Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Telur rót hægðavandans liggja hjá ráðherra

Ferða­mála­ráð­herra tel­ur að ferða­menn gangi örna sinna ut­an sal­erna vegna hegð­un­ar­vanda. Öss­ur Skarp­héð­ins­son fyrr­ver­andi ferða­mála­ráð­herra, tel­ur rót vand­ans liggja hjá Ragn­heiði El­ínu Árna­dótt­ur sjálfri.

Telur rót hægðavandans liggja hjá ráðherra
Ferðamenn við Jökulsárlón Salernisaðstaða lokar klukkan 19 á daginn. Ferðamálaráðherra kennir hegðunarvanda um að ferðamenn gangi örna sinna utan salernisaðstöðunnar. Mynd: Shutterstock

Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi ferðamálaráðherra, vandar Ragnheiði Elínu Árnadóttur, núverandi ráðherra ferðamála, ekki kveðjurnar á Facebook. Ragnheiður Elín hélt því fram í viðtali í Fréttablaðinu í dag að orsök þess að erlendir ferðamenn gengu örna sinna á víðavangi eða utan salernisaðstaða væri hegðunarvandi ferðamannanna.

„Eftir tvö og hálft ár í embætti hefur nær ekkert gerst hjá Ragnheiði Elínu í uppbyggingu á ferðamannastöðum,“ skrifar hann og bætir því við að um leið fjölgi ferðamönnum stöðugt og að á fjölsóttum stöðum séu innviðir að springa.

Hegðunarvandi ferðamanna

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson Fyrrverandi ráðherra ferðamála gagnrýnir eftirmann sinn.

Össur vísar til viðtals sem birtist við Ragnheiði Elínu í Fréttablaðinu í dag. „Það sem vekur athygli mína við þessar fréttir er að þær koma frá stöðum þar sem þessi mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ er þar haft eftir ráðherranum.

„Þetta er bara meira eins og uppeldismál“

Össur segir að víða ríki öngþveiti „þar sem aðþrengdir útlendingar ganga örna sinna á víðavangi eða álfreka í görðum heimamanna“. „Hvernig bregst ráðherra ferðamála við? Hún kemur með þá gáfulegu skýringu að þetta sé „hegðunarvandamál.“ Líklegast er hún eini Íslendingurinn sem þekkir ekki þá tilfinningu að vera í spreng eftir að hafa skakast tímunum saman í rútu. Staðreyndin er því miður sú að rót vandans liggur í henni sjálfri,“ skrifar hann.

Ferðamálaráðherra
Ferðamálaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir sakar ferðamenn sem koma til Íslands um að ganga örna sinna á víðavangi vegna hegðunarvanda.

Ragnheiður lagðist gegn skattheimtu

Össur segir Ragnheiði ekki hafa komið neinu í verk til að tryggja tekjustreymi til að byggja upp innviði á ferðamannastöðum. Hún hafi hins vegar átt í langvinnum útistöðum við ferðaþjónustuna um leiðir til þess.

Þá skrifar Össur: „Og það var hún sem lagðist sem formaður þingflokks Sjálfstæðismanna harðast allra gegn skattbreytingum í tíð fyrri ríkisstjórnar sem hefðu aflað tekna til að leysa vandann. Eina „afrek“ hennar er hinn steindauði náttúrupassi sem allir, jafnt hennar flokkur sem ferðaþjónustan, skutu á bólakaf enda alvitlausasta hugmynd sem fram hefur komið í áratugi. - Síðan hefur varla til ráðherrans spurst. Í dag kom þó í ljós að hún er enn í embætti þegar hún gaf hina gáfulegu yfirlýsingu um að það væri „hegðunarvandamál“ að útlendingum yrði mál eftir að hafa hossast um hálendið. - Að sönnu má fallast á að vandinn felist í hegðun. En liggur ekki í augum uppi að „hegðunarvandamál“ Ragnheiðar Elínar er verkleysi hennar sjálfrar?“

Ferðaþjónustuaðilar kvarta undan salerniskostnaði

Kvartað hefur verið undan því framferði ferðamanna við Gullfoss og Jökulsárlón að hægja sér utan salerna. Ástdís Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Gullfoss Kaffi, lýsti því í samtali við mbl.is á dögunum að ferðamenn svindli sér inn á salerni án þess að borga 200 króna gjald og „mígi og skíti“ við starfsmannahús og „glotti“ þegar gerð væri athugasemd.

„Við bugt­um okk­ur og beygj­um; komið og valtið yfir okk­ur.“

„Við bugt­um okk­ur og beygj­um; komið og valtið yfir okk­ur. Skítið bara á Þing­völl­um eða hvar sem ykk­ur sýn­ist. Þetta viðhorfið og það er skelfi­legt. Ég er með starfs­manna­hús við hliðina á Gull­foss Kaffi og þar eru ferðamenn míg­andi og skít­andi fyr­ir utan glugg­ana. Starfs­fólkið sér þetta og bank­ar í glugg­ann en fólkið glott­ir bara og hverf­ur á braut,“ sagði Ástdís.

Einnig er hægðavandi við Jökulsárlón. Þar lokar salernisaðstaða klukkan 19 á daginn. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir hjá Jökulsárlóni ehf. lýsti vandanum í samtali við mbl.is. „Fólk er að gera þetta á bak við bíl­ana, rút­urn­ar, á hús­in, miðasölu­skúr­inn og svo framvegis. Maður skil­ur al­veg að fólki verði mál, en þetta er bara svo ógeðslegt. Við töl­um við þá sem við stönd­um að verki, en þetta er auðvitað svo­lítið vand­ræðal­egt og fólk kannski ekki mjög opið með hægðir sín­ar ... Papp­ír­inn fýk­ur út um allt og ger­ir um­hverfið svo ljótt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár