Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segja spítalann fjársveltan og vegið að réttindum launafólks

Al­þýðu­sam­band Ís­lands gagn­rýn­ir fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar harð­lega og tel­ur að í næstu nið­ur­sveiflu blasi nið­ur­skurð­ur við: „Rekst­ur spít­al­ans enn al­var­lega van­fjár­magn­að­ur.“

Segja spítalann fjársveltan og vegið að réttindum launafólks
Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ. Mynd: Pressphotos

Ný, aðhaldssöm fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hefur þau áhrif að tekjur ríkisins „nægja ekki til að fjármagna nauðsynleg útgjöld til velferðar og innviða þrátt fyrir uppsveiflu“ að mati Alþýðusambands Íslands.

ASÍ gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar harðlega í fréttatilkynningu. Fullyrt er að stefna stjórnvalda í ríkisfjármálum stuðli ekki að aukinni velferð né að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Þrátt fyrir uppsveiflu dugi tekjustofnar ríkisins ekki til að fjármagna grundvallarvelferðarþjónustu og innviði. Velferðarkerfið sé notað sem helsta hagstjórnartækið, þar sem úrbætur í velferðarkerfinu eru fjármagnaðar með því að draga úr útgjöldum annars staðar í kerfinu.

Niðurskurður á opinberum rekstri

Gagnrýnt er að þak að á greiðsluþátttöku sjúklinga sé fjármagnað að mestu leyti með því að íþyngja kostnað annarra notenda heilbrigðisþjónustu. „Langflestir greiða nú of mikið fyrir heilbrigðisþjónustu hér á landi og mikil hætta er á að þessi breyting leiði til þess að enn fleiri neiti sér um heilbrigðisþjónustu en nú er,“ segir í frétt ASÍ og að afleiðingar slíkra millifærslna innan velferðarkerfisins gætu orðið alvarlegar: „Fyrirséð er að þegar dregur úr umsvifum muni blasa við niðurskurður í opinberum rekstri og/eða skattahækkanir, þvert á hagsveifluna.“

Bjarni Benediktsson og Benedikt JóhannessonFjármála- og forsætisráðherra hafa mælt fyrir fjármálaáætlun sem viðheldur aðhaldssemi í ríkisrekstri. Hér sjást þeir ásamt seðlabankastjóra.

Stundin fjallaði um að útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála hækka úr 7 prósent af vergri landsframleiðslu í 7,85 prósent, sem er fjarri því sem krafist var skömmu fyrir kosningar. Fyrir kosningar skrifuðu um 86 þúsund manns undir áskorun Kára Stefánssonar þess efnis að útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin upp í 11 prósent af vergri landsframleiðslu.

ASÍ segir stjórnvöld ekki bregðast við uppsafnaðri þörf á hjúkrunarheimilum, sem eykst sífellt. „Áformuð fjölgun hjúkrunarrýma fram til ársins 2022 nemur einungis rúmlega helmingunum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Ekki er að sjá þess merki að gert sé ráð fyrir viðbótarfjármagni til reksturs hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á tímabilinu þrátt fyrir fyrirséða fjölgun aldraðra og viðvarandi rekstrarvanda margra stofnana.“

Aðför að réttindum

Tekjujöfnunartæki stjórnvalda mætir ekki væntingum ASÍ. Stytting tímabils atvinnuleysisbóta lítur ASÍ á sem alvarlega aðför að réttindum launafólks og segja stefnu í barna- og vaxtabótakerfum muni fækka fjölskyldum sem eigi rétt á bótum, það hafi ekki síst áhrif á ungt fólk. Fæðingarorlofskerfið er jafnframt gagnrýnt þar sem engin áform séu um lengingu orlofsins úr 12 mánuðum, þó svo að greiðslur til foreldra hækki í 600 þúsund á mánuði í áföngum.

Almannatryggingakerfið er gagnrýnt fyrir að skilja öryrkja eftir. En öryrkjar munu ekki hljóta bættra kjara í samræmi við elliellilífeyrisþega fyrr en árið 2019. „Á meðan búa örorkulífeyrisþegar áfram við flókin, ógagnsæ réttindi almannatrygginga með krónu á móti krónu skerðingum á þann hóp sem verst stendur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálaáætlun 2018-2022

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála
Fréttir

Stjórn­ar­lið­ar lögð­ust gegn til­lög­um um auk­in fram­lög til heil­brigð­is- og mennta­mála

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var sam­þykkt með 32 at­kvæð­um gegn 31 í nótt. Þings­álykt­un­in geng­ur í ýms­um grund­vall­ar­at­rið­um í ber­högg við grunn­gildi laga um op­in­ber fjár­mál og hef­ur sætt harðri gagn­rýni, með­al ann­ars frá stjórn­end­um spít­ala og mennta­stofn­ana. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á mál­inu við með­ferð þess á þingi þrátt fyr­ir að hátt í 200 um­sagn­ir hafi borist.
Ríkisstjórnin eykur ekki framlög til LÍN þrátt fyrir gagnrýni Bjartrar framtíðar fyrir kosningar
Fréttir

Rík­is­stjórn­in eyk­ur ekki fram­lög til LÍN þrátt fyr­ir gagn­rýni Bjartr­ar fram­tíð­ar fyr­ir kosn­ing­ar

Rík­is­stjórn­in hef­ur sömu stefnu í náms­lána­mál­um og sein­asta rík­is­stjórn, ef marka má fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar 2018-2022. Sömu markmið eru í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og í LÍN-frum­varpi Ill­ugi Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem lagt var fyr­ir á sein­asta kjör­tíma­bili. Björt fram­tíð gagn­rýndi frum­varp­ið harð­lega og í að­drag­anda kosn­inga sagði Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra, að frum­varp­ið væri órétt­látt og bitn­aði mest á tekju­lægri ein­stak­ling­um og kon­um.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár