Fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur að geyma sama stefnumið um sérstakar skorður við tekjuöflun ríkisins og kveðið var á um í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem kynnt var í fyrra. Í báðum áætlunum er því slegið föstu að frumtekjur ríkisins, það er skatttekjur og annað en vaxtatekjur og óreglulegir liðir, skuli ekki aukast umfram vöxt vergrar landsframleiðslu næstu fimm árin. Seðlabankinn telur slíkt fyrirkomulag „sérlega bagalegt“ og til þess fallið að magna hagsveifluna.
Í umsögn sem Seðlabankinn birti um fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar er stefnumiðið um tekjur sérstaklega gagnrýnt. „Það fyrsta sem vekur athygli við fjármálaáætlunina eru stefnumið áætlunarinnar fyrir ríkissjóð. Tilgreint er að frumtekjur skuli ekki aukast umfram vöxt VLF frá árinu 2017 til ársins 2021,“ segir í umsögninni. Bent er á að almennt sé jákvætt samband milli framleiðsluspennu og hlutfalls svokallaðra frumtekna af vergri landsframleiðslu. Ef hagvöxtur verði meiri en gert er ráð fyrir í áætluninni muni hlutfall …
Athugasemdir