Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur sagði ósatt um tengsl sín við Wintris: Var sjálfur prókúruhafi

Skrán­ingu á af­l­ands­fé­lagi Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, Wintris Inc, var breytt dag­inn áð­ur en ný skatta­lög tóku gildi þann 1. janú­ar 2010. Eig­in­kona hans tók ekki við fram­kvæmda­stjórn fé­lags­ins fyrr en í sept­em­ber. Eng­in gögn virð­ast vera til um að próf­kúra Sig­mund­ar Dav­íðs hafi ver­ið aft­ur­köll­uð.

Sigmundur sagði ósatt um tengsl sín við Wintris: Var sjálfur prókúruhafi

Yfirlýsing sem Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, birti 15. mars um að Gróa á leiti væri að ræða eign hennar á skattaskjólsfélagi, kom í kjölfarið á því að viðtal var tekið við Sigmund þar sem hann var staðinn að því að segja ósatt um tengsl sín við aflandsfélag. 

Í yfirlýsingunni gerði hún lítið úr aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, eiginmanns hennar og forsætisráðherra Íslands, að félaginu, með því að gefa til kynna að hann hefði verið fyrir mistök skráður fyrir helmingshlut í félaginu. Bankinn minn úti hafði gengið út frá því að við værum hjón og ættum félagið til helminga,“ sagði hún og bætti því að það hefði síðan verið leiðrétt á einfaldan hátt árið 2009.

Seldi konu sinni félagið daginn fyrir lagabreytingu

Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media nú í kvöld kemur hins vegar fram að hvergi í samskiptum bankans við Mossack Fonseca var talað um mistök eða leiðréttingu á þessari skráningu, heldur var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skráður fyrir helmingshlut í félaginu fram til ársloka 2009.

Þann 31. desember 2009 seldi hann eiginkonu sinni síðan helmingshlut sinn í félaginu fyrir 1 dollara. Daginn eftir, eða þann 1. janúar 2010, tóku ný lög gildi sem sett höfðu verið til höfuðs aflandsfyrirtækjum. Samkvæmt nýjum lögðum hefði hann þurft að gera grein fyrir félaginu á skattframtalinu sínu. Þar sem salan fór fram á gamlársdag komst hann hins vegar hjá því. Á hinn bóginn bar honum að gefa félagið upp í hagsmunaskráningu alþingismanna, en hann gerði það ekki.

Leyndi eign sinni á aflandsfélaginu

Sigmundur Davíð settist á Alþingi í apríl 2009. Mánuði áður, eða í mars, voru samþykktar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna en Sigmundur Davíð lét hjá líða að skrá Wintris.

Sigmundur Davíð hefur sagt að engin leynd hafi verið yfir félaginu. Engu að síður var ekkert sem tengdi þau hjónin við félagið þar til Anna Sigurlaug greindi sjálf frá því. Fram að því voru kröfur í slitabú föllnu bankanna einu upplýsingarnar sem fundust um félagið. 

Síðar hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann skráði félagið ekki í hagsmunaskrá þingmanna þá að hann hafi ekki þurft þess, meðal annars vegna þess að félagið var ekki í atvinnurekstri, þótt ekki sé kveðið á um slíkt í hagsmunaskráningu Alþingsmanna. Þá hefur hann sagt að það hefði verið rangt að greina frá hagsmunum eiginkonu hans, en félagið Wintris gerði rúmlega hálfs milljarðs króna kröfur í slitabú íslensku bankanna. 

Vörn Sigmundar Davíðs samræmist ekki því að hann skráði annað félag í hagsmunaskráninguna sem var ekki heldur í atvinnustarfsemi, félagið Menningu ehf. 

Félagið skráð á bæði hjónin í upphafi

Samkvæmt gögnunum sendi starfsmaður Landsbankans tölvupóst þann 26. nóvember 2007 og bað um að félagið Wintris yrði tekið frá. Tveimur dögum síðar sendi sami starfsmaður ósk um að prófkúruhafar félagsins yrðu tveir og til helminga, þau Anna Sigurlaug og Sigmundur Davíð. Samkvæmt stofnskjölunum virðist félagið hins vegar vera dagsett aftur í tímann, eða þann 9. október 2007, um tveimur mánuðum eftir að starfsmaður Landsbankans falaðist eftir félaginu fyrir þau hjónin.

Samkvæmt umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media ber að taka öllum dagsetningum frá Mossack Fonseca með fyrirvara.

Sigmundur prókúruhafi en skráði ekki hagsmunina

Seinna hafði Sigurður Atli Jónsson, sem kvæntur er systur Sigmundar Davíðs, samband við Mossack Fonseca sem starfsmaður Landsbankans, fyrir hönd skjólstæðinga sinna, og vildi ræða fyrirkomulag þjónustunnar vegna Wintris og hvernig ætti að haga henni til framtíðar. 

Þrátt fyrir breytingar á skráningu félagsins tók eiginkona Sigmundar Davíðs ekki við framkvæmdastjórn félagsins fyrr en í september 2010. Engin gögn virðast vera til þess efnis að prókúra Sigmundar Davíðs hafi verið afturkölluð, hvorki þá né síðar. 

Neitaði tengslum við aflandsfélög

Í þættinum sem sýndur var í kvöld var birt viðtal við Sigmund Davíð, þar sem sænskur rannsóknarblaðamaður Uppdrag granskning, Sven Bergman, spurði ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni út í tengsl hans við Wintris Inc. Eftir að hafa spurt Sigmund Davíð almennt út í skoðanir hans á aflandsfélögum í skattaskjólum spurði Sven hvort hann hefði sjálfur tengst slíkum félögum. Sigmundur neitaði. 

Sven Bergman: En hvað með þig, herra forsætisráðherra? Hefur þú eða hefur þú sjálfur haft einhver tengsl við aflandsfélag?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Ég? Nei. Nú… Íslensk fyrirtæki, og ég hef stafað hjá íslenskum fyrirtækjum, höfðu tengsl við aflandsfélög og meira að segja.. Hvað heitir það nú, verkalýðsfélögin… Svo að það hefði verið í gegnum slíkt fyrirkomulag en ég hef ætíð gefið upp allar mínar eignir og fjölskyldu minnar til skattsins svo að það hefur aldrei verið svo að eigur mínar séu faldar nokkurs staðar. Þetta er óvenjuleg spurning að spyrja íslenskan stjórnmálamann um. Það er eins og verið sé að ásaka mann um eitthvað. En ég get staðfest það að ég hef aldrei leynt neinum eigna minna. 

Stórar spurningar standa eftir

Eftir standa ýmsar spurningar, sem Kastljós og Reykjavík Media vörpuðu fram:

Hvers vegna var félagið stofnað aftur í tímann?

Hvers vegna var eignarhaldið skráð jafnt á þau hjónin?

Ef um mistök var að ræða, hvers vegna seldi Sigmundur Davíð eiginkonu sinni sinn hlut?

Hvers vegna var þess hvergi getið að  um leiðréttingu væri að ræða?

Hvers vegna fór salan fram degi fyrir breytingu á skattalögum?

Hvers vegna tók Anna Sigurlaug ekki við framkvæmdastjórn félagsins fyrr en langt var liðið á næsta ár?

Hvers vegna var prófkúra Sigmundar Davíðs ekki afturkölluð?

Í þættinum sagði Sigmundur Davíð að hann hefði gefið upplýsingar um félagið á skattaskýrslu sinni, seinna sagði hann að eiginkona hans hefði gert það. Það hefur ekki verið staðfest.

Þá hefur Sigmundur Davíð ekki Hann hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum um hvort CFC-skýrslu hafi verið skilað fyrir félagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár