Þingmönnum, varaþingmönnum og mökum þeirra hefur verið boðið til glæsiveislu í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Um er að ræða svokallaða þingveislu sem tíðkaðist um árabil en var aflögð í tíð síðustu ríkisstjórnar, en er nú endurvakin. Fólki er boðið í mat og drykk og síðan dansað á eftir.
Veislan er niðurgreidd að hluta úr sjóðum Alþingis. Þingmenn sem og makar greiða fimm þúsund krónur. Heiðursgestur samkomunnar verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Eitt helsta einkenni veislunnar er að þar eru eingöngu fluttar ræður í bundnu máli. Mikill glæsileiki einkennir jafnan gesti sem mæta í sínu fínasta pússi.
„Þetta er eins klikkað og það gerist í ljósi ástandsins. Það er óráð að stefna þessu fólki saman í því ástandi sem ríkir“
Heimildarmaður Stundarinnar segir það vera galið að halda slíka „snobbveislu“ í því andrúmslofti sem ríki innan þingheims eftir að utanríkisráðherra ákvað í umboði ríkisstjórnar að rjúfa umsóknarferlið við ESB. …
Athugasemdir