Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eigendur Íslandshótela fengu hundruð milljóna í arð

Upp­gang­ur­inn í ferða­þjón­ustu hef­ur skil­að hót­elkeðj­unni millj­arða hagn­aði á und­an­förn­um ár­um en stjórn­end­ur telja ekki svig­rúm til mik­illa launa­hækk­ana.

Eigendur Íslandshótela fengu hundruð milljóna í arð
Umsvifamiklir í hótelgeiranum Feðgarnir Ólafur D. Torfason og Davíð Torfi Ólafsson, hafa byggt upp öflugt fyrirtæki sem rekur 18 hótel og á fjölda fasteigna víða um land. Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Íslandshótel hafa hagnast um hátt í 4 milljarða í ferðamannagóðærinu frá 2010. Þetta hefur gert eigendum hótelkeðjunnar kleift að greiða sér samtals 832 milljónir í arð, þar af 400 milljónir á undanförnum þremur árum.

Nýlega kom Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, fram í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 1 og gagnrýndi kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. „Langar mig til að borga fólkinu þau laun sem kröfugerð verkalýðsfélaganna hljóðar upp á? Já, ég væri rosalega til í það. Svigrúmið er bara ekki svona,“ sagði hann. „Við vitum það að þetta mun hafa áhrif á verðbólgu.“ 

„Svigrúmið er bara ekki svona“

Eflingu – stéttarfélagi var tilkynnt um það í febrúarlok að eins konar skammarlisti yfir þá starfsmenn sem taka sér flesta veikindadaga hengi uppi á töflu í almennu rými starfsmanna á Grand hóteli, eins þeirra 18 hótela sem tilheyra Íslandskeðjunni. Þetta var, að því er fram kom í tilkynningu frá Eflingu, „aðeins eitt af mörgum atriðum sem hafa gert vinnustaðinn verulega óþægilegan fyrir lægst launaða starfsfólkið þar, sem flest er erlendis frá“. Mannauðsstjóri Íslandshótela hefur vísað þessum ásökunum á bug. 

Aðaleigandinn fékk hundruð milljóna í arð

Samkvæmt nýjasta ársreikningi Íslandshótela var hreinn launakostnaður fyrirtækisins 4 milljarðar árið 2017 og starfsmannafjöldi 775  miðað við heilsársstörf. Í viðtalinu við Davíð kom fram að fólk í lægstlaunuðu hótelstörfunum væri að meðaltali með um 330 til 340 þúsund krónur á mánuði en ynni tvær helgar með vaktaálagi. „Nei nei, þetta eru ekki há laun, það er alveg rétt. Þetta er bara raunveruleiki sem blasir við okkur. Gjarnan myndi ég vilja hækka þetta miklu meira en þau spil sem eru á borðinu, en við þurfum alltaf að horfa á heildaráhrifin,“ sagði hann.

Faðir Davíðs er aðaleigandi hótelkeðjunnar, Ólafur D. Torfason, en hann á 70 prósenta hlut í Íslandshótelum. Af þeim 150 milljóna arðgreiðslum sem runnu út úr fyrirtækinu í fyrra komu meira en 100 milljónir í hlut eignarhaldsfélags Ólafs, ÓDT ráðgjafar ehf. Eigið fé þess nam 12,5 milljörðum í árslok 2017 en þar af var 69,37 prósenta hlutur þess í Íslandshótelum hf. metinn á 11,3 milljarða. ÓDT ráðgjöf hagnaðist um 323,5 milljónir árið 2017 og 675 milljónir árið 2016.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
6
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár