Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Óánægja með stjórnarandstöðuna heldur áfram að aukast

Óánægja með störf stjórn­ar­and­stöð­unn­ar held­ur áfram að aukast frá kosn­ing­um. Nú segj­ast 62 pró­sent óánægð með hana og að­eins 12 pró­sent ánægð. Tæp­lega helm­ing­ur seg­ist hins veg­ar ánægð­ur með rík­is­stjórn­ina og 28 pró­sent óánægð.

Óánægja með stjórnarandstöðuna heldur áfram að aukast
Óvinsæl Samkvæmt yfirliti frá Maskínu hefur óánægja með stjórnarandstöðuna á þingi ekki mælst meiri en nú. Mynd: Golli

Mun fleiri eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en stjórnarandstöðunnar, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Að sama skapi segist mun stærri hópur vera óánægður með stjórnarandstöðuna en ríkisstjórnina.

Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar hefur farið vaxandi milli kannanna og eykst frá þingkosningunum. Nú segjast 62 prósent þátttakenda óánægð með störf hennar, en einungis 12 prósent ánægð. Í síðustu könnun Maskínu voru 47 prósent óánægð og 15 prósent ánægð, sem sýnir verulega breytingu á stuttum tíma.

Maskína hefur mælt viðhorf kjósenda til ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu ársfjórðungslega frá árinu 2021. Aldrei áður á því tímabili hefur jafn stór hluti lýst óánægju með stjórnarandstöðuna og nú.

Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar hefur á sama tíma aukist frá kosningum. Í nýjustu könnun segjast 48 prósent kjósenda ánægð með störf hennar, en 28 prósent óánægð. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár