Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tekjuöflun ríkisins verða áfram settar skorður með stefnumiði sem Seðlabankinn telur „sérlega bagalegt“

Um­deilt stefnum­ið um að tekj­ur hins op­in­bera auk­ist ekki um­fram vöxt vergr­ar lands­fram­leiðslu verð­ur áfram við lýði þrátt fyr­ir við­var­an­ir Seðla­bank­ans og rík­is­stjórn­ar­skipti. „Stefnumið­ið virð­ist því fyr­ir­fram setja skorð­ur við sjálf­virka sveiflu­jöfn­un á tekju­hlið op­in­berra fjár­mála og fela í sér að ef hag­vöxt­ur reyn­ist kröft­ugri skuli gefa eft­ir tekj­ur.“

Tekjuöflun ríkisins verða áfram settar skorður með stefnumiði sem Seðlabankinn telur „sérlega bagalegt“

Fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur að geyma sama stefnumið um sérstakar skorður við tekjuöflun ríkisins og kveðið var á um í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem kynnt var í fyrra. Í báðum áætlunum er því slegið föstu að frumtekjur ríkisins, það er skatttekjur og annað en vaxtatekjur og óreglulegir liðir, skuli ekki aukast umfram vöxt vergrar landsframleiðslu næstu fimm árin. Seðlabankinn telur slíkt fyrirkomulag „sérlega bagalegt“ og til þess fallið að magna hagsveifluna.

Í umsögn sem Seðlabankinn birti um fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar er stefnumiðið um tekjur sérstaklega gagnrýnt. „Það fyrsta sem vekur athygli við fjármálaáætlunina eru stefnumið áætlunarinnar fyrir ríkissjóð. Tilgreint er að frumtekjur skuli ekki aukast umfram vöxt VLF frá árinu 2017 til ársins 2021,“ segir í umsögninni. Bent er á að almennt sé jákvætt samband milli framleiðsluspennu og hlutfalls svokallaðra frumtekna af vergri landsframleiðslu. Ef hagvöxtur verði meiri en gert er ráð fyrir í áætluninni muni hlutfall …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálaáætlun 2018-2022

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála
Fréttir

Stjórn­ar­lið­ar lögð­ust gegn til­lög­um um auk­in fram­lög til heil­brigð­is- og mennta­mála

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var sam­þykkt með 32 at­kvæð­um gegn 31 í nótt. Þings­álykt­un­in geng­ur í ýms­um grund­vall­ar­at­rið­um í ber­högg við grunn­gildi laga um op­in­ber fjár­mál og hef­ur sætt harðri gagn­rýni, með­al ann­ars frá stjórn­end­um spít­ala og mennta­stofn­ana. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á mál­inu við með­ferð þess á þingi þrátt fyr­ir að hátt í 200 um­sagn­ir hafi borist.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár