„Ég náttúrlega tala bara fyrir mig. Að sjálfsögðu mæti ég í þingveisluna, sýni þinginu þá virðingu að viðhalda þessum sið sem tekinn var aftur upp núna. Þetta var fellt út í sparnaðinum á seinasta kjörtímabili, en við erum að borga inn í þetta,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, sem ætlar að mæta í umdeilda þingveislu í Bændahöllinni í kvöld. Hún vísar til þess að þingmenn greiði hluta af kostnaðinum eða 5 þúsund krónur.
„Ég mæti í mínu fínasta pússi,” segir hún.
Stjórnarandstaðan hefur öll sameinast um að sniðganga veisluna. Vigdís segir það vera barnaskap.
„Mér finnst þetta bara barnalegt, afar barnalegt. Ég veit ekki hvað þau ætla að fá fram með þessu. Ég veit ekki í hvaða mótþróakasti þau eru. Það er örugglega búið að kaupa veitingar frá hótelinu og við áttum að melda okkur síðasta miðvikudag. Þegar svona er tel ég veikindi geta verið einu forföllin. Þingið situr líklega uppi …
Athugasemdir