Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Guide to Iceland muni „stúta“ ferðaþjónustunni

Tveir leið­sögu­menn segja ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa brugð­ist 36 manna hópi á Snæ­fellsnesi á að­fanga­dag og jóla­dag. Ferða­menn hafi ekki feng­ið að­gang að mat eða sal­ern­is­að­stöðu í lang­an tíma.

Guide to Iceland muni „stúta“ ferðaþjónustunni

Tveir leiðsögumenn lýsa klúðri af hendi ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland í ferð um Snæfellsnes með fjölmennum hópi frá Asíu á aðfangadag og jóladag. Skipulagsleysi hafi hamlað aðgangi að mat og salernisaðstöðu og valdið ferðamönnum miklum vonbrigðum.

Finnbogi Þorkell Jónsson leiðsögumaður birtir á Facebook síðu sinni tölvupóst sem hann sendi á fyrirtækið að ferð lokinni. „Það verður líklegast ekki krónan eða hátt verðlag eða eldgos sem mun stúta stærstu atvinnugrein þjóðarinnar,“ skrifar hann. „Heldur eitt stærsta fyrirtækið í bransanum.“

Finnbogi og Halldór Kristinn Haraldsson fóru sem verktakar í ferðina með 36 manna hópi og segja að fyrirtækið hafi ekki tryggt aðgengi að veitingastað þar sem fólkið gæti borðað á aðfangadagskvöld. Eftir mörg símtöl hafi vert á nálægu hóteli nálægt Borgarnesi loks getað boðið upp á jólahlaðborð. „Hins vegar sagðist hann aldrei á 20 ára ferli hafa heyrt um að fyrirtæki væri með 36 manns á ferðinni á aðfangadag og væri ekki búið að plana dinner.“

Gátu ekki komist á salerni

Á jóladag hafi komið í ljós að á fáum stöðum á Snæfellsnesi sé boðið upp á mat og salernisstöðu. Þetta hafi Guide to Iceland ekki verið búið að ganga úr skugga um. Farþegarnir hafi því ekki getað nálgast mat á 8 klukkutíma tímabili og einnig verið án aðgengis að salernum í fjóra tíma. „Með 36 manns á ferðinni verður þetta að vera í lagi. Við vorum með eldra fólk og einn unglingsstrák sem veiktist á leiðinni. Þetta var disaster fyrir þau.“

„Þetta var disaster fyrir þau.“

Þá hafi margt annað brugðist, til að mynda bókanir í hellaferð, ferðaáætlun og skipulag á norðurljósaskoðun. „Kúnnarnir spurðu hvort þetta væri alltaf svona illa skipulagt og einhverjir ætla að skrifa eða blogga um þetta,“ skrifa leiðsögumennirnir. „Við viljum benda á að flestir þessara ferðamanna eru frá Asíu og það þarf ansi mikið til að þau kvarti. Það er ekki í þeirra kúltur. Ef þau hefðu verið Bandaríkjamenn eða Bretar þá hefði allt orðið brjálað. Við björguðum því sem bjargað varð en viljum benda á að bakvið excelið er fólk á ferðalagi, jafnvel að upplifa ævintýri lífsins þannig að þið getið ímyndað ykkur vonbrigðin þegar þau átta sig á að leiðsögumaðurinn er að redda og gera og græja allan tímann hluti sem eiga að vera í lagi.“

Vinna ekki framar fyrir Guide to Iceland

Þeir hafi því ákveðið að vinna ekki framar fyrir Guide to Iceland. „Í okkar gædakreðsu er það regla númer eitt að vinna ekki fyrir svona fyrirtæki þannig að endilega takið okkur af öllum mögulegum gædalistum, póst og símanúmeralistum og norðuljósalistum. Svo vonum við bransans vegna að unnið verði með þetta klúður.

Finnbogi segir að fulltrúi Guide to Iceland hafi í kjölfar tölvupóstsins hringt í hann og sagt að hann fengi aldrei aftur vinnu hjá þeim. Segist hann vera afar sáttur með það.

„Við vinnum annars báðir hjá öðrum og vel reknum fyrirtækjum en þetta var aukadjobb,“ skrifa Finnbogi og Halldór. „Við hvetjum alla gæda til að rannsaka vel fyrirtækin sem þeir kjósa að vinna fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
1
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
2
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár