundnir við kvenkyn, stundum hluti sem að eru bundnir við karlkyn. Það að þessir hlutir séu bundnir við annað hvort kynið kemur mér ekkert við og ætti ekki að hafa áhrif á það hvort að ég leyfi mér að gera þá eða ekki. Mér finnst að manneskja af gagnstæðu kyni ætti að hafa rétt á því að gera nákvæmlega það sama.

Síðast en ekki síst vill ég þakka fjölskyldu og vinum fyrir að vera opin og skilningsrík fyrir þessu. Ég hef bara fengið endalaust jákvæða strauma frá öllum í kringum mig og það er ótrúlega fallegt og sýnir mér bara hversu gott fólk ég á í kringum mig og á hversu góðri leið við erum sem samfélag.

Það tók mig 28 ár að læra að taka mark á sjálfum mér en ég er allaveganna loksins byrjaður og ég þakka fyrir það á hverjum degi.

ást

D“

Hefur ekki tíma á morgnana

Í samtali við Stundina segir Þórður að í dag sé hann mikið opnari með að fara út í kvennmannsfötum og geri það raun þegar honum sýnist. „Ég geri það þannig núna að ég fer ekki í vinnuna svona, ekki enn þá, en það gæti gerst. En „basically“ alltaf eftir vinnu, þegar ég fer út, mála ég mig hvernig sem ég vill og það er mjög líklegt að það aukist. Núna er ég að reyna að gera þetta eins oft og vil og get. Ég reyni að láta sem minnst stoppa mig. Ég gæti alveg mætt í vinnuna svona en ég geri það ekki af þeim ástæðum að oft hef ég ekki tíma til þess á morgnanna, því ég er „late-sleeper“. Í vinnunni er fólk með á hreinu hvað ég er að gera, ég hef mætt á jólahlaðborð þannig. Það er ekkert sem er að stoppa mig,“ segir Þórður.

„Í vinnunni er fólk með á hreinu hvað ég er að gera, ég hef mætt á jólahlaðborð þannig. Það er ekkert sem er að stoppa mig.“

Hann segir að það væri þjóðráð að koma á fót stuðningsneti klæðskiptinga sem er raunar ekki til staðar á Íslandi. „Það er ekki mikið í gangi. Ég hef fundið fyrir því. Það er rosa mikið um þetta, ég hef fundið að karlmenn sem hafa haft samband við mig og eru mikið að spá í þessu miðað við hvað er lítil fræðsla. Það er hópur sem heitir Trans Ísland sem er nokkurn veginn svona en það er mikið fólk sem vill leiðrétta kyn sitt. Ég virði það af öllu mínu hjarta en mér finnst ég ekki vera fastur í karlmannslíkama, ég er ekki ósáttur með það sem ég hef,“ segir Þórður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár