Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þeir sem þrífa diskana og drífa áfram hagvöxt í nýja góðærinu

Er­lendu vinnu­afli fjölg­ar í lág­launa­störf­um tengd­um ferða­þjón­ustu. Síð­ustu ár hef­ur ferða­þjón­ust­an drif­ið áfram mik­inn hag­vöxt og kaup­mátt­ur launa er nú í sögu­legu há­marki. Er­lend­ir starfs­menn lenda á botni tekju­skipt­ing­ar­inn­ar og vinna störf við ræst­ing­ar og þjón­ustu sem knýja áfram vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar.

Þeir sem þrífa diskana og drífa áfram hagvöxt í nýja góðærinu

Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið gríðarlegur síðustu ár sem er orðin stærsta atvinnugrein vinnumarkaðarins með 12% vinnuafls. Störfum í ferðaþjónustu heldur áfram að fjölga sem eru í flestum tilfellum ófaglærð láglaunastörf við þjónustu eða þrif. Á sama tíma sækja fleiri Íslendingar framhalds- og háskólamenntun og hefur nýjum störfum því í miklum mæli verið mætt með erlendu vinnuafli. Sérfræðingur í málefnum innflytjenda segir algengt að erlendir starfsmenn séu á of lágum launum og fjöldi þeirra vinni í svartri starfsemi, algjörlega réttindalaus. Allt frá hruni hefur ferðaþjónustan verið drifkraftur hagvaxtar hér á landi. Á síðasta ári mældist methagvöxtur, 7,2%, og hefur aðeins verið hærri árið 2007 og 2004. Meðallaun á Íslandi eru orðin ein þau hæstu í heiminum og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri. Uppgangur ferðaþjónustunnar heldur áfram að knýja áfram hagvöxt hér á landi og verða störf í atvinnugreininni sífellt fleiri. Áætlað er að einn af hverjum fjórum sem starfa í ferðaþjónustu séu erlendir ríkisborgarar og gert er ráð fyrir að hlutfallið muni aukast á næstu misserum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár