„Þetta er ekki eins og menn taki að sér að mála vegg, eða skúra gólf eða þurka hérna af borðinu eða hella vatni í glas. Þetta er ekki verksamningur. Þetta er hápólitískt mál. Menn mæta ekki til Evrópusambandsins og segja: „Heyrðu, við vorum beðnir um að mála vegg. Við ætlum að gera það og málið er dautt“,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósi í kvöld. Þar mættust þeir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og ræddu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið í dag.
Við birtum brot af samtalinu hér fyrir neðan.
Athugasemdir