Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kannar hvort útvista megi eftirlitsverkefnum hins opinbera í ríkari mæli

„Ráð­herra tel­ur að út­vist­un eft­ir­lits­verk­efna kunni að vera hag­kvæm og hyggst láta kanna hvort út­vista megi verk­efn­um í rík­ari mæli,“ seg­ir í svari Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Óla Björns Kára­son­ar.

Kannar hvort útvista megi eftirlitsverkefnum hins opinbera í ríkari mæli

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að það geti verið hagkvæmt að útvista starfsemi eftirlitsstofnana sem undir hana heyra og ætlar að láta kanna hvort slíkt megi gera í ríkari mæli en nú tíðkast. Hún vill þó að gerður sé greinarmunur á eftirliti sem felst í því að ákvarða hvort aðilar uppfylli tiltekin hlutlæg viðmið og hins vegar eftirliti sem byggir á matskenndum reglum. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem spurði alla ráðherra ríkisstjórnarinnar á desemberþingi hvort þeir hefðu látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi eftirlits­stofnana til einkaaðila að hluta eða öllu leyti. 

„Fyrir utan þau verkefni sem fyrr greinir hafa ekki verið kannaðir kostir og gallar þess að útvista starfsemi einstakra eftirlitsstofnana. Þegar um algerlega hlutlægar reglur er að ræða getur verið rétt að kanna að faggiltir aðilar sinni eftirliti. Slíkt hefur t.d. gengið vel varðandi bifreiðaskoðun, vottun lífrænnar matvælaframleiðslu o.fl.,“ segir í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurninni. „Ráðherra telur að útvistun eftirlitsverkefna kunni að vera hagkvæm og hyggst láta kanna hvort útvista megi verkefnum í ríkari mæli, t.d. í sambandi við endurskoðun á lögum um MAST. Þó ber að gera greinarmun á eftirliti sem felst í því annars vegar að ákvarða hvort aðilar uppfylli tiltekin hlutlæg viðmið og hins vegar eftirliti sem byggir á matskenndum reglum, sérstaklega þegar um er að ræða matskenndar hátternisreglur eins og getur komið upp í t.d. dýraverndunarmálum. Útvistun á síður við í tilfellum þar sem um huglægt mat er að ræða.“

Útvistun er þýðing á enska orðinu „outsourcing“ og lýsir því þegar stofnun felur utanaðkomandi aðilum, svo sem einkafyrirtækjum, að sinna tiltekinni þjónustu fyrir sig eða verkefnum gegn greiðslu. Í útvistunarstefnu ríkisins, sem samþykkt var í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árið 2006, er útvistun lýst sem þjónustu „sem ríkið kaupir af utanaðkomandi aðilum, þ.e. einstaklingum, fyrirtækjum, sjálfseignarstofnunum, félagasamtökum eða sveitarfélögum, hvort sem um er að ræða þjónustu sem keypt er vegna verkefna sem ríkið sinnir sjálft eða þjónustu sem verktaka er falið að veita almenningi og fyrirtækjum“. Markmið stefnunnar var „gott samstarf við einkaaðila um úrlausn opinberra verkefna þar sem ríkið er ávallt upplýstur kaupandi“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu