Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segja spítalann fjársveltan og vegið að réttindum launafólks

Al­þýðu­sam­band Ís­lands gagn­rýn­ir fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar harð­lega og tel­ur að í næstu nið­ur­sveiflu blasi nið­ur­skurð­ur við: „Rekst­ur spít­al­ans enn al­var­lega van­fjár­magn­að­ur.“

Segja spítalann fjársveltan og vegið að réttindum launafólks
Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ. Mynd: Pressphotos

Ný, aðhaldssöm fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hefur þau áhrif að tekjur ríkisins „nægja ekki til að fjármagna nauðsynleg útgjöld til velferðar og innviða þrátt fyrir uppsveiflu“ að mati Alþýðusambands Íslands.

ASÍ gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar harðlega í fréttatilkynningu. Fullyrt er að stefna stjórnvalda í ríkisfjármálum stuðli ekki að aukinni velferð né að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Þrátt fyrir uppsveiflu dugi tekjustofnar ríkisins ekki til að fjármagna grundvallarvelferðarþjónustu og innviði. Velferðarkerfið sé notað sem helsta hagstjórnartækið, þar sem úrbætur í velferðarkerfinu eru fjármagnaðar með því að draga úr útgjöldum annars staðar í kerfinu.

Niðurskurður á opinberum rekstri

Gagnrýnt er að þak að á greiðsluþátttöku sjúklinga sé fjármagnað að mestu leyti með því að íþyngja kostnað annarra notenda heilbrigðisþjónustu. „Langflestir greiða nú of mikið fyrir heilbrigðisþjónustu hér á landi og mikil hætta er á að þessi breyting leiði til þess að enn fleiri neiti sér um heilbrigðisþjónustu en nú er,“ segir í frétt ASÍ og að afleiðingar slíkra millifærslna innan velferðarkerfisins gætu orðið alvarlegar: „Fyrirséð er að þegar dregur úr umsvifum muni blasa við niðurskurður í opinberum rekstri og/eða skattahækkanir, þvert á hagsveifluna.“

Bjarni Benediktsson og Benedikt JóhannessonFjármála- og forsætisráðherra hafa mælt fyrir fjármálaáætlun sem viðheldur aðhaldssemi í ríkisrekstri. Hér sjást þeir ásamt seðlabankastjóra.

Stundin fjallaði um að útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála hækka úr 7 prósent af vergri landsframleiðslu í 7,85 prósent, sem er fjarri því sem krafist var skömmu fyrir kosningar. Fyrir kosningar skrifuðu um 86 þúsund manns undir áskorun Kára Stefánssonar þess efnis að útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin upp í 11 prósent af vergri landsframleiðslu.

ASÍ segir stjórnvöld ekki bregðast við uppsafnaðri þörf á hjúkrunarheimilum, sem eykst sífellt. „Áformuð fjölgun hjúkrunarrýma fram til ársins 2022 nemur einungis rúmlega helmingunum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Ekki er að sjá þess merki að gert sé ráð fyrir viðbótarfjármagni til reksturs hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á tímabilinu þrátt fyrir fyrirséða fjölgun aldraðra og viðvarandi rekstrarvanda margra stofnana.“

Aðför að réttindum

Tekjujöfnunartæki stjórnvalda mætir ekki væntingum ASÍ. Stytting tímabils atvinnuleysisbóta lítur ASÍ á sem alvarlega aðför að réttindum launafólks og segja stefnu í barna- og vaxtabótakerfum muni fækka fjölskyldum sem eigi rétt á bótum, það hafi ekki síst áhrif á ungt fólk. Fæðingarorlofskerfið er jafnframt gagnrýnt þar sem engin áform séu um lengingu orlofsins úr 12 mánuðum, þó svo að greiðslur til foreldra hækki í 600 þúsund á mánuði í áföngum.

Almannatryggingakerfið er gagnrýnt fyrir að skilja öryrkja eftir. En öryrkjar munu ekki hljóta bættra kjara í samræmi við elliellilífeyrisþega fyrr en árið 2019. „Á meðan búa örorkulífeyrisþegar áfram við flókin, ógagnsæ réttindi almannatrygginga með krónu á móti krónu skerðingum á þann hóp sem verst stendur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálaáætlun 2018-2022

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála
Fréttir

Stjórn­ar­lið­ar lögð­ust gegn til­lög­um um auk­in fram­lög til heil­brigð­is- og mennta­mála

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var sam­þykkt með 32 at­kvæð­um gegn 31 í nótt. Þings­álykt­un­in geng­ur í ýms­um grund­vall­ar­at­rið­um í ber­högg við grunn­gildi laga um op­in­ber fjár­mál og hef­ur sætt harðri gagn­rýni, með­al ann­ars frá stjórn­end­um spít­ala og mennta­stofn­ana. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á mál­inu við með­ferð þess á þingi þrátt fyr­ir að hátt í 200 um­sagn­ir hafi borist.
Ríkisstjórnin eykur ekki framlög til LÍN þrátt fyrir gagnrýni Bjartrar framtíðar fyrir kosningar
Fréttir

Rík­is­stjórn­in eyk­ur ekki fram­lög til LÍN þrátt fyr­ir gagn­rýni Bjartr­ar fram­tíð­ar fyr­ir kosn­ing­ar

Rík­is­stjórn­in hef­ur sömu stefnu í náms­lána­mál­um og sein­asta rík­is­stjórn, ef marka má fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar 2018-2022. Sömu markmið eru í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og í LÍN-frum­varpi Ill­ugi Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem lagt var fyr­ir á sein­asta kjör­tíma­bili. Björt fram­tíð gagn­rýndi frum­varp­ið harð­lega og í að­drag­anda kosn­inga sagði Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra, að frum­varp­ið væri órétt­látt og bitn­aði mest á tekju­lægri ein­stak­ling­um og kon­um.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár